Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, seg­ir Helgu Björg Ragn­ars­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara áreita sig og ögra sér svo að um einelti sé að ræða.

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vigdís Hauksdóttir hefur sent Vinnueftirlitinu kvörtun vegna þess sem hún segir að sé einelti og áreiti í sinn garð af hálfu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Ástæðan fyrir kvörtun Vigdísar nú er sú að Helga Björg hefur setið síðustu tvo fundi borgarráðs og er það Vigdísi til ama sökum forsögu þeirra tveggja. Hefur Vigdís að eigin sögn óskað eftir því að Helga Björg sitji ekki umrædda fundi en við því hefur ekki verið orðið.

Á sér langa forsögu

Forsaga málsins er sú að í júlí 2017 var Reykjavíkurborg gert að greiða starfsmanni ráðhúss Reykjavíkur, undirmanni Helgu Bjargar, skaðabætur vegna slæmrar framkomu Helgu Bjargar í hans garð. Þá var skrifleg áminning sem starfsmanninum hafði verið veitt ógilt. Í dómsorði sagði dómari meðal annars eftirfarandi: „Um þá skil­yrðis­lausu hlýðni sem skrif­stofu­stjór­inn virðist ætla af stefn­anda verður sagt það eitt að þrátt fyr­ir stjórn­un­ar­rétt ann­ars og hlýðniskyldu hins eru und­ir­menn ekki dýr í hring­leika­húsi yf­ir­manna sinna.“

Frá því að umræddur dómur var kveðinn upp hefur verið afar grunnt á því góða í ráðhúsinu. Það má ekki síst rekja til þess að Vigdís tjáði sig um dóminn á opinberum vettvangi. Hlaut hún meðal annars bágt fyrir hjá Stefáni Eiríkssyni, þáverandi borgarritara, sem mun hafa sent Vigdísi tölvupóst 10. ágúst 2017 þar sem hann gagnrýndi framgöngu hennar. Taldi Vigdís að með bréfaskrifunum hefði Stefán haft í hótunum við hana.

Um mitt ár í fyrra hóf eineltis- og áreitnisteymi ráðhúss Reykjavíkur að rannsaka kvartanir Helgu Bjargar vegna framgöngu Vigdísar í sinn garð. Meðal annars var Vigdísi þá sent í ábyrgðarpósti um 100 blaðsíðna erindi þess vegna. Í desember síðastliðnum vísaði teymið ásökunum Helgu Bjargar til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og er málið þar til meðferðar.

Segir Helgu Björg hafa reynt að sverta mannorð sitt

Vigdís birtir erindi sitt til Vinnueftirlitsins á Facebook-síðu sinni og segir að hún sé knúin til að leggja fram formlega kvörtun vegna Helgu Bjargar. Hún sé kjörinn fulltrúi og beri sem slíkri að sitja fundi í ráðum sem hún sé kjörin í. „Forsaga þessa máls er að ég las upp úr héraðsdómi í borgarstjórn þar sem segir í dómsorði að yfirmenn mega ekki koma fram við undirmenn sína eins og dýr í hringleikahúsi. Síðan þá hefur þessi aðili ráðist að mér í fjölmiðlum og reynt að sverta mannorð mitt. Hún ber mig þungum sökum og sakar mig um einelti þrátt fyrir að hafa einungis hitt mig tvisvar eða þrisvar þegar hún setti málið af stað.“

„Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð“

Vigdís segir að í þessu ljósi og í ljósi þess að mál á hendur henni sé nú til meðferðar hjá siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telji hún óásættanlegt fyrir sig að Helga Björg sé farin að mæta á fundi borgarráðs.

„Hvernig má það vera að hún sækist í að sitja sömu fundi og ég sem er meintur „gerandi og ofbeldismaður“ í málinu.“

Segir Vigdís að hún hafi óskað eftir því að Helga Björg víki af fundunum en ekki hafi verið við því orðið. Allir embættismenn borgarinnar séu með staðgengla og samkvæmt öllum eineltisfræðum ætti Helga Björg að forðast að vera í návist hennar.

„Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð.

Ég óska eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í þessu sérstæða máli.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár