Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Líf mormónans

Tví­tug­ir strák­ar send­ir til Ís­lands í trú­boð. Á með­an þeir helga lífi sínu starfi mormóna, banka upp á hjá fólki til að bera út boð­skap­inn, sinna sjúk­um og spila fót­bolta við gang­andi veg­far­end­ur um helg­ar, mega þeir ekki hringja heim og þurfa að lúta ströng­um regl­um safn­að­ar­ins. Að vera trú­boði er það erf­ið­asta sem Jackson Henrie Rose hef­ur gert, en gef­andi engu að síð­ur.

Tveir og tveir ganga þeir á milli staða, alltaf vel til hafðir og kurteisir. Tala íslensku með hreim. Stundum banka þeir upp á hjá fólki til að spyrja um tilgang lífsins. Við erum mörg sem höfum fengið slíka heimsókn en flest afþökkum við samræðurnar, lokum dyrunum og höldum áfram með líf okkar án þess að velta því frekar fyrir okkur, hverjir þeir eru þessir menn.

Bera út boðskapinnÁ hverjum degi verja þeir um tveimur og hálfum tíma í að ganga á milli húsa, banka upp á og bjóða fólki upp á samræður um tilgang lífsins. Suma daga getur það verið stressandi en aðra daga mjög gaman. Hér voru heimilismenn ekki tilbúnir í slíkar samræður.

Fæddist inn í kirkjuna

Fyrir átta mánuðum síðan kom Jackson Henrie Rose til Íslands frá Bandaríkjunum. Hann er mormóni. Félagi hans er Tobias Frederik Rosenkilde Hendriksen, jafnaldri hans frá Danmörku. Þeir eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár