Guðrún Hannesdóttir skáld, myndlistarkona og handhafi íslensku þýðingarverðlaunanna byrjaði ekki að skrifa fyrr en rétti tíminn var kominn og hún fann að nú væri hún tilbúin. Hún ræðir uppvöxtinn, ást, trú og listina, allt það sem skiptir máli í lífinu, það þegar hún reyndi að setja Rauðhettu á svið með rauðri tösku í aðalhlutverki og komst að þeirri niðurstöðu að sólskinið lyktar af vanillu.
Viðtal
Þú verður að eiga textann – og ekki hreyfa vatnið eða snerta veggina
Ég hef búið hér síðan í október árið 2004 og fann strax og ég flutti inn: Hér er andinn, hér vil ég vera. Þannig leið mér líka þegar ég kom fyrst í Stigahlíð 6, þriðju hæð. Enda vorum við þar lengi. Og hér ætlum við að vera, segir Hrönn Hafliðadóttir söngkona, sundkona, fyrrum skjalavörður í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, fyrrum þula í sjónvarpinu og húsmóðir, eiginkona, móðir, amma og langamma, þegar við setjumst til stofuborðs á heimili hennar og bóndans í gamla Vesturbæ.
Viðtal
Til vinnu mæti ég fullskrýddur herklæðum
Það er hávetur. Sundfólkið á Íslandi hefur synt sig út úr dýpsta skammdeginu. Á morgnana birtir fyrr en ljósblár himinn sést ekki oft. Ég keppist við að mæta í sund fyrir fyrsta leiftur og keppnin harðnar. Í sjöttu viku árs ræði ég við sundfólk.
Viðtal
Óskabókin
Lestrarhestar segja frá bókum sem þeir hafa aldrei lesið en dreymir um.
Viðtal
Á meðan menn smíða fiðlur munu bækur koma út
Ásdís Óladóttir var átta ár að skrifa sína fyrstu ljóðabók, en hún hafði þá glímt við erfið veikindi, verið ranglega greind, fengið vitlaus lyf og verið óvinnufær í tvö ár. Veikindin, sem sumir kalla geðklofa en aðrir kalla ofurnæmi, hafa sett mark sitt á líf hennar. Hún ræðir við Kristínu Ómarsdóttur um skáldskapinn og lífið.
Viðtal
Það er dimmt herbergi í mannssálinni
Lilja Sigurðardóttir ræðir skáldskapinn, stöðu bókmennta og sjónvarpshandrit sem hún vinnur að með Baltasar Kormáki, ástina með Margréti Pálu sem hún nánast eltihrelli inn í samband með sér og uppvöxtinn.
Viðtal
Flatneskjan er verst af öllu – mér þykir hún viðsjárverð
Við höldum áfram að rannsaka [kyn]hegðun og líðan kvenna í landinu. Myndlistarkonan Anna Hallin situr fyrir svörum, sem hlustaði á foreldra sína allt þar til hún varð ástfangin og ræðir muninn á einveru og einmanaleika.
Viðtal
Stéttaflakkandi njósnari
Við höldum áfram að rannsaka [kyn]hegðun og líðan kvenna í landinu. Í þetta skipti situr myndlistarkonan Olga Bergmann fyrir svörum. Hún myndar listamannateymið Berghall ásamt Önnu Hallin. Í janúar lauk sýningu þeirra, Fangelsi, í Hafnarborg.
Viðtal
Vitleysan og yfirvegun mín munu sættast þegar ég verð kerling
Í eftirfarandi könnun á almennri líðan og [kyn]hegðun kvenna í skáldaðri borg situr Fríða Ísberg rithöfundur og skáld fyrir svörum. Í haust kom út eftir Fríðu ljóðabókin Leðurjakkaveður. Áður hafa komið út smásagnasafnið Kláði og ljóðabókin Slitför.
Viðtal
Ég myndi hlaupa yfir sjó af glerbrotum
Í nýútkominni skáldsögu minni, Svanafólkið, er aðalpersónunni falið það verkefni að rannsaka [kyn]hegðun og líðan kvenna í landinu. Niðurstöður birtust ekki í bókinni en koma fyrir augum lesenda Stundarinnar. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur situr í þetta skipti fyrir svörum. Í haust kom út fyrsta skáldsaga hennar, Svínshöfuð, en áður hefur hún gefið út tvær ljóðabækur og búið til gjörninga með tvíeykinu Wunderkind Collective ásamt Rakel McMahon myndlistarkonu. Svínshöfuð hefur hlotið mikla athygli og lof og er hvort tveggja tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.
Viðtal
Já, ekki spurning: ég er hér!
Í nýútkominni bók sem heitir Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur og Partus forlag gefur út er aðalpersónunni falið verkefnið að rannsaka hegðun og líðan kvenna í landinu. Af handahófi velur söguhetjan, Elísabet Eva, þátttakendur. Niðurstöður birtust ekki í bókinni en koma þess í stað fyrir augum lesenda Stundarinnar.
Viðtal
Bara lögum þetta!
Í nýútkominni bók sem heitir Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur og Partus forlag gefur út er aðalpersónunni falið verkefnið að rannsaka hegðun og líðan kvenna í landinu. Af handahófi velur söguhetjan, Elísabet Eva, þátttakendur. Niðurstöður birtust ekki í bókinni en koma þess í stað fyrir augum lesenda Stundarinnar.
Mest lesið undanfarið ár
1
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.