Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, seg­ir Helgu Björg Ragn­ars­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara áreita sig og ögra sér svo að um einelti sé að ræða.

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vigdís Hauksdóttir hefur sent Vinnueftirlitinu kvörtun vegna þess sem hún segir að sé einelti og áreiti í sinn garð af hálfu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Ástæðan fyrir kvörtun Vigdísar nú er sú að Helga Björg hefur setið síðustu tvo fundi borgarráðs og er það Vigdísi til ama sökum forsögu þeirra tveggja. Hefur Vigdís að eigin sögn óskað eftir því að Helga Björg sitji ekki umrædda fundi en við því hefur ekki verið orðið.

Á sér langa forsögu

Forsaga málsins er sú að í júlí 2017 var Reykjavíkurborg gert að greiða starfsmanni ráðhúss Reykjavíkur, undirmanni Helgu Bjargar, skaðabætur vegna slæmrar framkomu Helgu Bjargar í hans garð. Þá var skrifleg áminning sem starfsmanninum hafði verið veitt ógilt. Í dómsorði sagði dómari meðal annars eftirfarandi: „Um þá skil­yrðis­lausu hlýðni sem skrif­stofu­stjór­inn virðist ætla af stefn­anda verður sagt það eitt að þrátt fyr­ir stjórn­un­ar­rétt ann­ars og hlýðniskyldu hins eru und­ir­menn ekki dýr í hring­leika­húsi yf­ir­manna sinna.“

Frá því að umræddur dómur var kveðinn upp hefur verið afar grunnt á því góða í ráðhúsinu. Það má ekki síst rekja til þess að Vigdís tjáði sig um dóminn á opinberum vettvangi. Hlaut hún meðal annars bágt fyrir hjá Stefáni Eiríkssyni, þáverandi borgarritara, sem mun hafa sent Vigdísi tölvupóst 10. ágúst 2017 þar sem hann gagnrýndi framgöngu hennar. Taldi Vigdís að með bréfaskrifunum hefði Stefán haft í hótunum við hana.

Um mitt ár í fyrra hóf eineltis- og áreitnisteymi ráðhúss Reykjavíkur að rannsaka kvartanir Helgu Bjargar vegna framgöngu Vigdísar í sinn garð. Meðal annars var Vigdísi þá sent í ábyrgðarpósti um 100 blaðsíðna erindi þess vegna. Í desember síðastliðnum vísaði teymið ásökunum Helgu Bjargar til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og er málið þar til meðferðar.

Segir Helgu Björg hafa reynt að sverta mannorð sitt

Vigdís birtir erindi sitt til Vinnueftirlitsins á Facebook-síðu sinni og segir að hún sé knúin til að leggja fram formlega kvörtun vegna Helgu Bjargar. Hún sé kjörinn fulltrúi og beri sem slíkri að sitja fundi í ráðum sem hún sé kjörin í. „Forsaga þessa máls er að ég las upp úr héraðsdómi í borgarstjórn þar sem segir í dómsorði að yfirmenn mega ekki koma fram við undirmenn sína eins og dýr í hringleikahúsi. Síðan þá hefur þessi aðili ráðist að mér í fjölmiðlum og reynt að sverta mannorð mitt. Hún ber mig þungum sökum og sakar mig um einelti þrátt fyrir að hafa einungis hitt mig tvisvar eða þrisvar þegar hún setti málið af stað.“

„Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð“

Vigdís segir að í þessu ljósi og í ljósi þess að mál á hendur henni sé nú til meðferðar hjá siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telji hún óásættanlegt fyrir sig að Helga Björg sé farin að mæta á fundi borgarráðs.

„Hvernig má það vera að hún sækist í að sitja sömu fundi og ég sem er meintur „gerandi og ofbeldismaður“ í málinu.“

Segir Vigdís að hún hafi óskað eftir því að Helga Björg víki af fundunum en ekki hafi verið við því orðið. Allir embættismenn borgarinnar séu með staðgengla og samkvæmt öllum eineltisfræðum ætti Helga Björg að forðast að vera í návist hennar.

„Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð.

Ég óska eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í þessu sérstæða máli.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu