Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Einbýlishúsið sem Björn Ingi keypti með auglýsingainneign ekki lengur í hans eigu

Fyrr­ver­andi út­gef­andi DV og Press­unn­ar keypti hús með kúlu­lán­um frá GAMMA og inn­eign á aug­lýs­ing­um. Fé­lag í eigu fyrr­ver­andi starfs­manns GAMMA eign­að­ist hús­ið eft­ir að þrengja tók að Birni Inga fjár­hags­lega.

Einbýlishúsið sem Björn Ingi keypti með auglýsingainneign ekki lengur í hans eigu
Ekki lengur eigandi Björn Ingi á ekki lengur einbýlishúsið sem var keypt með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Einbýlishús sem Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri vefsíðunnar Viljans og fyrrverandi eigandi fjölmiðlanna Pressunnar og DV, keypti og greiddi fyrir meðal annars með auglýsingasamningi hjá miðlum sínum er ekki lengur í hans eigu. Björn Ingi fékk einnig kúlulán hjá sjóðstýringarfyrirtækinu GAMMA til að fjármagna kaupin. Umrætt einbýlishús komst í eigu félags sem fyrrverandi starfsmaður GAMMA á en hefur nú verið selt aftur. Björn Ingi hefur siglt mikinn öldusjó síðustu misseri en eftir að hafa flogið hátt í viðskiptalífinu hefur hann þurft að sæta því að missa eignir sínar á nauðungaruppboðum, auk þess sem gerð hafa verið hjá honum árangurslaus fjárnám.

Umrætt einbýlishús, sem er 238 fermetrar og stendur við Kirkjustétt í Reykjavík, keypti Björn Ingi með næsta fáheyrðum hætti um mitt ár 2016 af Guðmundi Gauta Reynissyni, einum helsta eiganda Húsgagnahallarinnar. Kaupin voru fáheyrð að því marki að Björn Ingi greiddi Guðmundi Gauta hluta kaupverðsins með 24 milljóna króna auglýsingainneign hjá fjölmiðlum sínum, eins og greint var frá í Stundinni í desember árið 2017. Ætla má að sú auglýsingainneign hafi átt að nýtast Húsgagnahöllinni, Dorma, Betra baki eða öðrum fyrirtækjum sem Guðmundur Gauti átti eða tengdist. Ekki náðist í Guðmund Gauta til að spyrjast fyrir um hvort hann hefði nýtt sér auglýsingainneignina alla.

Fjármagnað með tveimur kúlulánum frá GAMMA

Björn Ingi fékk einnig tvö kúlulán frá sjóðstýringarfyrirtækinu GAMMA til að fjármagna kaupin. Lánin, að upphæð 13 og 22 milljónir króna, fékk Björn Ingi frá sjóðnum GAMMA: Credit Oppurtunity Fund. Lánin sem um ræðir voru veitt til fjögurra og hálfs mánaðar og skyldu þau uppgreidd 30. desember árið 2016. Ári síðar, 8. desember 2017, voru lánin hins vegar enn á veðbandayfirliti hússins að Kirkjustétt. Heildarkaupverð hússins var 97 milljónir króna.

Björn Ingi seldi hins vegar félaginu AH Verktökum ehf. húsið árið 2018, samkvæmt afsali dagsettu 12. febrúar það ár. Samkvæmt afsalinu var þá búið að aflétta lánunum af veðbandayfirliti hússins. Kaupsamningur vegna þeirra viðskipta er hins vegar ekki aðgengilegur og því ekki hægt að fullyrða um hvernig þau viðskipti fóru fram eða hvað AH Verktakar greiddu fyrir húsið.

Kaupverð fæst ekki uppgefið

AH Verktakar er í eigu þeirra Arnars Haukssonar og föður hans, Hauks Halldórssonar. Arnar er fyrrverandi starfsmaður GAMMA og bróðir Gísla Haukssonar, stofnanda GAMMA og forstjóra þess allt þar til í mars árið 2018. Stundin hafði samband við Arnar og spurðist fyrir um hvernig það hefði komið til að félag hans hefði eignast húsið að Kirkjustétt. Arnar svaraði því til að hann hefði frétt af því að Björn Ingi vildi selja húsið og það hefði verið keypt í gegnum félagið AH Verktaka. Spurður hvert kaupverðið á húsinu var vildi Arnar engu svara um það og sagði það trúnaðarmál. Sem fyrr segir var kaupverð hússins 97 milljónir króna þegar Björn Ingi keypti það. Arnar sagði jafnframt að kaup félags hans á húsinu að Kirkjustétt tengdust á engan hátt lánveitingum GAMMA til Björns Inga.

AH Verktakar seldu svo húsið til hjónanna Þorláks Morthens, Tolla, og Guðrúnar Magnúsdóttur og er afsal þess efnis frá 8. janúar síðastliðnum. Kaupsamningur er ekki aðgengilegur og því ekki opinbert hvert kaupverð hússins var í þeim viðskiptum. Arnar Hauksson vildi heldur ekki tjá sig um það þegar Stundin leitaði eftir því.

Gjaldþrot og nauðungaruppboð

Stundin hefur áður fjallað um viðskipti og fjárhagsvandræði Björns Inga Hrafnssonar. Eftir að fjölmiðlafyrirtæki hans, Pressan og DV, urðu gjaldþrota hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot. Rannsóknin tengdist millifærslum frá fyrirtækjunum yfir á hans eigin reikninga en þeirri rannsókn lauk í febrúar á síðasta ári án þess að ástæða væri talin til að aðhafast í málinu.

Í janúar síðastliðnum voru fjórar eignir Björns Inga að Másstöðum í Hvalfjarðarsveit boðnar upp að beiðni ríkisskattstjóra, Hvalfjarðarsveitar, Vátryggingafélags Íslands, sýslumannsins á Vesturlandi, Landsbankans og Íslandsbanka. Foreldrar Björns Inga búa á Másstöðum og seldu syni sínum eignirnar. Í febrúar voru svo tvær sumarbústaðajarðir í eigu félags Björns Inga, Kringluturnsins ehf., sem hann á með viðskiptafélaga sínum, Arnari Ægissyni, boðnar upp að kröfu Grímsnes- og Grafningshrepps. Aðra jörðina keypti Ferðahúsið ehf. á 220 þúsund krónur en uppboð á hinni jörðinni var afturkallað.

Þá féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands 19. febrúar síðastliðinn þar sem Birni Inga var gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. 80 milljónir króna. Dómurinn féllst á að veðsetningu á eignum félagsins, sem gerð var með lánssamningi milli Pressunnar og Björns Inga, yrði rift. Í dómnum segir að ekkert hafi komið fram um að Björn Ingi hafi í raun og sann lánað Pressunni umrædda fjármuni.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár