Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Lista­fólk sem koma átti til Ís­lands frá Kína kemst ekki úr landi vegna smit­hættu. Yf­ir hundrað eru látn­ir og á fimmta þús­und eru smit­að­ir. Fjög­ur til­vik eru stað­fest í Evr­ópu en ekk­ert hér á landi.

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar
Breiðist út frá Kína Kórónaveiran er enn sem komið er mikið til staðbundin í Kína en breiðist engu að síður út um heiminn allan. Mynd: Shutterstock

Sendiráð kínverja á Íslandi hefur aflýst tveimur viðburðum sem halda átti í næstu viku. Ástæðan er ótti við útbreiðslu kórónaveitunnar svonefndu. Kínverskt listafólk sem koma átti til landsins og troða upp á viðburðunum koma ekki til landsins vegna veirunnar. Veiran hefur ekki borist til landsins svo vitað sé.

Kínverska sendiráðið á Íslandi sendi í gærkvöldi frá sér tölvupóst til ýmissa aðila þar sem tilkynnt var að fyrirhugaður opinn dagur í Hörpu næstkomandi sunnudag, 2. febrúar, í tilefni af kínversku vorhátíðinni yrði felldur niður. Hið sama á við um hátíðarsamkomu í tilefni kínverska nýársins sem halda átti í Háskólabíói að kvöldi 3. febrúar. Á báðum viðburðunum átti kínverskt listafólk, Inner Mongolia Performing Group, að koma fram. Vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hefur listafólkið aflýst ferðum sínum frá úr landi. „Til að koma í veg fyrir hugsanlega útbreisðlu veirunnar, hefur kínverska sendiráðið ákveðið að aflýsa umræddum viðburðum,“ segir í tölvupóstinum.

Á fimmta þúsund manns hafa veikst af veirunni svo vitað sé, lang flestir í Hubai-héraði og borginni Wuhan í Kína. Yfir 100 manns eru látnir úr kórónaveirunni sem er alvarleg lungnasýking.

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna í gær, í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis, vegna veirunnar. Ekki hefur verið staðfest smit af hennar völdum hér á landi en fjögur tilvik hafa verið staðfest í Evrópu, þrjú í Frakklandi og eitt í Þýskalandi. Grunur lék á um að tveir Íslendingar, 66 ára gömul kona og 52 ára gamall maður, hafi sýkst af veirunni og voru þau lögð inn á spítala íTorrevieja á Spáni, að því er Ríkisútvarpið greinir frá. Konan mun hafa verið á ferðalagi í Kína og hafi kennt einkenna þegar til Spánar var komið. Maðurinn mun hafa ekið henni á spítala vegna þess og hafa verið settur í einangrun við komuna þangað, án þess að hafa kennt einkenna. Í ljós er komið að fólkið er ekki með kórónaveiruna og hefur einangrun þess verið aflétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár