Starfandi forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, Björgólfur Jóhannsson, segir að staðhæfingar um að Samherji hafi greitt mútur í Namibíu séu rangar vegna þess að enginn starfsmaður félagsins hafi verið „ákærður eða dæmdur fyrir slíka háttsemi“. Neitun Björgólfs á mútugreiðslum Samherja byggir því á þeirri forsendu að ekkert ákæruvald, hvorki í Namibíu né á Íslandi, hafi séð ástæðu til að ákæra einhvern starfsmann félagsins fyrir mútugreiðslur í Namibíu. Miðað við svör Björgólfs þá byggir sanngildi staðhæfinga um mútugreiðslur Samherja í Namibíu ekki á því sem gögn og heimildir sýna að Samherji gerði heldur á því hvort einhver starfsmaður Samherja verði ákærður og dæmdur fyrir að hafa greitt mútur.
Stundin sendi Björgólfi og Samherja spurningar um túlkanir fyrirtækisins á mútugreiðslum fyrirtækisins í Namibíu í kjölfar þess að fréttastofa RÚV leiðrétti staðhæfingu um þessar mútugreiðslur sem birt var í fréttatíma hjá stofnuninni.
Orðrétt sagði í leiðréttingu fréttastofu RÚV: …
Athugasemdir