Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Börn verða send til Grikklands í fyrsta sinn á morgun

Ung­ir for­eldr­ar frá Ír­ak með fjög­ur börn verða að óbreyttu send­ir til Grikk­lands á morg­un. Þrátt fyr­ir að mörg­um fjöl­skyld­um hafi að und­an­förnu ver­ið synj­að um vernd hér hef­ur ekk­ert barn ver­ið sent til Grikk­lands, enn sem kom­ið er. Tals­mað­ur Rauða kross­ins seg­ir mik­ið óvissu­ástand ríkja þar. Þrjú Evr­ópu­ríki hafa tek­ið ákvörð­un um að taka við fólki frá Grikklandi, vegna þess.

Börn verða send til Grikklands í fyrsta sinn á morgun
Flóttabörn á Lesbos Íslensk stjórnvöld hafa hingað til ekki sent börn frá Íslandi til Grikklands en nú hafa að minnsta kosti fimm fjölskyldur fengið tilkynningu um að íslensk stjórnvöld muni flytja þau til Grikklands á næstu dögum og vikum. Mynd: Mstyslav Chernov / Wikimedia commons

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt fimm fjölskyldum að þær verði sendar á næstunni til Grikklands þar sem þær hafa fengið alþjóðlega vernd. Rauði krossinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem þegar hafa fengið hafa stöðu sína viðurkennda í Grikklandi, er mótmælt. Ástandið í Grikklandi sé hræðilegt.

Fyrstu einstaklingarnir af þessum fimm fjölskyldum sem um ræðir eru systkinin Ali, Kayan, Saja og Jadin, ásamt foreldrum sínum sem fæddir eru 1993 og 1995. Þau hafa fengið tilkynningu um að þau verði flutt úr landi á morgun. Haldinn var mótmælafundur við dómsmálaráðuneytið í gær, þar sem brottflutningi þeirra, og annarra fjölskyldna, var mótmælt. Þá hafa rúmlega 5.000 manns skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva brottvísun fjölskyldunnar, sem er frá Írak en fékk alþjóðlega vernd í Grikklandi, þar sem hún hafði búið við ofbeldi og pyntingar í Írak. Fólkið flúði svo Grikkland og kom til Íslands, vegna afar erfiðra aðstæðna sinna þar. 

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi Íslands, segir það skjóta skökku við ef stjórnvöld velji að framfylgja úrskurði sínum á þessum tímapunkti, þegar enn meiri óvissa en áður ríkir um ástandið í Grikklandi, sem lengi hafi verið slæmt. „Það eru nýmæli að ákvörðun um úrskurði sé framfylgt með þessum hætti. Mál fjölskyldufólks hafa hingað til fallið á tímafrestum, sem hefur tryggt þeim efnismeðferð hér,“ bendir hann á. „Svo má benda á að að minnsta kosti þrjú Evrópuríki, Finnland, Frakkland og Portúgal, hafa nýlega ákveðið að taka við flóttafólki frá Grikklandi, sem segir sína sögu um ástandið. Eins og það horfir við okkur í dag finnst okkur enn minna tilefni en áður að taka upp endursendingar til Grikklands.“

Atli Viðar ThorstensenSviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi Íslands segir óverjandi að senda fjölskyldur til Grikklands eins og ástandið er þar núna.

Fjölskyldurnar sem um ræðir hafa allar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi.  „Það er búið að viðurkenna stöðu þeirra sem flóttafólks þar en aðstæður í Grikklandi eru þannig, að fólk í þeirra stöðu fær almennt ekki notið mannréttinda sinna. Því er í orði tryggt aðgengi heilbrigðisþjónustu, menntun og svo framvegis en reyndin er önnur og margar hindranir sem verða á vegi fólks. Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt að aðstæður hælisleitenda í Grikklandi séu með þeim hætti að ekki sé boðlegt að senda þá til baka. Margir hafa bent á að aðstæður þeirra sem hafa fengið vernd séu síst betri en þeirra sem eru enn í umsóknarferli, því þegar því ferli sleppir er sú takmarkaða aðstoð sem var í boði áður dottin út.“

Hann bendir á að fulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafi heimsótt Grikkland fyrir nokkru og skoðað flóttamannabúðir þar. Aðstæður þar hafi verið með öllu óboðlegar. „Ef aðstæður þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd megi jafna við stöðu þeirra sem við sáum þar, eða séu jafnvel verri, þá er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta að senda fjölskyldur þangað.“ 

Í yfirlýsingunni frá Rauða krossinum segir meðal annars: „Á sama tíma berast fregnir af hræðilegu ástandi við Miðjarðarhaf, t.a.m. drukknun ungs drengs þegar hann og fjölskylda hans fóru yfir hafið frá Tyrklandi á ótryggum bát“ og: „Þá er afar viðkvæmt ástand við landamæri Tyrklands og Grikklands þar sem fréttir herma að um 13.000 flóttamenn bíði inngöngu. Þá berast einnig fregnir af harðræði grísku lögreglunnar og öðrum yfirvöldum og að fólki sé meinað inngöngu. Mikil ólga og andúð fólks í Grikklandi á flóttafólki er einnig áberandi í fjölmiðlum sem ætla má að fari aðeins vaxandi.“

Atli segir að skilaboðum Rauða krossins hafi verið komið skýrt á framfæri við stjórnvöld en: „Við höfum ekki séð nein skýr merki um að breytinga sé að vænta en trúum ekki öðru en að fallið verði frá þessu, að fólk verði ekki endursent til Grikklands á meðan aðstæður eru svo slæmar  eins og raun ber vitni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár