Tæplega helmingur félaga hefur ekki skráð raunverulega eigendur sína hjá ríkisskattsjóra innan þess frests sem var veittur. Þá hafa þúsundir félaga skráð upplýsingarnar án þess að þær séu undirritaðar, en undirritun getur einungis átt sér stað með rafrænum skilríkjum.
Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segir embætti ríkisskattstjóra að 55,79 prósent allra félaga hafi verið búið að skrá upplýsingar um raunverulega eigendur þegar fresturinn rann út 2. mars. Eftir þann frest er ríkisskattstjóra heimilt að beita félög dagsektum, en embættið hefur ekki gripið til þess úrræðis enn sem komið er. Dagsektirnar geta numið frá 10 þúsund til 500 þúsund krónum á dag og er heimilt að ákveða þær í samhengi við stærð rekstursins.
Þá höfðu 5.149 félög skráð raunverulega eigendur þegar fresturinn rann út án þess þó að skráningin hafi verið undirrituð af eigendunum. Þurfa þeir að skrá sig inn á persónulegu þjónustusvæði einstaklinga hjá ríkisskattstjóra og skrifa …
Athugasemdir