Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í desember fjárnám í fyrirtæki Sturlu Sighvatssonar athafnamanns, Laugavegi ehf., vegna tæplega 17 milljóna skuldar við Íslandsbanka. Fimm íbúðir félagsins við Rauðarárstíg og Óðinsgötu voru settar á nauðungaruppboð. Áður hafði félagið Efniviður, sem er einn af stærri eigendum leigufélagsins Heimavalla, krafist fjárnáms að fjárhæð 47 milljóna króna og voru sömu eignir undir auk nokkurra annarra og eignarhluta í öðrum fasteignafélögum hans. Sturla var áður framkvæmdastjóri Heimavalla.
Stundin hefur áður fjallað um viðskipti Sturlu, en tugir fjölskyldna biðu í eitt og hálft ár eftir afhendingu íbúða í Mosfellsbæ frá félagi hans, Gerplustræti 2-4 ehf. Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður sagði sig úr stjórn félagsins í desember, en hann hafði tekið við af Sturlu sem stjórnarformaður og beðið kaupendur um lokagreiðslu til að tryggja að íbúðirnar fengjust afhentar. Þá sætti Sturla gagnrýni vorið 2018 þegar eldur kom upp í einni …
Athugasemdir