Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Lista­fólk sem koma átti til Ís­lands frá Kína kemst ekki úr landi vegna smit­hættu. Yf­ir hundrað eru látn­ir og á fimmta þús­und eru smit­að­ir. Fjög­ur til­vik eru stað­fest í Evr­ópu en ekk­ert hér á landi.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar
Breiðist út frá Kína Kórónaveiran er enn sem komið er mikið til staðbundin í Kína en breiðist engu að síður út um heiminn allan. Mynd: Shutterstock

Sendiráð kínverja á Íslandi hefur aflýst tveimur viðburðum sem halda átti í næstu viku. Ástæðan er ótti við útbreiðslu kórónaveitunnar svonefndu. Kínverskt listafólk sem koma átti til landsins og troða upp á viðburðunum koma ekki til landsins vegna veirunnar. Veiran hefur ekki borist til landsins svo vitað sé.

Kínverska sendiráðið á Íslandi sendi í gærkvöldi frá sér tölvupóst til ýmissa aðila þar sem tilkynnt var að fyrirhugaður opinn dagur í Hörpu næstkomandi sunnudag, 2. febrúar, í tilefni af kínversku vorhátíðinni yrði felldur niður. Hið sama á við um hátíðarsamkomu í tilefni kínverska nýársins sem halda átti í Háskólabíói að kvöldi 3. febrúar. Á báðum viðburðunum átti kínverskt listafólk, Inner Mongolia Performing Group, að koma fram. Vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hefur listafólkið aflýst ferðum sínum frá úr landi. „Til að koma í veg fyrir hugsanlega útbreisðlu veirunnar, hefur kínverska sendiráðið ákveðið að aflýsa umræddum viðburðum,“ segir í tölvupóstinum.

Á fimmta þúsund manns hafa veikst af veirunni svo vitað sé, lang flestir í Hubai-héraði og borginni Wuhan í Kína. Yfir 100 manns eru látnir úr kórónaveirunni sem er alvarleg lungnasýking.

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna í gær, í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis, vegna veirunnar. Ekki hefur verið staðfest smit af hennar völdum hér á landi en fjögur tilvik hafa verið staðfest í Evrópu, þrjú í Frakklandi og eitt í Þýskalandi. Grunur lék á um að tveir Íslendingar, 66 ára gömul kona og 52 ára gamall maður, hafi sýkst af veirunni og voru þau lögð inn á spítala íTorrevieja á Spáni, að því er Ríkisútvarpið greinir frá. Konan mun hafa verið á ferðalagi í Kína og hafi kennt einkenna þegar til Spánar var komið. Maðurinn mun hafa ekið henni á spítala vegna þess og hafa verið settur í einangrun við komuna þangað, án þess að hafa kennt einkenna. Í ljós er komið að fólkið er ekki með kórónaveiruna og hefur einangrun þess verið aflétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár