Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björn Leví varar við „skemmdarverkapólitík“ Davíðs Oddssonar í neyðarástandi

Þing­mað­ur Pírata seg­ir að­gerð­ir stjórn­valda til að bregð­ast við COVID-19 hafa ver­ið ágæt­ar. Freist­ing­in til að mis­nota vald sé þó mik­il í þessu ástandi og stjórn­ar­and­staða þurfi að vera heið­ar­leg.

Björn Leví varar við „skemmdarverkapólitík“ Davíðs Oddssonar í neyðarástandi
Björn Leví Gunnarsson Þingmaðurinn segir eftirlit með stjórnvöldum mikilvægara í neyðarástandi. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

„Þótt ég gæti sagt eitt og annað um aðgerðir stjórnvalda á undanförnum dögum þá hafa þær í heildina verið ágætar. Það er alltaf hægt að segja að það þurfi að gera meira, en þess háttar gagnrýni er nákvæmlega sú skemmdarverkastjórnarandstöðufræði sem Davíð Oddsson stundaði.“ Þetta skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í grein í dag í Morgunblaðinu, sem Davíð ritstýrir.

Björn Leví segir „skemmdarverkapólitík“ grafa undan almennu trausti í samfélaginu og fría valdhafa frá ábyrgð í alvarlegum málum. Ekki sé skynsamlegt að stjórnarandstaðan, sem Björn Leví tilheyrir, reyni að gera öll mál tortryggileg í neyðarástandi. „Nú er því rétti tíminn til þess að segja að aðgerðir stjórnvalda hingað til hafa verið góðar og ég veit að það verður meira gert á næstunni,“ skrifar hann. „Ég skil þó óþolinmæði ýmissa hópa að hafa ekki fengið að vera með í ráðum þegar tilkynnt var um fyrstu aðgerðir stjórnvalda. Það þýðir ekki að þau hafi gleymst né séu neðar í forgangsröðuninni. Ég bið því fólk að fylgjast vel með valdhöfum, og líka með stjórnarandstöðu. Pössum upp á að pólitíkin geri slæmt skárra og gott betra. Ekki öfugt.“

Björn Leví útskýrir nánar hvað hann á við með „skemmdarverkapólitík“ og vísar í frægt viðtal við Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra. „Fræðin um stjórnarandstöðu segja: „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Svo var vitnað í Davíð Oddsson í Morgunblaðinu hinn 3. janúar 2001,“ skrifar Björn Leví.

Davíð OddssonDavíð starfaði í minnihluta í Reykjavíkurborg áður en hann varð borgarstjóri, en var aldrei í stjórnarandstöðu á þingi eftir að hann varð forsætisráðherra.

„Fræðin um stjórnarandstöðu eru rugl. Þessi stjórnarandstöðufræði sem núverandi ritstjóri Morgunblaðsins beitti eru ekkert annað en aðvörunin sem strákurinn fékk sem kallaði úlfur, úlfur. Það verður enginn munur á stjórnarandstöðu vegna máls sem er gott eða slæmt. Utan frá lítur út fyrir að galað sé úlfur, úlfur í öllum málum sem gerir það að verkum að lokum að enginn tekur mark á stjórnarandstöðu. Það er auðvitað heppilegast fyrir valdhafa þegar allt kemur til alls. Gagnrýnin verður að bakgrunnssuði og það verður alltaf að kalla hærra og hærra til þess að láta í sér heyra. Afleiðingin er að enginn heyrir og mál sem eru virkilega gagnrýniverð raungerast og kosta okkur formúu fjár eða brjóta á mannréttindum, eins og skipun dómara í Landsrétt og afturvirk skerðing lífeyris,“ bætir hann við.

„Mesta freistingin til þess að misnota vald er nefnilega í neyðarástandi“

Björn Leví segir eftirlitið með aðgerðum stjórnvalda hins vegar mikilvægara í neyðarástandi og stjórnarandstaða með þessum hætti enn alvarlegri. „Mesta freistingin til þess að misnota vald er nefnilega í neyðarástandi,“ skrifar hann. „Þá er mjög auðvelt að réttlæta allt, hvort sem réttlætingin stenst skoðun eða ekki. Neyðin gerir ábyrgð stjórnvalda vegna aðgerða mun meiri sem og gagnrýni stjórnarandstöðu. Að beita aðferðafræðinni „að hjóla í öll mál“, sama hvað, er því sérstaklega óheiðarleg pólitík þegar um neyðarástand er að ræða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár