Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Starfs­fólk sem hef­ur störf í sorp­hirðu hækk­ar laun sín úr rúm­lega 300 þús­und króna taxta í ríf­lega 476 þús­und krón­ur á mán­uði með föst­um yf­ir­vinnu­greiðsl­um og bón­us fyr­ir að sleppa veik­inda­dög­um. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að sorp­hirðu­fólk fái launa­hækk­un upp í 850 þús­und krón­ur á mán­uði með kröf­um Efl­ing­ar.

Formaður Samtaka atvinnulífsins Gagnrýnir hækkun á launum sorphirðufólks með kröfum Eflingar.

Heildarlaun verkamanns sem hefur störf við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg eru 476.241 krónur á mánuði, að meðtöldum yfirvinnugreiðslum og öðrum greiðslum, til dæmis bónusgreiðslum fyrir að nýta ekki veikindarétt.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tilgreindi í Kastljósi Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld að laun sorphirðufólks myndu hækka úr 630 þúsund krónum á mánuði í 850 þúsund króna mánaðarlaun ef kröfur Eflingar yrðu samþykktar, en þær ganga út á hækkun lægstu taxtalauna umfram lífskjarasamningana.

Sorphirðufólk hækki einnig

Halldór Benjamín mætti Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í Kastljósinu í fyrrakvöld þar sem kjaramálin voru til umræðu, einkum hinn svonefndi lífskjarasamningur en Halldór hélt því fram að Efling hefði lagt til atlögu við hann. 

Halldór Benjamín sagði að Sólveig Anna og hennar félagar kysu að tala eingöngu um kvennastéttir á lágum launum, svo sem starfsfólk leikskóla, en minntist ekki á aðra hópa sem einnig væru í verkfalli þessa dagana. „Sem dæmi, karlastéttin sorphirða eru þarna undir. Og ef þessar kröfur Eflingar ná fram að ganga munu heildarlaun sorphirðufólks fara rétt úr 630 þúsund í 850 þúsund. En Efling kýs að tala ekkert um þetta.“

613 þúsund í meðalheildarlaun

Halldór Benjamín segist í samtali við Stundina hafa mismælt sig í viðtalinu og að launin væru í raun 613 þúsund að meðaltali hjá sorphirðumönnum Reykjavíkurborgar.

„Ég hafði samband við mannauðssvið Reykjavíkurborgar og bað um útreikninga á kröfum Eflingar vegna starfsmanna í sorphirðu, nánar tiltekið meðalheildarlaun í dag og í lok fyrirhugaðs samningstíma. Til svara var Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs. Þær tölur sem hún lét mér í té voru 613 þúsund krónur meðalheildarlaun hjá sorphirðufólki en ef gengið yrði að kröfu Eflingar þá yrðu meðalheildarlaun 850 þúsund krónur í lok samningstímans. Ég mismælti mig í Kastljósi og sagði 630 en átti auðvitað að vera 613 og hækkun í 850 í heildarlaun á mánuði,“ segir Halldór.

Heildarlaun eftir 12 ára vinnu 514 þúsund krónur

Sé horft á kauptaxta verkamanna við sorphirðu samkvæmt kjarasamningum Eflingar við Reykjavíkurborg kemur í ljós að grunnlaun þess sem hefur störf við sorphirðu eru 300.025 krónur á mánuði. Við þau laun bætist yfirvinna sem nemur 9 klukkustundum á viku, og er hún tilgreind í sérstökum kaupaukasamningi milli Eflingar og borgarinnar. Er þar tiltekið að yfirvinna greiðist vegna vinnu að morgni fyrir venjulegt dagvinnutímabil og einnig fyrir vinnu í matar- og kaffitímum. Umrædd laun fyrir yfirvinnu nema 121.505 krónum á mánuði. 

Þá fá allir þeir sem starfa við sorphirðu fyrir borgina greidda kaupauka fyrir hvern dag sem þeir mæta til vinnu. Sá kaupauki er ekki greiddur við veikindi eða þegar um aðrar fjarvistir er að ræða. Kaupaukinn nemur 2.524,72 krónum og má því reikna með að heildar kaupauki á mánuði nemi 54.711 krónum, séu ekki um neinar fjarvistir að ræða.

Því eru heildarlaun sorphirðumanns sem hefur störf hjá borginni 476.241 krónur á mánuði. Grunnlaun verkamanns sem hefur tólf ára starfsreynslu við sorphirðu eru 327.027 krónur og heildarlaun með yfirvinnu og kaupauka nema 514.178 krónum á mánuði. Þá eru grunnlaun þess sem hefur störf sem flokksstjóri við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg 355.705 krónur. Sá fær greiddar 15 yfirvinnustundir á viku og nema yfirvinnugreiðslur því 240.091 krónu. Heildarlaun flokksstjóra, með kaupauka eru því 650.508 krónur á mánuði.

Greiðslur úr pottum ekki í hendi

Við lok árs eru veikindafjarvistir teknar saman og þeim starfsmönnum sem eru í fullu starfi 1.desember hvert ár greitt úr potti sökum þess að starfsmenn taka á sig óbættar veikindafjarvistir. Hið sama á við ef starfsmannaskortur hefur verið á einhverjum tíma á árinu, þá er starfsmönnum greitt úr potti samkvæmt ákveðinni reiknireglu. Þessar greiðslur eru hins vegar tilfallandi, hafi til að mynda ekki verið starfsmannaskortur við sorphirðu á árinu koma ekki til greiðslur. Þessar greiðslur eru inntar af hendi einu sinni á ári, 1. febrúar, og eru því ekki regluleg laun og þá er það ekki heldur á hendi starfsmanna hversu háar þær eru, eins og rakið er hér að framan.

Starfsfólk sorphirðu Reykjavíkurborgar er rétt um 50 talsins, um 40 verkamenn og um 10 flokksstjórar. Hins vegar eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla ríflega 1.000 talsins. Þá er rétt að halda því til haga að sá stóri hópur hefur ekki færi á því að vinna yfirvinnu til að hækka heildarlaun sín, þar eð yfirvinna er ekki í boði á leikskólum nema í algjörum undartekningartilvikum.

Þar með innifelur talan yfir 613 þúsund króna meðalheildarlaun sorphirðufólks ýmsar greiðslur, til dæmis fyrir yfirvinnu og fyrir að nýta ekki veikindarétt, auk þess sem talan tekur einnig til flokksstjóra.

Ótímabundið verkfall hefst á mánudag, eftir að 95,5% félagsmanna Eflingar samþykktu það, og hefur Reykjavíkurborg sent frá sér viðvaranir vegna þess. „Á meðan verkfall Eflingar stendur yfir óska borgaryfirvöld eftir því að íbúar fari varlega þegar þeir eru á ferð um borgina, gangi vel um grenndargáma og ruslastampa og hafi gát á sér og sínum,“ segir í tilkynningu borgarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár