Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, seg­ir Helgu Björg Ragn­ars­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara áreita sig og ögra sér svo að um einelti sé að ræða.

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vigdís Hauksdóttir hefur sent Vinnueftirlitinu kvörtun vegna þess sem hún segir að sé einelti og áreiti í sinn garð af hálfu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Ástæðan fyrir kvörtun Vigdísar nú er sú að Helga Björg hefur setið síðustu tvo fundi borgarráðs og er það Vigdísi til ama sökum forsögu þeirra tveggja. Hefur Vigdís að eigin sögn óskað eftir því að Helga Björg sitji ekki umrædda fundi en við því hefur ekki verið orðið.

Á sér langa forsögu

Forsaga málsins er sú að í júlí 2017 var Reykjavíkurborg gert að greiða starfsmanni ráðhúss Reykjavíkur, undirmanni Helgu Bjargar, skaðabætur vegna slæmrar framkomu Helgu Bjargar í hans garð. Þá var skrifleg áminning sem starfsmanninum hafði verið veitt ógilt. Í dómsorði sagði dómari meðal annars eftirfarandi: „Um þá skil­yrðis­lausu hlýðni sem skrif­stofu­stjór­inn virðist ætla af stefn­anda verður sagt það eitt að þrátt fyr­ir stjórn­un­ar­rétt ann­ars og hlýðniskyldu hins eru und­ir­menn ekki dýr í hring­leika­húsi yf­ir­manna sinna.“

Frá því að umræddur dómur var kveðinn upp hefur verið afar grunnt á því góða í ráðhúsinu. Það má ekki síst rekja til þess að Vigdís tjáði sig um dóminn á opinberum vettvangi. Hlaut hún meðal annars bágt fyrir hjá Stefáni Eiríkssyni, þáverandi borgarritara, sem mun hafa sent Vigdísi tölvupóst 10. ágúst 2017 þar sem hann gagnrýndi framgöngu hennar. Taldi Vigdís að með bréfaskrifunum hefði Stefán haft í hótunum við hana.

Um mitt ár í fyrra hóf eineltis- og áreitnisteymi ráðhúss Reykjavíkur að rannsaka kvartanir Helgu Bjargar vegna framgöngu Vigdísar í sinn garð. Meðal annars var Vigdísi þá sent í ábyrgðarpósti um 100 blaðsíðna erindi þess vegna. Í desember síðastliðnum vísaði teymið ásökunum Helgu Bjargar til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og er málið þar til meðferðar.

Segir Helgu Björg hafa reynt að sverta mannorð sitt

Vigdís birtir erindi sitt til Vinnueftirlitsins á Facebook-síðu sinni og segir að hún sé knúin til að leggja fram formlega kvörtun vegna Helgu Bjargar. Hún sé kjörinn fulltrúi og beri sem slíkri að sitja fundi í ráðum sem hún sé kjörin í. „Forsaga þessa máls er að ég las upp úr héraðsdómi í borgarstjórn þar sem segir í dómsorði að yfirmenn mega ekki koma fram við undirmenn sína eins og dýr í hringleikahúsi. Síðan þá hefur þessi aðili ráðist að mér í fjölmiðlum og reynt að sverta mannorð mitt. Hún ber mig þungum sökum og sakar mig um einelti þrátt fyrir að hafa einungis hitt mig tvisvar eða þrisvar þegar hún setti málið af stað.“

„Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð“

Vigdís segir að í þessu ljósi og í ljósi þess að mál á hendur henni sé nú til meðferðar hjá siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telji hún óásættanlegt fyrir sig að Helga Björg sé farin að mæta á fundi borgarráðs.

„Hvernig má það vera að hún sækist í að sitja sömu fundi og ég sem er meintur „gerandi og ofbeldismaður“ í málinu.“

Segir Vigdís að hún hafi óskað eftir því að Helga Björg víki af fundunum en ekki hafi verið við því orðið. Allir embættismenn borgarinnar séu með staðgengla og samkvæmt öllum eineltisfræðum ætti Helga Björg að forðast að vera í návist hennar.

„Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð.

Ég óska eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í þessu sérstæða máli.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár