Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Býst við að mæta í skólann og fara svo úr landi

Sjö ára nem­andi í Vest­ur­bæj­ar­skóla vill taka stærð­fræði­verk­efn­ið sitt í skól­an­um með sér ef hann verð­ur send­ur úr landi á mánu­dag.

Muhammed í dag Muhammed hefur búið í tvö ár á Íslandi. Hann sýnir hér skólaverkefnið sitt í fyrsta bekk í Vesturbæjarskóla, svokallaðan renning, og útskýrir það sem bíður hans.

Muhammed litli býst ekki við að ná að klára skólaverkefnið sitt í Vesturbæjarskóla, svokallaðan renning. Í verkefninu skrifa börnin niður tölur, eins háar og þau ná. Hann er kominn vel yfir fimm þúsund, og fékk borða með íslenska fánanum þess til staðfestingar, en stefnir að tíu þúsund. 

„En ég næ ekki að fara í það,“ segir Muhammed.

Ferðatöskur og afmæli

Stundin hitti Muhammed og fjölskyldu hans í dag á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Heimilið var annars vegar undirlagt af sjö ára afmæli hans og hins vegar ferðatöskum. 

Ástæðan er að íslensk yfirvöld hafa úrskurðað að þau eigi að fara til Pakistan á mánudag. Þau hafa búið hér í tvö ár og komu hingað frá Óman, en samkvæmt úrskurði útlendingayfirvalda ber að senda þau til Pakistan, upprunalands síns.

Sjö ára í dagMuhammed er glaðlyndur og tók lögreglumönnunum vel.

Þegar Muhammed frétti að hann myndi fara úr landi, til Pakistan, brást hann vel við og spurði hvenær þau myndu koma aftur. Hann hefur eignast góða vini á Íslandi og talar vel íslensku. Svarið er að þau eiga ekki von á því að koma aftur.

„Ég ætla að fara í skóla þriðja febrúar, en klukkan fimm ætla ég að fara“

„Ég ætla að fara í skóla þriðja febrúar, en klukkan fimm, þá ætla ég að fara,“ útskýrði Muhammed í dag. Hann sér hins vegar lausn á skólaverkefninu. „Ég má líka taka renningin með til Pakistan.“

Þegar þetta er skrifað hafa 8.500 manns undirritað mótmælalista gegn brottvísun fjölskyldunnar.

Bæði háskólamenntuð í viðskiptum

Foreldrar hans, Faisal og Niha, eru bæði háskólamenntuð á sviði viðskipta, hann með meistaragráðu og hún með BS-gráðu. Í Óman vann Faisal við bókhald í byggingariðnaði og hún vann í banka. Þau áttu gott líf þar en höfðu hins vegar ekki möguleika á að fá ríkisborgaraétt. Þar sem þau óttuðust að missa atvinnuleyfið og þurfa að fara aftur til Pakistan ákváðu þau að fara lengra í burtu, eitthvert þar sem þau væru örugg. Eftir nokkra leit að öruggasta staðnum tóku þau ákvörðun um að fara til Íslands. Þau seldu bílinn sinn, sögðu upp störfum sínum og yfirgáfu heimili sitt. Þau komu hingað í desember 2017 og sóttu um hæli hér. Þau áttu ekki von á því að fram undan yrði langur tími sem færi fyrst og fremst í bið og að þau mættu ekki nýta menntun sína og reynslu til að vinna á meðan.

„Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn.“

Bauð lögreglumönnum að búa hjá þeim

Með vinumMuhammed er opinn og vinsæll og hefur eignast góða vini í Vesturbæjarskóla og á leikskólanum Dvergasteini. Hér er hann með vinum sínum Bjarti og Illuga.

Biðin hefur reynt á þau Faisal og Nihu en sonur þeirra varð ekki var við hana. Á meðan á henni hefur staðið hefur hann aðlagast lífinu á Íslandi vel. Hann talar lýtalausa íslensku, stendur sig afburðavel í skóla, lyndir vel við skólasystkin sín og á góða vini. „Hann er svo duglegur strákur og sérstaklega klár í stærðfræði. Ég segi það ekki bara af því að ég er mamma hans. Faisal, viltu sýna henni heimavinnuheftið hans?“ spyr Niha. Þau taka fram stærðfræðibók sem sýnir ansi flókna útreikninga, með margföldun og deilingu hárra talna. 

Fyrir Faisal og Nihu er Pakistan ekki valkostur. Niha átti að giftast syni föðurbróður síns, samkvæmt ákvörðun fjölskyldunnar, en ákvað að giftast Faisal. Þar sem þau eru af sitt hvorri stétt brutu þau um leið reglur samfélagsins, sem heimila ekki hjónaband þvert á stéttir. 

„Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur.“

Þegar lögreglan kom að undirbúa fjölskylduna fyrir brottflutninginn og skoða hversu mikinn farangur hún hygðist taka með sér tók Mohammed lögreglumönnunum opnum örmum, vildi sýna þeim dótið sitt og leika við þá. Hann spurði þá líka hvort þeir vildu ekki bara búa með þeim, þarna í stúdíóíbúðinni. „Hann er svona opinn og glaður strákur og vill vera vinur allra. Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn. Þeir tóku honum líka vel og voru góðir við hann. Svoleiðis er þetta á Íslandi. Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur. Það er annað en við megum eiga von á í Pakistan.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár