Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Lista­fólk sem koma átti til Ís­lands frá Kína kemst ekki úr landi vegna smit­hættu. Yf­ir hundrað eru látn­ir og á fimmta þús­und eru smit­að­ir. Fjög­ur til­vik eru stað­fest í Evr­ópu en ekk­ert hér á landi.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar
Breiðist út frá Kína Kórónaveiran er enn sem komið er mikið til staðbundin í Kína en breiðist engu að síður út um heiminn allan. Mynd: Shutterstock

Sendiráð kínverja á Íslandi hefur aflýst tveimur viðburðum sem halda átti í næstu viku. Ástæðan er ótti við útbreiðslu kórónaveitunnar svonefndu. Kínverskt listafólk sem koma átti til landsins og troða upp á viðburðunum koma ekki til landsins vegna veirunnar. Veiran hefur ekki borist til landsins svo vitað sé.

Kínverska sendiráðið á Íslandi sendi í gærkvöldi frá sér tölvupóst til ýmissa aðila þar sem tilkynnt var að fyrirhugaður opinn dagur í Hörpu næstkomandi sunnudag, 2. febrúar, í tilefni af kínversku vorhátíðinni yrði felldur niður. Hið sama á við um hátíðarsamkomu í tilefni kínverska nýársins sem halda átti í Háskólabíói að kvöldi 3. febrúar. Á báðum viðburðunum átti kínverskt listafólk, Inner Mongolia Performing Group, að koma fram. Vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hefur listafólkið aflýst ferðum sínum frá úr landi. „Til að koma í veg fyrir hugsanlega útbreisðlu veirunnar, hefur kínverska sendiráðið ákveðið að aflýsa umræddum viðburðum,“ segir í tölvupóstinum.

Á fimmta þúsund manns hafa veikst af veirunni svo vitað sé, lang flestir í Hubai-héraði og borginni Wuhan í Kína. Yfir 100 manns eru látnir úr kórónaveirunni sem er alvarleg lungnasýking.

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna í gær, í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis, vegna veirunnar. Ekki hefur verið staðfest smit af hennar völdum hér á landi en fjögur tilvik hafa verið staðfest í Evrópu, þrjú í Frakklandi og eitt í Þýskalandi. Grunur lék á um að tveir Íslendingar, 66 ára gömul kona og 52 ára gamall maður, hafi sýkst af veirunni og voru þau lögð inn á spítala íTorrevieja á Spáni, að því er Ríkisútvarpið greinir frá. Konan mun hafa verið á ferðalagi í Kína og hafi kennt einkenna þegar til Spánar var komið. Maðurinn mun hafa ekið henni á spítala vegna þess og hafa verið settur í einangrun við komuna þangað, án þess að hafa kennt einkenna. Í ljós er komið að fólkið er ekki með kórónaveiruna og hefur einangrun þess verið aflétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár