Um þetta fallega landslag í Reykjavík – sólin á flóanum, blá fjöll, endalaust myrkur, endalaust ljós, endalaus úrkoma, brjálað og rólegt haf, þögn sem vindurinn kæfir – gangadyr eða hlið eða gáttir eða op eða hola að ljóðheimum. Skáldin eiga passa, vegabréfsáritun fæst með höppum og glöppum, öllum frítt að banka upp á.
Ef til er einmana nótt
þá lá hún hjá mér
á votum kodda
og strauk hár mitt.
Yrkir Ásdís Óladóttir í ljóðabókinni Haustmáltíð (1998). Úr nýjustu bókinni, Óstöðvandi skilaboð, áttundu frumsömdu ljóðabók Ásdísar og kemur út í apríl, vel ég – tilviljunarkennt – því ég gæti valið allt – ljóðið Afhverju:
Ský á himni og gítar
sem guð hefur gleymt
og tunglið starir á mig
spyrjandi í kaldri þögn.
Vaki áfram
og neita að svara.
Í öllum heimshlutum jafnt vex garður, eða vaxa garðar, í ljóðum. Kannski er það frumgarðurinn. Óskandi væri, óskar …
Athugasemdir