Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Gert var fjár­nám fyr­ir kröf­um í eitt af mörg­um fast­eigna­fé­lög­um Sturlu Sig­hvats­son­ar.

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
Sturla Sighvatsson Félag, sem á hlut í fasteignafélaginu Heimavöllum, krafðist fjárnáms í félagi Sturlu. Mynd: RÚV

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í desember fjárnám í fyrirtæki Sturlu Sighvatssonar athafnamanns, Laugavegi ehf., vegna tæplega 17 milljóna skuldar við Íslandsbanka. Fimm íbúðir félagsins við Rauðarárstíg og Óðinsgötu voru settar á nauðungaruppboð. Áður hafði félagið Efniviður, sem er einn af stærri eigendum leigufélagsins Heimavalla, krafist fjárnáms að fjárhæð 47 milljóna króna og voru sömu eignir undir auk nokkurra annarra og eignarhluta í öðrum fasteignafélögum hans. Sturla var áður framkvæmdastjóri Heimavalla.

Stundin hefur áður fjallað um viðskipti Sturlu, en tugir fjölskyldna biðu í eitt og hálft ár eftir afhendingu íbúða í Mosfellsbæ frá félagi hans, Gerplustræti 2-4 ehf. Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður sagði sig úr stjórn félagsins í desember, en hann hafði tekið við af Sturlu sem stjórnarformaður og beðið kaupendur um lokagreiðslu til að tryggja að íbúðirnar fengjust afhentar. Þá sætti Sturla gagnrýni vorið 2018 þegar eldur kom upp í einni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár