Dagur í lífi verkalýðsleiðtoga: „Ég held að við vinnum þetta“
Það er sjaldan logn í kringum Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Enda sækist hún ekki sérstaklega eftir því, jafnvel þótt hún þakki meðbyr samfélagsins. Sérstaklega undanfarnar vikur, þar sem verkföll, dómsmál og harðar deilur hafa stýrt storminum beint í fang hennar. Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar fylgdu Sólveigu Önnu eftir einn örlagaríkan föstudag.
VettvangurLeigufélagið Alma
„Það sem er mikilvægast er að við erum öll á lífi“
Úkraínsku flóttamennirnir Volodymyr Cherniavskyi og kona hans, Snizhana Prozhoha, búa ásamt tveimur dætrum sínum í íbúð á efstu hæðinni í blokk leigufélagsins Ölmu í Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fjölskyldan flutti til Íslands í mars í fyrra eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu. Þau flúðu frá Kiev landleiðina til borgarinnar Lviv í vesturhluta landsins og komu sér þaðan yfir til Póllands og svo til Íslands. Ljósmyndari Heimildarinnar fékk að fylgjast með þeim í leik og starfi í nokkur skipti í byrjun janúar og kynnast lífi þeirra á Íslandi.
MyndirCovid-19
Fólkið á bak við grímuna
Í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg vinnur náinn hópur fólks. Gestir hússins, sem þurfa að dvelja þar í einangrun vegna COVID-19 smits, segja þau jákvæð, umhyggjusöm og skemmtileg. Staðan í húsinu er oft alvarleg en starfsfólkið reynir eftir bestu getu að hafa gaman í vinnunni.
Myndir
„Mitt líf hefur snúist um sauðfé og rekavið“
Siggi er meðal síðustu sauðfjárbændanna í Árneshreppi á Ströndum. Hann er 81 árs og býr í húsinu þar sem hann ólst upp. Hann hefur alltaf búið þar, fyrir utan tvo vetur. Heiða Helgadóttir ljósmyndari fylgdist með sauðburði hjá Sigga.
Myndir
Samheldni og náungakærleikur áberandi í Eyjum
Íbúar í Vestmannaeyjum virðast bregðast við ástandinu sem þar hefur skapast vegna COVID-19 með æðruleysi og von um að allt fari á besta veg. Þar hafa meira en hundrað íbúa greinst með kórónaveiruna og á þriðja hundrað er í sóttkví. Dagsferð Heiðu Helgadóttur ljósmyndara til Eyja breyttist í langa helgarferð þar sem hún varð veðurteppt í Eyjum. Það kom ekki að sök, því Eyjamenn tóku henni opnum örmum og leyfðu henni að fylgjast með óvenju rólegu mannlífinu þar þessa dagana. Hún segir samheldni þeirra og samkennd áberandi, eins og Hlynur lögreglumaður, sem fór með henni víða um Eyjarnar, sagði: „Þetta er afskaplega létt og gott samfélag, allir eru mjög samhuga. Við ætlum bara að klára þetta saman.“
Myndir
Börnin í verkfallinu
Leikskólabörn í Reykjavík borða hádegismat á bílastæðum og eru í pössun hjá afa og ömmu. Foreldrar komast ekki til vinnu nema endrum og sinnum og álag eykst á fjölskyldur með hverjum deginum sem líður í kjaaradeilum Eflingar og Reykjavíkurborgar.
Fréttir
Gerðu kvöldið sérstakt fyrir Muhammed
Muhammed Zohair Faisal er sjö ára strákur sem þekkir ekki annað en að búa á Íslandi. Fjölskylda hans hafði búið sig undir að vera vísað úr landi í lögreglufylgd mánudaginn 3. febrúar klukkan fimm. Fallið var frá brottvísun og fjölskyldan átti fallegt kvöld hér á Íslandi.
Fréttir
Býst við að mæta í skólann og fara svo úr landi
Sjö ára nemandi í Vesturbæjarskóla vill taka stærðfræðiverkefnið sitt í skólanum með sér ef hann verður sendur úr landi á mánudag.
Myndir
Galdrarnir á Ströndum
Norður í Árneshreppi á Ströndum, þar sem barist er fyrir náttúru og búsetu, býr venjulegt fólk, afkomendur galdramanna, bænda, sjósækjara og Strandamannanna sterku. Harðduglegt fólk sem vill hvergi annars staðar búa, undir mikilfenglegum fjöllunum við öldur úthafsins.
Myndir
Síðustu dagarnir fyrir fangelsið
Hún hefur grátið og hún hefur grínast, í tilraun til að komast yfir þá súrrealísku stöðu að vera á leið í fangelsi. Nara Walker var dæmd fyrir að beita eiginmann sinn og vinkonu hans ofbeldi, en fangelsun hennar er mótmælt á grundvelli þess að maðurinn var ekki dæmdur fyrir ofbeldi gegn henni.
Myndir
Bræðurnir hafa beðið jólanna frá því í sumar
Tvíburabræðurnir Adam Eilífur og Adrían Valentín eru nýorðnir ellefu ára. Þeir eru báðir með dæmigerða einhverfu. Erill hátíðanna fer stundum illa í börn með einhverfu en aldeilis ekki í þá bræður. Þeir elska jólin og allt sem þeim fylgir.
Myndir
Sálarsystur
Innan um ilmandi birkitrén í litlum kofa í Kjósinni dvelja tvær konur, Ágústa Kolbrún og Sara María Júlíudóttir. Þær er bestu vinkonur og hafa búið saman í um eitt ár, lengst af í bústað uppi í Heiðmörk, þar sem þær þurftu að sækja sér vatn í lækinn á hverjum degi.
Þeim líkar vel við að búa í tengslum við náttúruna og fá mikinn innblástur þaðan í líf sitt.
Þær eru nánar vinkonur, nánari en gengur og gerist, en þær lýsa sambandi sínu sem ástarsambandi án þess að vera neitt kynferðislegt, þær séu sálarfélagar á náinn hátt.
Hægt er að tengjast þeim á Facebook eða gegnum: Forynja á Instagram.
Myndir
Flutti með börnin í sveitina og gerðist ráðskona á bóndabæ
Irma Þöll Þorsteinsdóttir flutti með drengina tvo í sveit í Arnarfirði fyrir vestan til þess að starfa sem ráðskona á bóndabæ.
Myndir
Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum
Tjaldbúarnir í Laugardal standa saman í baráttunni fyrir mannsæmandi lífi. Einn flutti í tjald eftir hjartaáfall, annar skildi við konuna, þriðji valdi hundinn fram yfir herbergið og flutti í jeppann sinn, fjórði lenti í slysi og missti húsið á nauðungaruppboði, enn önnur vék fyrir fjölskyldu úr íbúð og loks eru það þeir sem hrífast einfaldlega af þessu nýja samfélagi íslenskra flóttamanna í hjarta höfuðborgarinnar.
Myndir
„Hún fái betra líf en ég“
Abrahim átti að vera sendur aftur til Afganistan, þar sem hann hafði átt vonda æsku undir harðræði og ofbeldi talibana, sem myrtu fólk af ættbálki hans. Hann kom því til Íslands í þeirri von að dóttir hans fengi betra líf en hann sjálfur.
Myndir
Líf mormónans
Tvítugir strákar sendir til Íslands í trúboð. Á meðan þeir helga lífi sínu starfi mormóna, banka upp á hjá fólki til að bera út boðskapinn, sinna sjúkum og spila fótbolta við gangandi vegfarendur um helgar, mega þeir ekki hringja heim og þurfa að lúta ströngum reglum safnaðarins. Að vera trúboði er það erfiðasta sem Jackson Henrie Rose hefur gert, en gefandi engu að síður.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.