Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Grunur um smit í Hagaskóla og 10. bekkur sendur heim

250 stað­fest smit eru á Ís­landi, en sýna­taka Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar benda til þess að þau séu um tí­falt fleiri.

Grunur um smit í Hagaskóla og 10. bekkur sendur heim
Nemendur í Hagaskóla Stór hópur nemenda sést hér í mótmælagöngu í fyrra til að berjast gegn brottflutningi samnemanda síns úr landi. Mynd: Davíð Þór

Nemendur í 10. bekk í Hagaskóla hafa verið sendir heim úr skólanum. Ástæðan er mögulegt smit af COVID-19 hjá einum nemanda. Um er að ræða varúðarráðstöfun og hefur smit ekki verið staðfest. Engar breytingar verða gerðar hjá öðrum bekkjum skólans.

Þá tilkynntu almannavarnir í dag að allir sem kæmu frá útlöndum frá og með morgundeginum færu í tveggja vikna sóttkví.

Samkvæmt nýjustu tölum eru 250 staðfest smit af COVID-19 á Íslandi. Þar af eru konur nákvæmlega helmingur og karlar helmingur tilfella. Mesti fjöldi smitaðra út frá aldri eru 40 til 49 ára, eða 68. Sex einstaklingar yfir sjötugu hafa greinst, en það er mesti áhættuhópurinn, ásamt þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma. Aðeins tvö börn undir tíu ára aldri hafa greinst. Í gær bættust í heildina við 50 greind tilfelli.

Könnun Íslenskrar erfðagreiningar benti til þess að hátt í 1% landsmanna beri smitið. Ef það stæðist væru yfir 3.000 manns með COVID-19 smit á Íslandi í dag, langflest ógreind, með fyrirvara um að úrtak Íslenskrar erfðagreiningar sé lýsandi fyrir þýðið. Rúmlega fjórðungur greindra smita á sér uppruna innanlands og fimmtungur er óþekktur.

Greind smit tóku stökk í gærSmit sem greind voru af Íslenskri erfðagreiningu eru merkt með appelsínugulu.
Smit eftir landshlutumCovid-19 hefur enn sem komið er helst greinst á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.

Samkomubann er í gildi á Íslandi og mega fleiri en hundrað manns ekki koma saman. Fólk er hvatt til þess að skýla munninum með handleggnum ef það hóstar, að snerta ekki andlit sitt, þvo sér oft um hendur með heitu vatni og sápu í 20 sekúndur og halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum.

Nýlega hefur starfsmaður Alþingis greinst með kórónaveiruna, sem og lögreglumaður í Vestmannaeyjum. Um 2.400 manns eru nú í sóttkví eftir ferðir til útlanda eða umgengni við sýkta einstaklinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár