Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Einbýlishúsið sem Björn Ingi keypti með auglýsingainneign ekki lengur í hans eigu

Fyrr­ver­andi út­gef­andi DV og Press­unn­ar keypti hús með kúlu­lán­um frá GAMMA og inn­eign á aug­lýs­ing­um. Fé­lag í eigu fyrr­ver­andi starfs­manns GAMMA eign­að­ist hús­ið eft­ir að þrengja tók að Birni Inga fjár­hags­lega.

Einbýlishúsið sem Björn Ingi keypti með auglýsingainneign ekki lengur í hans eigu
Ekki lengur eigandi Björn Ingi á ekki lengur einbýlishúsið sem var keypt með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Einbýlishús sem Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri vefsíðunnar Viljans og fyrrverandi eigandi fjölmiðlanna Pressunnar og DV, keypti og greiddi fyrir meðal annars með auglýsingasamningi hjá miðlum sínum er ekki lengur í hans eigu. Björn Ingi fékk einnig kúlulán hjá sjóðstýringarfyrirtækinu GAMMA til að fjármagna kaupin. Umrætt einbýlishús komst í eigu félags sem fyrrverandi starfsmaður GAMMA á en hefur nú verið selt aftur. Björn Ingi hefur siglt mikinn öldusjó síðustu misseri en eftir að hafa flogið hátt í viðskiptalífinu hefur hann þurft að sæta því að missa eignir sínar á nauðungaruppboðum, auk þess sem gerð hafa verið hjá honum árangurslaus fjárnám.

Umrætt einbýlishús, sem er 238 fermetrar og stendur við Kirkjustétt í Reykjavík, keypti Björn Ingi með næsta fáheyrðum hætti um mitt ár 2016 af Guðmundi Gauta Reynissyni, einum helsta eiganda Húsgagnahallarinnar. Kaupin voru fáheyrð að því marki að Björn Ingi greiddi Guðmundi Gauta hluta kaupverðsins með 24 milljóna króna auglýsingainneign hjá fjölmiðlum sínum, eins og greint var frá í Stundinni í desember árið 2017. Ætla má að sú auglýsingainneign hafi átt að nýtast Húsgagnahöllinni, Dorma, Betra baki eða öðrum fyrirtækjum sem Guðmundur Gauti átti eða tengdist. Ekki náðist í Guðmund Gauta til að spyrjast fyrir um hvort hann hefði nýtt sér auglýsingainneignina alla.

Fjármagnað með tveimur kúlulánum frá GAMMA

Björn Ingi fékk einnig tvö kúlulán frá sjóðstýringarfyrirtækinu GAMMA til að fjármagna kaupin. Lánin, að upphæð 13 og 22 milljónir króna, fékk Björn Ingi frá sjóðnum GAMMA: Credit Oppurtunity Fund. Lánin sem um ræðir voru veitt til fjögurra og hálfs mánaðar og skyldu þau uppgreidd 30. desember árið 2016. Ári síðar, 8. desember 2017, voru lánin hins vegar enn á veðbandayfirliti hússins að Kirkjustétt. Heildarkaupverð hússins var 97 milljónir króna.

Björn Ingi seldi hins vegar félaginu AH Verktökum ehf. húsið árið 2018, samkvæmt afsali dagsettu 12. febrúar það ár. Samkvæmt afsalinu var þá búið að aflétta lánunum af veðbandayfirliti hússins. Kaupsamningur vegna þeirra viðskipta er hins vegar ekki aðgengilegur og því ekki hægt að fullyrða um hvernig þau viðskipti fóru fram eða hvað AH Verktakar greiddu fyrir húsið.

Kaupverð fæst ekki uppgefið

AH Verktakar er í eigu þeirra Arnars Haukssonar og föður hans, Hauks Halldórssonar. Arnar er fyrrverandi starfsmaður GAMMA og bróðir Gísla Haukssonar, stofnanda GAMMA og forstjóra þess allt þar til í mars árið 2018. Stundin hafði samband við Arnar og spurðist fyrir um hvernig það hefði komið til að félag hans hefði eignast húsið að Kirkjustétt. Arnar svaraði því til að hann hefði frétt af því að Björn Ingi vildi selja húsið og það hefði verið keypt í gegnum félagið AH Verktaka. Spurður hvert kaupverðið á húsinu var vildi Arnar engu svara um það og sagði það trúnaðarmál. Sem fyrr segir var kaupverð hússins 97 milljónir króna þegar Björn Ingi keypti það. Arnar sagði jafnframt að kaup félags hans á húsinu að Kirkjustétt tengdust á engan hátt lánveitingum GAMMA til Björns Inga.

AH Verktakar seldu svo húsið til hjónanna Þorláks Morthens, Tolla, og Guðrúnar Magnúsdóttur og er afsal þess efnis frá 8. janúar síðastliðnum. Kaupsamningur er ekki aðgengilegur og því ekki opinbert hvert kaupverð hússins var í þeim viðskiptum. Arnar Hauksson vildi heldur ekki tjá sig um það þegar Stundin leitaði eftir því.

Gjaldþrot og nauðungaruppboð

Stundin hefur áður fjallað um viðskipti og fjárhagsvandræði Björns Inga Hrafnssonar. Eftir að fjölmiðlafyrirtæki hans, Pressan og DV, urðu gjaldþrota hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot. Rannsóknin tengdist millifærslum frá fyrirtækjunum yfir á hans eigin reikninga en þeirri rannsókn lauk í febrúar á síðasta ári án þess að ástæða væri talin til að aðhafast í málinu.

Í janúar síðastliðnum voru fjórar eignir Björns Inga að Másstöðum í Hvalfjarðarsveit boðnar upp að beiðni ríkisskattstjóra, Hvalfjarðarsveitar, Vátryggingafélags Íslands, sýslumannsins á Vesturlandi, Landsbankans og Íslandsbanka. Foreldrar Björns Inga búa á Másstöðum og seldu syni sínum eignirnar. Í febrúar voru svo tvær sumarbústaðajarðir í eigu félags Björns Inga, Kringluturnsins ehf., sem hann á með viðskiptafélaga sínum, Arnari Ægissyni, boðnar upp að kröfu Grímsnes- og Grafningshrepps. Aðra jörðina keypti Ferðahúsið ehf. á 220 þúsund krónur en uppboð á hinni jörðinni var afturkallað.

Þá féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands 19. febrúar síðastliðinn þar sem Birni Inga var gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. 80 milljónir króna. Dómurinn féllst á að veðsetningu á eignum félagsins, sem gerð var með lánssamningi milli Pressunnar og Björns Inga, yrði rift. Í dómnum segir að ekkert hafi komið fram um að Björn Ingi hafi í raun og sann lánað Pressunni umrædda fjármuni.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár