Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarformaður stærsta hluthafa Arnarlax lýsir af hverju sjókvíaeldi við strendur landa er ekki framtíðin

Atle Ei­de stjórn­ar­formað­ur stærsta hags­mun­að­il­ans í ís­lensku lax­eldi, Salm­ar AS, lýs­ir því hvernig fram­tíð fisk­eld­is liggi ekki í sjókvía­eldi við strend­ur landa. Sam­tím­is vill Salm­ar AS stór­auka lax­eldi í sjókví­um við Ís­lands­strend­ur.

Stjórnarformaður stærsta hluthafa Arnarlax lýsir af hverju sjókvíaeldi við strendur landa er ekki framtíðin
Framtíðin í aflandseldinu Atle Eide, stjórnarformaður Salmar AS sem er stærsti hagsmunaðilinn í íslensku laxeldi, segir að framtíð laxeldis liggi úti á rúmsjó ekki uppi í harða landi líkt og sjókvíaeldið sem Salmar stundar á Íslandi í gegnum Arnarlax.

Stjórnarformaður stærsta hluthafa laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, Atle Eide, segir að framtíð fiskeldis liggi ekki í sjókvíaveldi við strendur landa heldur í aflandseldi úti á rúmsjó. Atle Eide er stjórnarformaður Salmar AS, norska laxeldisrisans sem á meirihluta í Arnarlaxi, og lét hann þessi orð falla á sjávarútvegsráðstefnu í Bergen í Noregi í fyrradag samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðunni Salmon Business.

Stjórnarformaðurinn lýsti því í erindi sínu hvernig Salmar AS leggur nú mikla fjármuni í að þróa tæknilausnir í fiskeldi sem byggja á aflandseldi, að koma risastórum sjávarmannvirkjum fyrir úti á rúmsjó þar sem laxeldið fer fram.  Með þessu verður í komið í veg fyrir helstu neikvæðu umhverfisáhrifin af sjókvíaveldi. 

Samtímis reynir Arnarlax að fá frekari leyfi til að stunda sjókvíaeldi við stendur Íslands, þrátt fyrir að stjórnendur fyrirtækisins telji að framtíð fiskeldis í sjó liggi úti á rúmsjó en ekki upp í harða landi í fjörðum eins og í Noregi og á Íslandi. Fjölþætt vandræði fylgja sjókvíum í fjörðum landa, meðal annars laxalús og slysasleppingar auk laxadauða.

Í kynningu á starfsemi Salmar AS á ráðstefnunni í Bergen er því lýst hvernig fyrirtækið vinni jöfnum höndum á báðum þessum sviðum í dag: Við sjókvíaveldi við strendur landa  annars vegar og svo hins vegar að aflandseldi í sjókvíum úti á rúmsjó hins vegar. 

Sjókvíaeldi á eldislaxi við strendur Íslands er því að hefjast nú af fullum krafti á sama tíma og þessi gerð fiskeldis er á undanhaldi í umræðum um framtíð fiskeldis í heiminum vegna þeirra umhverfisáhrifa sem sjókvíaveldið hefur. 

3 milljónir laxaSalmar AS vinnur nú að þróun tæknilausna í laxeldi eins og þessarar hérna, Mariculture, sem tekið getur 3 milljónir laxa úti á rúmsjó.

Fiskeldisiðnaðurinn gerbreyttur eftir tíu ár

Í erindi sínu í Bergen ræddi Atli Eide meðal annars  um að vaxtamöguleikarnir í fiskeldi væru miklir: „Einungis þrjú prósent af þeim mat sem við neytum í dag kemur úr sjónum. Möguleikarnir eru miklir. Við teljum að Atlantshafið sé eðlilegustu heimkynni Atlantshafslaxsins.“

Vaxtamöguleikarnir sem Atli nefnir liggja hins vegar ekki í auknu sjókvíaveldi við strendur hinna ýmsu landa eins og Noregs, Íslands og Skotlands. Möguleikarnir á auknu strandeldi í Noregi eru til að mynda afar takmarkaðir og eru stjórnvöld hætt að gefa út ný leyfi fyrir nýjum sjókvíum að langmestu leyti. Noregur framleiðir nú þegar meira en milljón tonn af eldislaxi á ári en laxeldisfyrirtækin norsku vilja fimmfalda þessa framleiðslu. 

„Við teljum að fiskeldisiðnaðurinn verði breyttur að verulegu leyti eftir tíu ár miðað við hvernig hann er í dag“

Þessi fimmföldun mun varla eiga sér stað með auknu strandeldi og alls ekki auknu strandeldi í Noregi þar sem norska strandlengjan er nú þegar mett af sjókvíum og Norðmenn hafa fyrir margt löngu áttað sig á neikvæðum afleiðingum sjókvíaeldisins. Síðustu nýju leyfi sem gefin voru út voru boðin upp á uppboði um sumarið 2018 og seld dýrum dómum.

Tilgangurinn að lágmarka umhverfisáhrif

„Möguleikarnir á sjálfbæru laxeldi eru takmarkalausir. En þessir möguleikar krefjast tæknibreytinga. Við teljum að fiskeldisiðnaðurinn verði breyttur að verulegu leyti eftir tíu ár miðað við hvernig hann er í dag,“ sagði Atli Eide í erindi sínu.

Hann vísaði sérstaklega til aflandskvíar sem til stendur að Salmar AS byggi utan fyrir strönd Skotlands í gegnum dótturfélag sitt Scottish Sea Farms. Salmar AS rekur nú þegar eina slíka kví, Ocean Farm 1, 5 kílómetrum fyrir utan ströndum Noregs.  Ástæðan fyrir notkun slíkra aflandskvía er að „lágmarka áhættuna á mengun, laxalús og slysasleppingum“ eins og segir á vefsíðunni Salmon Business. 

Aflandskvíin í Skotlandi mun bera heiti Ocean Farm 2 og verður hún tvöfalt stærri en Ocean Farm 1 í Noregi. „Við viljum fara frá því að smíða stórt yfir í að smíða stærra. […] Þessi verður að öllu leyti staðsettur úti á rúmsjó. Hann verður eins og olíuborpallur. Vonandi getum við byrjað að byggja hann nú í sumar. Við erum að fullklára hönnunina,“ segir Atle Eide. 

Umrædd eldiskví Salmar AS í Skotlandi mun taka um 3 milljónir laxa í einu. Þetta þýðir framleiðslugetu upp á um 18 þúsund tonn sé miðað við að meðaltalssláturstærð á tveggja ári laxi sé sex kíló. Til samanburðar þá voru flutt út 27 þúsund tonn af eldislaxi á Íslandi í fyrra. Tvær slíkar aflandssjókvíar myndu því getað framleitt landsframleiðslu Íslands á eldislaxi, miðað við framleiðsluna í fyrra, og umhverfisáhrifin af slíkri framleiðslu væri lítil í samanburði við sjókvíaeldið sem Salmar AS stundar á Íslandi í gegnum Arnarlax.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár