Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Býst við að mæta í skólann og fara svo úr landi

Sjö ára nem­andi í Vest­ur­bæj­ar­skóla vill taka stærð­fræði­verk­efn­ið sitt í skól­an­um með sér ef hann verð­ur send­ur úr landi á mánu­dag.

Muhammed í dag Muhammed hefur búið í tvö ár á Íslandi. Hann sýnir hér skólaverkefnið sitt í fyrsta bekk í Vesturbæjarskóla, svokallaðan renning, og útskýrir það sem bíður hans.

Muhammed litli býst ekki við að ná að klára skólaverkefnið sitt í Vesturbæjarskóla, svokallaðan renning. Í verkefninu skrifa börnin niður tölur, eins háar og þau ná. Hann er kominn vel yfir fimm þúsund, og fékk borða með íslenska fánanum þess til staðfestingar, en stefnir að tíu þúsund. 

„En ég næ ekki að fara í það,“ segir Muhammed.

Ferðatöskur og afmæli

Stundin hitti Muhammed og fjölskyldu hans í dag á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Heimilið var annars vegar undirlagt af sjö ára afmæli hans og hins vegar ferðatöskum. 

Ástæðan er að íslensk yfirvöld hafa úrskurðað að þau eigi að fara til Pakistan á mánudag. Þau hafa búið hér í tvö ár og komu hingað frá Óman, en samkvæmt úrskurði útlendingayfirvalda ber að senda þau til Pakistan, upprunalands síns.

Sjö ára í dagMuhammed er glaðlyndur og tók lögreglumönnunum vel.

Þegar Muhammed frétti að hann myndi fara úr landi, til Pakistan, brást hann vel við og spurði hvenær þau myndu koma aftur. Hann hefur eignast góða vini á Íslandi og talar vel íslensku. Svarið er að þau eiga ekki von á því að koma aftur.

„Ég ætla að fara í skóla þriðja febrúar, en klukkan fimm ætla ég að fara“

„Ég ætla að fara í skóla þriðja febrúar, en klukkan fimm, þá ætla ég að fara,“ útskýrði Muhammed í dag. Hann sér hins vegar lausn á skólaverkefninu. „Ég má líka taka renningin með til Pakistan.“

Þegar þetta er skrifað hafa 8.500 manns undirritað mótmælalista gegn brottvísun fjölskyldunnar.

Bæði háskólamenntuð í viðskiptum

Foreldrar hans, Faisal og Niha, eru bæði háskólamenntuð á sviði viðskipta, hann með meistaragráðu og hún með BS-gráðu. Í Óman vann Faisal við bókhald í byggingariðnaði og hún vann í banka. Þau áttu gott líf þar en höfðu hins vegar ekki möguleika á að fá ríkisborgaraétt. Þar sem þau óttuðust að missa atvinnuleyfið og þurfa að fara aftur til Pakistan ákváðu þau að fara lengra í burtu, eitthvert þar sem þau væru örugg. Eftir nokkra leit að öruggasta staðnum tóku þau ákvörðun um að fara til Íslands. Þau seldu bílinn sinn, sögðu upp störfum sínum og yfirgáfu heimili sitt. Þau komu hingað í desember 2017 og sóttu um hæli hér. Þau áttu ekki von á því að fram undan yrði langur tími sem færi fyrst og fremst í bið og að þau mættu ekki nýta menntun sína og reynslu til að vinna á meðan.

„Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn.“

Bauð lögreglumönnum að búa hjá þeim

Með vinumMuhammed er opinn og vinsæll og hefur eignast góða vini í Vesturbæjarskóla og á leikskólanum Dvergasteini. Hér er hann með vinum sínum Bjarti og Illuga.

Biðin hefur reynt á þau Faisal og Nihu en sonur þeirra varð ekki var við hana. Á meðan á henni hefur staðið hefur hann aðlagast lífinu á Íslandi vel. Hann talar lýtalausa íslensku, stendur sig afburðavel í skóla, lyndir vel við skólasystkin sín og á góða vini. „Hann er svo duglegur strákur og sérstaklega klár í stærðfræði. Ég segi það ekki bara af því að ég er mamma hans. Faisal, viltu sýna henni heimavinnuheftið hans?“ spyr Niha. Þau taka fram stærðfræðibók sem sýnir ansi flókna útreikninga, með margföldun og deilingu hárra talna. 

Fyrir Faisal og Nihu er Pakistan ekki valkostur. Niha átti að giftast syni föðurbróður síns, samkvæmt ákvörðun fjölskyldunnar, en ákvað að giftast Faisal. Þar sem þau eru af sitt hvorri stétt brutu þau um leið reglur samfélagsins, sem heimila ekki hjónaband þvert á stéttir. 

„Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur.“

Þegar lögreglan kom að undirbúa fjölskylduna fyrir brottflutninginn og skoða hversu mikinn farangur hún hygðist taka með sér tók Mohammed lögreglumönnunum opnum örmum, vildi sýna þeim dótið sitt og leika við þá. Hann spurði þá líka hvort þeir vildu ekki bara búa með þeim, þarna í stúdíóíbúðinni. „Hann er svona opinn og glaður strákur og vill vera vinur allra. Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn. Þeir tóku honum líka vel og voru góðir við hann. Svoleiðis er þetta á Íslandi. Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur. Það er annað en við megum eiga von á í Pakistan.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár