Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Býst við að mæta í skólann og fara svo úr landi

Sjö ára nem­andi í Vest­ur­bæj­ar­skóla vill taka stærð­fræði­verk­efn­ið sitt í skól­an­um með sér ef hann verð­ur send­ur úr landi á mánu­dag.

Muhammed í dag Muhammed hefur búið í tvö ár á Íslandi. Hann sýnir hér skólaverkefnið sitt í fyrsta bekk í Vesturbæjarskóla, svokallaðan renning, og útskýrir það sem bíður hans.

Muhammed litli býst ekki við að ná að klára skólaverkefnið sitt í Vesturbæjarskóla, svokallaðan renning. Í verkefninu skrifa börnin niður tölur, eins háar og þau ná. Hann er kominn vel yfir fimm þúsund, og fékk borða með íslenska fánanum þess til staðfestingar, en stefnir að tíu þúsund. 

„En ég næ ekki að fara í það,“ segir Muhammed.

Ferðatöskur og afmæli

Stundin hitti Muhammed og fjölskyldu hans í dag á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Heimilið var annars vegar undirlagt af sjö ára afmæli hans og hins vegar ferðatöskum. 

Ástæðan er að íslensk yfirvöld hafa úrskurðað að þau eigi að fara til Pakistan á mánudag. Þau hafa búið hér í tvö ár og komu hingað frá Óman, en samkvæmt úrskurði útlendingayfirvalda ber að senda þau til Pakistan, upprunalands síns.

Sjö ára í dagMuhammed er glaðlyndur og tók lögreglumönnunum vel.

Þegar Muhammed frétti að hann myndi fara úr landi, til Pakistan, brást hann vel við og spurði hvenær þau myndu koma aftur. Hann hefur eignast góða vini á Íslandi og talar vel íslensku. Svarið er að þau eiga ekki von á því að koma aftur.

„Ég ætla að fara í skóla þriðja febrúar, en klukkan fimm ætla ég að fara“

„Ég ætla að fara í skóla þriðja febrúar, en klukkan fimm, þá ætla ég að fara,“ útskýrði Muhammed í dag. Hann sér hins vegar lausn á skólaverkefninu. „Ég má líka taka renningin með til Pakistan.“

Þegar þetta er skrifað hafa 8.500 manns undirritað mótmælalista gegn brottvísun fjölskyldunnar.

Bæði háskólamenntuð í viðskiptum

Foreldrar hans, Faisal og Niha, eru bæði háskólamenntuð á sviði viðskipta, hann með meistaragráðu og hún með BS-gráðu. Í Óman vann Faisal við bókhald í byggingariðnaði og hún vann í banka. Þau áttu gott líf þar en höfðu hins vegar ekki möguleika á að fá ríkisborgaraétt. Þar sem þau óttuðust að missa atvinnuleyfið og þurfa að fara aftur til Pakistan ákváðu þau að fara lengra í burtu, eitthvert þar sem þau væru örugg. Eftir nokkra leit að öruggasta staðnum tóku þau ákvörðun um að fara til Íslands. Þau seldu bílinn sinn, sögðu upp störfum sínum og yfirgáfu heimili sitt. Þau komu hingað í desember 2017 og sóttu um hæli hér. Þau áttu ekki von á því að fram undan yrði langur tími sem færi fyrst og fremst í bið og að þau mættu ekki nýta menntun sína og reynslu til að vinna á meðan.

„Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn.“

Bauð lögreglumönnum að búa hjá þeim

Með vinumMuhammed er opinn og vinsæll og hefur eignast góða vini í Vesturbæjarskóla og á leikskólanum Dvergasteini. Hér er hann með vinum sínum Bjarti og Illuga.

Biðin hefur reynt á þau Faisal og Nihu en sonur þeirra varð ekki var við hana. Á meðan á henni hefur staðið hefur hann aðlagast lífinu á Íslandi vel. Hann talar lýtalausa íslensku, stendur sig afburðavel í skóla, lyndir vel við skólasystkin sín og á góða vini. „Hann er svo duglegur strákur og sérstaklega klár í stærðfræði. Ég segi það ekki bara af því að ég er mamma hans. Faisal, viltu sýna henni heimavinnuheftið hans?“ spyr Niha. Þau taka fram stærðfræðibók sem sýnir ansi flókna útreikninga, með margföldun og deilingu hárra talna. 

Fyrir Faisal og Nihu er Pakistan ekki valkostur. Niha átti að giftast syni föðurbróður síns, samkvæmt ákvörðun fjölskyldunnar, en ákvað að giftast Faisal. Þar sem þau eru af sitt hvorri stétt brutu þau um leið reglur samfélagsins, sem heimila ekki hjónaband þvert á stéttir. 

„Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur.“

Þegar lögreglan kom að undirbúa fjölskylduna fyrir brottflutninginn og skoða hversu mikinn farangur hún hygðist taka með sér tók Mohammed lögreglumönnunum opnum örmum, vildi sýna þeim dótið sitt og leika við þá. Hann spurði þá líka hvort þeir vildu ekki bara búa með þeim, þarna í stúdíóíbúðinni. „Hann er svona opinn og glaður strákur og vill vera vinur allra. Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn. Þeir tóku honum líka vel og voru góðir við hann. Svoleiðis er þetta á Íslandi. Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur. Það er annað en við megum eiga von á í Pakistan.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár