Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri og útgefandi Hafnfirðings, finnur hamingjuna víða. Í fjölskyldu sinni, fyrsta kaffibolla dagsins, vatnsheldum maskara og tunglinu. Hún segir að það að finna, rækta og virkja sem flesta hæfileika sína sé ein af leiðunum til aukinnar hamingju og til að stækka tengsla- og vinanetið hikar hún ekki við að hringja í ókunnugt fólk sem hana langar til að kynnast.
Hvað er svona óskaplega gott við fyrsta kaffibolla dagsins? „Kaffi er einfaldlega gott á bragðið. Þó að áhrifin af því komi ekki fram fyrr en eftir 20 mínútur, þá er eitthvað við þetta augnablik þegar ég á stund með sjálfri mér, búin að koma stelpunum í skólann og er að undirbúa daginn. Mér finnst þetta svo góð tilfinning. Þarna er ég hamingjusöm.“
Olga tekur þá ákvörðun að morgni sérhvers dags að hann verði góður. „Þannig verð ég móttækilegri fyrir því sem dagurinn hefur hugsanlega í för með sér. …
Athugasemdir