Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Lista­fólk sem koma átti til Ís­lands frá Kína kemst ekki úr landi vegna smit­hættu. Yf­ir hundrað eru látn­ir og á fimmta þús­und eru smit­að­ir. Fjög­ur til­vik eru stað­fest í Evr­ópu en ekk­ert hér á landi.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar
Breiðist út frá Kína Kórónaveiran er enn sem komið er mikið til staðbundin í Kína en breiðist engu að síður út um heiminn allan. Mynd: Shutterstock

Sendiráð kínverja á Íslandi hefur aflýst tveimur viðburðum sem halda átti í næstu viku. Ástæðan er ótti við útbreiðslu kórónaveitunnar svonefndu. Kínverskt listafólk sem koma átti til landsins og troða upp á viðburðunum koma ekki til landsins vegna veirunnar. Veiran hefur ekki borist til landsins svo vitað sé.

Kínverska sendiráðið á Íslandi sendi í gærkvöldi frá sér tölvupóst til ýmissa aðila þar sem tilkynnt var að fyrirhugaður opinn dagur í Hörpu næstkomandi sunnudag, 2. febrúar, í tilefni af kínversku vorhátíðinni yrði felldur niður. Hið sama á við um hátíðarsamkomu í tilefni kínverska nýársins sem halda átti í Háskólabíói að kvöldi 3. febrúar. Á báðum viðburðunum átti kínverskt listafólk, Inner Mongolia Performing Group, að koma fram. Vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hefur listafólkið aflýst ferðum sínum frá úr landi. „Til að koma í veg fyrir hugsanlega útbreisðlu veirunnar, hefur kínverska sendiráðið ákveðið að aflýsa umræddum viðburðum,“ segir í tölvupóstinum.

Á fimmta þúsund manns hafa veikst af veirunni svo vitað sé, lang flestir í Hubai-héraði og borginni Wuhan í Kína. Yfir 100 manns eru látnir úr kórónaveirunni sem er alvarleg lungnasýking.

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna í gær, í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis, vegna veirunnar. Ekki hefur verið staðfest smit af hennar völdum hér á landi en fjögur tilvik hafa verið staðfest í Evrópu, þrjú í Frakklandi og eitt í Þýskalandi. Grunur lék á um að tveir Íslendingar, 66 ára gömul kona og 52 ára gamall maður, hafi sýkst af veirunni og voru þau lögð inn á spítala íTorrevieja á Spáni, að því er Ríkisútvarpið greinir frá. Konan mun hafa verið á ferðalagi í Kína og hafi kennt einkenna þegar til Spánar var komið. Maðurinn mun hafa ekið henni á spítala vegna þess og hafa verið settur í einangrun við komuna þangað, án þess að hafa kennt einkenna. Í ljós er komið að fólkið er ekki með kórónaveiruna og hefur einangrun þess verið aflétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár