Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, seg­ir Helgu Björg Ragn­ars­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara áreita sig og ögra sér svo að um einelti sé að ræða.

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vigdís Hauksdóttir hefur sent Vinnueftirlitinu kvörtun vegna þess sem hún segir að sé einelti og áreiti í sinn garð af hálfu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Ástæðan fyrir kvörtun Vigdísar nú er sú að Helga Björg hefur setið síðustu tvo fundi borgarráðs og er það Vigdísi til ama sökum forsögu þeirra tveggja. Hefur Vigdís að eigin sögn óskað eftir því að Helga Björg sitji ekki umrædda fundi en við því hefur ekki verið orðið.

Á sér langa forsögu

Forsaga málsins er sú að í júlí 2017 var Reykjavíkurborg gert að greiða starfsmanni ráðhúss Reykjavíkur, undirmanni Helgu Bjargar, skaðabætur vegna slæmrar framkomu Helgu Bjargar í hans garð. Þá var skrifleg áminning sem starfsmanninum hafði verið veitt ógilt. Í dómsorði sagði dómari meðal annars eftirfarandi: „Um þá skil­yrðis­lausu hlýðni sem skrif­stofu­stjór­inn virðist ætla af stefn­anda verður sagt það eitt að þrátt fyr­ir stjórn­un­ar­rétt ann­ars og hlýðniskyldu hins eru und­ir­menn ekki dýr í hring­leika­húsi yf­ir­manna sinna.“

Frá því að umræddur dómur var kveðinn upp hefur verið afar grunnt á því góða í ráðhúsinu. Það má ekki síst rekja til þess að Vigdís tjáði sig um dóminn á opinberum vettvangi. Hlaut hún meðal annars bágt fyrir hjá Stefáni Eiríkssyni, þáverandi borgarritara, sem mun hafa sent Vigdísi tölvupóst 10. ágúst 2017 þar sem hann gagnrýndi framgöngu hennar. Taldi Vigdís að með bréfaskrifunum hefði Stefán haft í hótunum við hana.

Um mitt ár í fyrra hóf eineltis- og áreitnisteymi ráðhúss Reykjavíkur að rannsaka kvartanir Helgu Bjargar vegna framgöngu Vigdísar í sinn garð. Meðal annars var Vigdísi þá sent í ábyrgðarpósti um 100 blaðsíðna erindi þess vegna. Í desember síðastliðnum vísaði teymið ásökunum Helgu Bjargar til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og er málið þar til meðferðar.

Segir Helgu Björg hafa reynt að sverta mannorð sitt

Vigdís birtir erindi sitt til Vinnueftirlitsins á Facebook-síðu sinni og segir að hún sé knúin til að leggja fram formlega kvörtun vegna Helgu Bjargar. Hún sé kjörinn fulltrúi og beri sem slíkri að sitja fundi í ráðum sem hún sé kjörin í. „Forsaga þessa máls er að ég las upp úr héraðsdómi í borgarstjórn þar sem segir í dómsorði að yfirmenn mega ekki koma fram við undirmenn sína eins og dýr í hringleikahúsi. Síðan þá hefur þessi aðili ráðist að mér í fjölmiðlum og reynt að sverta mannorð mitt. Hún ber mig þungum sökum og sakar mig um einelti þrátt fyrir að hafa einungis hitt mig tvisvar eða þrisvar þegar hún setti málið af stað.“

„Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð“

Vigdís segir að í þessu ljósi og í ljósi þess að mál á hendur henni sé nú til meðferðar hjá siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telji hún óásættanlegt fyrir sig að Helga Björg sé farin að mæta á fundi borgarráðs.

„Hvernig má það vera að hún sækist í að sitja sömu fundi og ég sem er meintur „gerandi og ofbeldismaður“ í málinu.“

Segir Vigdís að hún hafi óskað eftir því að Helga Björg víki af fundunum en ekki hafi verið við því orðið. Allir embættismenn borgarinnar séu með staðgengla og samkvæmt öllum eineltisfræðum ætti Helga Björg að forðast að vera í návist hennar.

„Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð.

Ég óska eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í þessu sérstæða máli.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár