Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Grunur um smit í Hagaskóla og 10. bekkur sendur heim

250 stað­fest smit eru á Ís­landi, en sýna­taka Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar benda til þess að þau séu um tí­falt fleiri.

Grunur um smit í Hagaskóla og 10. bekkur sendur heim
Nemendur í Hagaskóla Stór hópur nemenda sést hér í mótmælagöngu í fyrra til að berjast gegn brottflutningi samnemanda síns úr landi. Mynd: Davíð Þór

Nemendur í 10. bekk í Hagaskóla hafa verið sendir heim úr skólanum. Ástæðan er mögulegt smit af COVID-19 hjá einum nemanda. Um er að ræða varúðarráðstöfun og hefur smit ekki verið staðfest. Engar breytingar verða gerðar hjá öðrum bekkjum skólans.

Þá tilkynntu almannavarnir í dag að allir sem kæmu frá útlöndum frá og með morgundeginum færu í tveggja vikna sóttkví.

Samkvæmt nýjustu tölum eru 250 staðfest smit af COVID-19 á Íslandi. Þar af eru konur nákvæmlega helmingur og karlar helmingur tilfella. Mesti fjöldi smitaðra út frá aldri eru 40 til 49 ára, eða 68. Sex einstaklingar yfir sjötugu hafa greinst, en það er mesti áhættuhópurinn, ásamt þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma. Aðeins tvö börn undir tíu ára aldri hafa greinst. Í gær bættust í heildina við 50 greind tilfelli.

Könnun Íslenskrar erfðagreiningar benti til þess að hátt í 1% landsmanna beri smitið. Ef það stæðist væru yfir 3.000 manns með COVID-19 smit á Íslandi í dag, langflest ógreind, með fyrirvara um að úrtak Íslenskrar erfðagreiningar sé lýsandi fyrir þýðið. Rúmlega fjórðungur greindra smita á sér uppruna innanlands og fimmtungur er óþekktur.

Greind smit tóku stökk í gærSmit sem greind voru af Íslenskri erfðagreiningu eru merkt með appelsínugulu.
Smit eftir landshlutumCovid-19 hefur enn sem komið er helst greinst á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.

Samkomubann er í gildi á Íslandi og mega fleiri en hundrað manns ekki koma saman. Fólk er hvatt til þess að skýla munninum með handleggnum ef það hóstar, að snerta ekki andlit sitt, þvo sér oft um hendur með heitu vatni og sápu í 20 sekúndur og halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum.

Nýlega hefur starfsmaður Alþingis greinst með kórónaveiruna, sem og lögreglumaður í Vestmannaeyjum. Um 2.400 manns eru nú í sóttkví eftir ferðir til útlanda eða umgengni við sýkta einstaklinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár