Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Lista­fólk sem koma átti til Ís­lands frá Kína kemst ekki úr landi vegna smit­hættu. Yf­ir hundrað eru látn­ir og á fimmta þús­und eru smit­að­ir. Fjög­ur til­vik eru stað­fest í Evr­ópu en ekk­ert hér á landi.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar
Breiðist út frá Kína Kórónaveiran er enn sem komið er mikið til staðbundin í Kína en breiðist engu að síður út um heiminn allan. Mynd: Shutterstock

Sendiráð kínverja á Íslandi hefur aflýst tveimur viðburðum sem halda átti í næstu viku. Ástæðan er ótti við útbreiðslu kórónaveitunnar svonefndu. Kínverskt listafólk sem koma átti til landsins og troða upp á viðburðunum koma ekki til landsins vegna veirunnar. Veiran hefur ekki borist til landsins svo vitað sé.

Kínverska sendiráðið á Íslandi sendi í gærkvöldi frá sér tölvupóst til ýmissa aðila þar sem tilkynnt var að fyrirhugaður opinn dagur í Hörpu næstkomandi sunnudag, 2. febrúar, í tilefni af kínversku vorhátíðinni yrði felldur niður. Hið sama á við um hátíðarsamkomu í tilefni kínverska nýársins sem halda átti í Háskólabíói að kvöldi 3. febrúar. Á báðum viðburðunum átti kínverskt listafólk, Inner Mongolia Performing Group, að koma fram. Vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hefur listafólkið aflýst ferðum sínum frá úr landi. „Til að koma í veg fyrir hugsanlega útbreisðlu veirunnar, hefur kínverska sendiráðið ákveðið að aflýsa umræddum viðburðum,“ segir í tölvupóstinum.

Á fimmta þúsund manns hafa veikst af veirunni svo vitað sé, lang flestir í Hubai-héraði og borginni Wuhan í Kína. Yfir 100 manns eru látnir úr kórónaveirunni sem er alvarleg lungnasýking.

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna í gær, í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis, vegna veirunnar. Ekki hefur verið staðfest smit af hennar völdum hér á landi en fjögur tilvik hafa verið staðfest í Evrópu, þrjú í Frakklandi og eitt í Þýskalandi. Grunur lék á um að tveir Íslendingar, 66 ára gömul kona og 52 ára gamall maður, hafi sýkst af veirunni og voru þau lögð inn á spítala íTorrevieja á Spáni, að því er Ríkisútvarpið greinir frá. Konan mun hafa verið á ferðalagi í Kína og hafi kennt einkenna þegar til Spánar var komið. Maðurinn mun hafa ekið henni á spítala vegna þess og hafa verið settur í einangrun við komuna þangað, án þess að hafa kennt einkenna. Í ljós er komið að fólkið er ekki með kórónaveiruna og hefur einangrun þess verið aflétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár