Mér líður vel þegar hundar eru í kringum mig. Ég hef átt hunda næstum því allt mitt líf. Þegar ég var krakki áttum við blending af íslenskum hundi og labrador, sem hét Dimma, og þegar ég var 17 ára og flutti að heiman keypti ég Siberian Husky-hund sem hét Rocky. Mér finnst hundar vera æðislegir félagar og það er skemmtilegt fyrir krakka að alast upp á heimili þar sem eru hundar.
Ég byrjaði að rækta hunda árið 2009. Þá flutti ég inn hund af tegundinni Alaskan Malamute sem voru fáséðir á Íslandi og kom hún Demi frá Bretlandi. Ég hef átt sex Alaskan Malamute í gegnum tíðina sem ég hef notað til ræktunar og hef verið með nokkur got. Svo hafa hundarnir mínir unnið til verðlauna á sýningum hér og erlendis. Í dag á ég Doberman-hund og Keeshound-rakka. Svo langar mig að flytja inn tík fyrir rakkann minn, sem væri þá annar sinnar tegundar á Íslandi.
Ég á stórt land þar sem ég væri til í að gera góða aðstöðu fyrir hundana í framtíðinni. Hundar eru æði.
Athugasemdir