Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fólkið á bak við grímuna

Í Far­sótt­ar­hús­inu á Rauð­ar­ár­stíg vinn­ur ná­inn hóp­ur fólks. Gest­ir húss­ins, sem þurfa að dvelja þar í ein­angr­un vegna COVID-19 smits, segja þau já­kvæð, um­hyggju­söm og skemmti­leg. Stað­an í hús­inu er oft al­var­leg en starfs­fólk­ið reyn­ir eft­ir bestu getu að hafa gam­an í vinn­unni.

Farsóttarhúsið stendur við Rauðarárstíg 18. Áður hýsti byggingin starfsemi hótels. Fosshótel Lind, þriggja stjörnu hótel á rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur, í göngufæri við Laugaveginn og Klambratún, eitt stærsta útivistarsvæði Reykjavíkur, eins og stendur á vefsíðu hótelsins. 

Húsið, sem eitt sinn tók á móti gestum á ferðalagi sínu um eyjuna Ísland, tekur nú einungis við fólki smituðu af COVID-19 sem þarf að dvelja þar í einangrun. Húsið er ógnvænlegt að sjá að utan, inngangurinn rammgirtur og ef litið er upp á bygginguna má sjá andlit horfa út í gegnum glugga. Andlit þeirra sem hafa smitast og láta sig dreyma um að komast þaðan út.  

Húsið er ógnvænlegt vegna alvarleikans sem það stendur fyrir, eða kannski vegna fólksins sem nú birtist í dyrunum klætt í grænan galla með sóttvarnargrímur fyrir vitum og stór gleraugu úr plasti fyrir augunum.

Móttakan

Þegar gengið er inn má sjá móttöku Fosshótels. Á bak við við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu