Heiða Helgadóttir

Ljósmyndari

Dagur í lífi verkalýðsleiðtoga: „Ég held að við vinnum þetta“
Nærmynd

Dag­ur í lífi verka­lýðs­leið­toga: „Ég held að við vinn­um þetta“

Það er sjald­an logn í kring­um Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar. Enda sæk­ist hún ekki sér­stak­lega eft­ir því, jafn­vel þótt hún þakki með­byr sam­fé­lags­ins. Sér­stak­lega und­an­farn­ar vik­ur, þar sem verk­föll, dóms­mál og harð­ar deil­ur hafa stýrt storm­in­um beint í fang henn­ar. Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fylgdu Sól­veigu Önnu eft­ir einn ör­laga­rík­an föstu­dag.
„Það sem er mikilvægast er að við erum öll á lífi“
VettvangurLeigufélagið Alma

„Það sem er mik­il­væg­ast er að við er­um öll á lífi“

Úkraínsku flótta­menn­irn­ir Volody­myr Cherniav­skyi og kona hans, Snizh­ana Prozhoha, búa ásamt tveim­ur dætr­um sín­um í íbúð á efstu hæð­inni í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Urriða­holts­stræti í Garða­bæ. Fjöl­skyld­an flutti til Ís­lands í mars í fyrra eft­ir að rúss­neski her­inn réðst inn í Úkraínu. Þau flúðu frá Kiev land­leið­ina til borg­ar­inn­ar Lviv í vest­ur­hluta lands­ins og komu sér það­an yf­ir til Pól­lands og svo til Ís­lands. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fékk að fylgj­ast með þeim í leik og starfi í nokk­ur skipti í byrj­un janú­ar og kynn­ast lífi þeirra á Ís­landi.
Samheldni og náungakærleikur áberandi í Eyjum
Myndir

Sam­heldni og ná­ungakær­leik­ur áber­andi í Eyj­um

Íbú­ar í Vest­manna­eyj­um virð­ast bregð­ast við ástand­inu sem þar hef­ur skap­ast vegna COVID-19 með æðru­leysi og von um að allt fari á besta veg. Þar hafa meira en hundrað íbúa greinst með kór­óna­veiruna og á þriðja hundrað er í sótt­kví. Dags­ferð Heiðu Helga­dótt­ur ljós­mynd­ara til Eyja breytt­ist í langa helg­ar­ferð þar sem hún varð veð­urteppt í Eyj­um. Það kom ekki að sök, því Eyja­menn tóku henni opn­um örm­um og leyfðu henni að fylgj­ast með óvenju ró­legu mann­líf­inu þar þessa dag­ana. Hún seg­ir sam­heldni þeirra og sam­kennd áber­andi, eins og Hlyn­ur lög­reglu­mað­ur, sem fór með henni víða um Eyj­arn­ar, sagði: „Þetta er af­skap­lega létt og gott sam­fé­lag, all­ir eru mjög sam­huga. Við ætl­um bara að klára þetta sam­an.“
Sálarsystur
Myndir

Sál­ar­syst­ur

Inn­an um ilm­andi birki­trén í litl­um kofa í Kjós­inni dvelja tvær kon­ur, Ág­ústa Kol­brún og Sara María Júlíu­dótt­ir. Þær er bestu vin­kon­ur og hafa bú­ið sam­an í um eitt ár, lengst af í bú­stað uppi í Heið­mörk, þar sem þær þurftu að sækja sér vatn í læk­inn á hverj­um degi. Þeim lík­ar vel við að búa í tengsl­um við nátt­úr­una og fá mik­inn inn­blást­ur það­an í líf sitt. Þær eru nán­ar vin­kon­ur, nán­ari en geng­ur og ger­ist, en þær lýsa sam­bandi sínu sem ástar­sam­bandi án þess að vera neitt kyn­ferð­is­legt, þær séu sál­ar­fé­lag­ar á ná­inn hátt. Hægt er að tengj­ast þeim á Face­book eða gegn­um: For­ynja á In­sta­gram.
Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum
Myndir

Reykja­vík 104,5: Ís­lenska flótta­fólk­ið í Laug­ar­daln­um

Tjald­bú­arn­ir í Laug­ar­dal standa sam­an í bar­átt­unni fyr­ir mann­sæm­andi lífi. Einn flutti í tjald eft­ir hjarta­áfall, ann­ar skildi við kon­una, þriðji valdi hund­inn fram yf­ir her­berg­ið og flutti í jepp­ann sinn, fjórði lenti í slysi og missti hús­ið á nauð­ung­ar­upp­boði, enn önn­ur vék fyr­ir fjöl­skyldu úr íbúð og loks eru það þeir sem hríf­ast ein­fald­lega af þessu nýja sam­fé­lagi ís­lenskra flótta­manna í hjarta höf­uð­borg­ar­inn­ar.
Líf mormónans
Myndir

Líf mormón­ans

Tví­tug­ir strák­ar send­ir til Ís­lands í trú­boð. Á með­an þeir helga lífi sínu starfi mormóna, banka upp á hjá fólki til að bera út boð­skap­inn, sinna sjúk­um og spila fót­bolta við gang­andi veg­far­end­ur um helg­ar, mega þeir ekki hringja heim og þurfa að lúta ströng­um regl­um safn­að­ar­ins. Að vera trú­boði er það erf­ið­asta sem Jackson Henrie Rose hef­ur gert, en gef­andi engu að síð­ur.

Mest lesið undanfarið ár