Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hundar eru æði

Tara Sif Har­alds­dótt­ir hársnyrt­ir rækt­aði hunda í mörg ár. Hún á tvo hunda í dag, Do­berm­an-hund og Kees­hound-rakka, og lang­ar til að flytja inn tík fyr­ir rakk­ann.

Hundar eru æði

Mér líður vel þegar hundar eru í kringum mig. Ég hef átt hunda næstum því allt mitt líf. Þegar ég var krakki áttum við blending af íslenskum hundi og labrador, sem hét Dimma, og þegar ég var 17 ára og flutti að heiman keypti ég Siberian Husky-hund sem hét Rocky. Mér finnst hundar vera æðislegir félagar og það er skemmtilegt fyrir krakka að alast upp á heimili þar sem eru hundar.

Ég byrjaði að rækta hunda árið 2009. Þá flutti ég inn hund af tegundinni Alaskan Malamute sem voru fáséðir á Íslandi og kom hún Demi frá Bretlandi. Ég hef átt sex Alaskan Malamute í gegnum tíðina sem ég hef notað til ræktunar og hef verið með nokkur got. Svo hafa hundarnir mínir unnið til verðlauna á sýningum hér og erlendis. Í dag á ég Doberman-hund og Keeshound-rakka. Svo langar mig að flytja inn tík fyrir rakkann minn, sem væri þá annar sinnar tegundar á Íslandi.

Ég á stórt land þar sem ég væri til í að gera góða aðstöðu fyrir hundana í framtíðinni. Hundar eru æði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár