Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

„Ör­yggi barna í sam­fé­lag­inu varð­ar okk­ur öll og því er það skylda okk­ar að veita þess­um dreng skjól,“ segja kenn­ar­ar í Hlíða­skóla í áskor­un til dóms­mála­ráð­herra vegna þess að trans­strák­ur­inn Maní frá Ír­an verð­ur flutt­ur úr landi á mánu­dag.

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs
Fjölskyldan frá Íran Shokoufu, Maní og Ardeshir sækjast eftir hæli á Íslandi en íslensk stjórnvöld hafa heimild til að flytja þau aftur til Portúgal án þess að taka umsókn þeirra til meðferðar, á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar. Mynd: Davíð Þór

Fimm kennarar í Hlíðaskóla hafa sent frá sér opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra með áskorun um að bjarga sautján ára transpilti sem gengur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá því að vera fluttur úr landi á mánudaginn.

Íslensk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi taka umsókn hans og fjölskyldu hans um alþjóðlega vernd hér á landi og hefur þeim verið tilkynnt að þau verði flutt úr landi. Þau eru upprunalega frá Íran en komu til Íslands í gegnum Portúgal. Vegna þess að þau komu í gegnum skilgreint öruggt land töldu yfirvöld að mál þeirra félli undir Dyflinnarreglugerðina, sem kveður á um að hælisleitendur geti verið sendir aftur til landsins sem þeir ferðuðust í gegnum, í þessu tilfelli Portúgal.

Skylda til að vernda transbörn

Í samtali við Stundina á föstudag sagði móðir piltsins, Shokoufu, að þau óttist að verða fyrir hefndum. „Við erum í örvæntingarfullri leit að hjálp, en nú er okkur sagt að við þurfum að fara úr landi á mánudaginn,“ sagði hún.

Í yfirlýsingu kennaranna eru stjórnvöld hvött til að senda ekki trans barn, sem býr við öryggi hérlendis, í hættulegar aðstæður.

„Við hvetjum stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína“

„Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól ... Við undirrituð, kennarar í Hlíðaskóla sem sitjum í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetjum stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að senda trans barn, sem nú býr við öryggi í samfélagi sínu, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt.“

Bætt líðan með stuðningi

Sonur Shokoufu og eiginmanns hennar, Ardeshir, heitir Maní.  Maní er transstrákur en hafði ekki lifað sem slíkur áður en hann komst í öryggið á Íslandi. Undanfarna mánuði hefur hann stundað nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kann því vel, jafnvel þó að kennslustundir fari fram á íslensku. „Fyrst eftir að við komum til Íslands bjuggum við í Reykjavík og þá gekk ég ekki í skóla. En eftir að við fluttum til Keflavíkur hef ég gengið í skóla og er búinn að eignast nokkra vini. Það hefur bætt líðan mína mikið,“ sagði hann í Stundinni í gær. Hann hittir sálfræðing reglulega og er kominn í samband við hinsegin samfélagið á Íslandi, sem hann segir hafa hjálpað sér mikið. 

ManíHefur fundið stuðning á Íslandi en óttast brottflutninginn. Ekki var sérstaklega rætt við Maní sjálfan áður en stjórnvöld komust að þeirri niðurstöðu að mál fjölskyldunnar fengi ekki efnislega meðferð hér á landi

Öryggi Maní er á okkar ábyrgð

Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur,dómsmálaráðherra

Ályktun frá kennurum í Hlíðaskóla, skóla sem er leiðandi í málefnum hinsegin barna:

17 ára barn sem kom með foreldrum sínum til landsins bíður þess að vera sent til baka til Portúgal, en þaðan má búast við að fjölskyldan verði send til Íran.

Í þriðju grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að þegar gerðar séu ráðstafanir, sem varði börn, skuli ávallt það hafa forgang sem barni er fyrir bestu.

Barnið sem nú á að senda burt frá Íslandi er trans drengur. Í Hlíðaskóla höfum við undanfarin ár lagt okkur fram við að gera skólaumhverfið að góðum stað fyrir öll börn. Trans börn eru í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi.

Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól. Í frásögnum fjölmiðla höfum við getað lesið að foreldrar sjá jafnvel ástæðu til þess að flytja frá einu byggðalagi til annars til þess að trans barn njóti öryggis í nærumhverfi sínu. Barnið sem nú á að vísa frá Íslandi hefur upplifað öryggi í sínu nærumhverfi hér. Það getur ekki gengið að slíku öryggi í flóttamannabúðum í Portúgal og enn síður í heimalandi sínu, Íran.

Við undirrituð, kennarar í Hlíðaskóla sem sitjum í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetjum stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að senda trans barn, sem nú býr við öryggi í samfélagi sínu, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt.

Hildur Heimisdóttir

Anna Flosadóttir

Hjalti B. Valþórsson

Rakel Guðmundsdóttir

Þórey Þórarinsdóttir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár