Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Dagur í lífi verkalýðsleiðtoga: „Ég held að við vinnum þetta“

Það er sjald­an logn í kring­um Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar. Enda sæk­ist hún ekki sér­stak­lega eft­ir því, jafn­vel þótt hún þakki með­byr sam­fé­lags­ins. Sér­stak­lega und­an­farn­ar vik­ur, þar sem verk­föll, dóms­mál og harð­ar deil­ur hafa stýrt storm­in­um beint í fang henn­ar. Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fylgdu Sól­veigu Önnu eft­ir einn ör­laga­rík­an föstu­dag.

Dagur í lífi verkalýðsleiðtoga: „Ég held að við vinnum þetta“

Vikan hefur verið löng og ströng hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og enn er föstudagurinn eftir. Það er stór dagur fram undan þennan morguninn enda ekki oft sem fólk án lögmannsréttinda hefur á dagskrá sinni að mæta tvívegis í dómsal sama daginn. Þannig er það hins vegar hjá formanni Eflingar. Fyrst er ferðinni heitið í Héraðsdóm Reykjavíkur og þaðan í Landsrétt, þar sem félagsdómur kemur saman.

Sólveig Anna tekur daginn snemma, með trönuberjasafa og kaffi, ekki þó fyrr en búið er að sinna köttunum tveimur á heimilinu, þeim Kismundi og Litla-Kisa. Þeim síðarnefnda var lítið um gestaganginn á heimilinu gefið svo snemma morguns og leitaði hratt að flóttaleið sem reyndist svo lokaður eldhúsglugginn. 

„Þessi er aðallega bara hræddur við karlmenn,“ segir Sólveig Anna til skýringar og opnar flóttaleið Litla-Kisa út í rigninguna, áður en hún afsakar að hafa ekki náð að ganga almennilega frá heima hjá sér. Þaðan víkur hún fljótt …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • IJ
  Ingibjörg Jónasdóttir skrifaði
  Lýsandi og vel unnið viðtal við baráttukonuna Sólveigu Ónnu sem berst fyrir rétti laglaunafólks til mannsæmandi launa á ríka Íslandi! Áfram Efling, áfram Sólvreg Anna 👊
  1
 • Thordis Arnadottir skrifaði
  Góð grein. Sólveig er svo seig 💪❤️‍🔥⚡️Algjört dúndur!
  1
 • S
  stef5 skrifaði
  vel unnin frétt, góðar myndir ;-)
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár