Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Starfs­fólk sem hef­ur störf í sorp­hirðu hækk­ar laun sín úr rúm­lega 300 þús­und króna taxta í ríf­lega 476 þús­und krón­ur á mán­uði með föst­um yf­ir­vinnu­greiðsl­um og bón­us fyr­ir að sleppa veik­inda­dög­um. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að sorp­hirðu­fólk fái launa­hækk­un upp í 850 þús­und krón­ur á mán­uði með kröf­um Efl­ing­ar.

Formaður Samtaka atvinnulífsins Gagnrýnir hækkun á launum sorphirðufólks með kröfum Eflingar.

Heildarlaun verkamanns sem hefur störf við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg eru 476.241 krónur á mánuði, að meðtöldum yfirvinnugreiðslum og öðrum greiðslum, til dæmis bónusgreiðslum fyrir að nýta ekki veikindarétt.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tilgreindi í Kastljósi Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld að laun sorphirðufólks myndu hækka úr 630 þúsund krónum á mánuði í 850 þúsund króna mánaðarlaun ef kröfur Eflingar yrðu samþykktar, en þær ganga út á hækkun lægstu taxtalauna umfram lífskjarasamningana.

Sorphirðufólk hækki einnig

Halldór Benjamín mætti Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í Kastljósinu í fyrrakvöld þar sem kjaramálin voru til umræðu, einkum hinn svonefndi lífskjarasamningur en Halldór hélt því fram að Efling hefði lagt til atlögu við hann. 

Halldór Benjamín sagði að Sólveig Anna og hennar félagar kysu að tala eingöngu um kvennastéttir á lágum launum, svo sem starfsfólk leikskóla, en minntist ekki á aðra hópa sem einnig væru í verkfalli þessa dagana. „Sem dæmi, karlastéttin sorphirða eru þarna undir. Og ef þessar kröfur Eflingar ná fram að ganga munu heildarlaun sorphirðufólks fara rétt úr 630 þúsund í 850 þúsund. En Efling kýs að tala ekkert um þetta.“

613 þúsund í meðalheildarlaun

Halldór Benjamín segist í samtali við Stundina hafa mismælt sig í viðtalinu og að launin væru í raun 613 þúsund að meðaltali hjá sorphirðumönnum Reykjavíkurborgar.

„Ég hafði samband við mannauðssvið Reykjavíkurborgar og bað um útreikninga á kröfum Eflingar vegna starfsmanna í sorphirðu, nánar tiltekið meðalheildarlaun í dag og í lok fyrirhugaðs samningstíma. Til svara var Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs. Þær tölur sem hún lét mér í té voru 613 þúsund krónur meðalheildarlaun hjá sorphirðufólki en ef gengið yrði að kröfu Eflingar þá yrðu meðalheildarlaun 850 þúsund krónur í lok samningstímans. Ég mismælti mig í Kastljósi og sagði 630 en átti auðvitað að vera 613 og hækkun í 850 í heildarlaun á mánuði,“ segir Halldór.

Heildarlaun eftir 12 ára vinnu 514 þúsund krónur

Sé horft á kauptaxta verkamanna við sorphirðu samkvæmt kjarasamningum Eflingar við Reykjavíkurborg kemur í ljós að grunnlaun þess sem hefur störf við sorphirðu eru 300.025 krónur á mánuði. Við þau laun bætist yfirvinna sem nemur 9 klukkustundum á viku, og er hún tilgreind í sérstökum kaupaukasamningi milli Eflingar og borgarinnar. Er þar tiltekið að yfirvinna greiðist vegna vinnu að morgni fyrir venjulegt dagvinnutímabil og einnig fyrir vinnu í matar- og kaffitímum. Umrædd laun fyrir yfirvinnu nema 121.505 krónum á mánuði. 

Þá fá allir þeir sem starfa við sorphirðu fyrir borgina greidda kaupauka fyrir hvern dag sem þeir mæta til vinnu. Sá kaupauki er ekki greiddur við veikindi eða þegar um aðrar fjarvistir er að ræða. Kaupaukinn nemur 2.524,72 krónum og má því reikna með að heildar kaupauki á mánuði nemi 54.711 krónum, séu ekki um neinar fjarvistir að ræða.

Því eru heildarlaun sorphirðumanns sem hefur störf hjá borginni 476.241 krónur á mánuði. Grunnlaun verkamanns sem hefur tólf ára starfsreynslu við sorphirðu eru 327.027 krónur og heildarlaun með yfirvinnu og kaupauka nema 514.178 krónum á mánuði. Þá eru grunnlaun þess sem hefur störf sem flokksstjóri við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg 355.705 krónur. Sá fær greiddar 15 yfirvinnustundir á viku og nema yfirvinnugreiðslur því 240.091 krónu. Heildarlaun flokksstjóra, með kaupauka eru því 650.508 krónur á mánuði.

Greiðslur úr pottum ekki í hendi

Við lok árs eru veikindafjarvistir teknar saman og þeim starfsmönnum sem eru í fullu starfi 1.desember hvert ár greitt úr potti sökum þess að starfsmenn taka á sig óbættar veikindafjarvistir. Hið sama á við ef starfsmannaskortur hefur verið á einhverjum tíma á árinu, þá er starfsmönnum greitt úr potti samkvæmt ákveðinni reiknireglu. Þessar greiðslur eru hins vegar tilfallandi, hafi til að mynda ekki verið starfsmannaskortur við sorphirðu á árinu koma ekki til greiðslur. Þessar greiðslur eru inntar af hendi einu sinni á ári, 1. febrúar, og eru því ekki regluleg laun og þá er það ekki heldur á hendi starfsmanna hversu háar þær eru, eins og rakið er hér að framan.

Starfsfólk sorphirðu Reykjavíkurborgar er rétt um 50 talsins, um 40 verkamenn og um 10 flokksstjórar. Hins vegar eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla ríflega 1.000 talsins. Þá er rétt að halda því til haga að sá stóri hópur hefur ekki færi á því að vinna yfirvinnu til að hækka heildarlaun sín, þar eð yfirvinna er ekki í boði á leikskólum nema í algjörum undartekningartilvikum.

Þar með innifelur talan yfir 613 þúsund króna meðalheildarlaun sorphirðufólks ýmsar greiðslur, til dæmis fyrir yfirvinnu og fyrir að nýta ekki veikindarétt, auk þess sem talan tekur einnig til flokksstjóra.

Ótímabundið verkfall hefst á mánudag, eftir að 95,5% félagsmanna Eflingar samþykktu það, og hefur Reykjavíkurborg sent frá sér viðvaranir vegna þess. „Á meðan verkfall Eflingar stendur yfir óska borgaryfirvöld eftir því að íbúar fari varlega þegar þeir eru á ferð um borgina, gangi vel um grenndargáma og ruslastampa og hafi gát á sér og sínum,“ segir í tilkynningu borgarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár