Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Ís­land fær­ist upp um þrjú sæti í mæl­ing­um Spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency In­ternati­onal, en sér­stak­lega er fjall­að um Sam­herja­mál­ið. Sam­tök­in vara við áhrif­um fjár­sterkra að­ila í stjórn­mál­um.

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
Bernhardt Esau og Þorsteinn Már Baldvinsson Samherjamálið vakti athygli á heimsvísu.

Sérstök umfjöllun er um Samherjamálið í nýrri skýrslu samtakanna Transparency International um Spillingarvísitöluna svokölluðu fyrir árið 2019. Ísland færist upp um þrjú sæti á listanum og er í 11. sæti yfir minnst spilltu ríki heims, þrátt fyrir hneykslismálið.

„Löndin sem fá hæstu einkunn Spillingarvísitölunnar, eins og Danmörk, Sviss og Ísland, eru ekki ónæm fyrir spillingu,“ segir í ritinu. „Þrátt fyrir að Spillingarvísitalan sýni að opinberu geirar þessara landa séu með þeim hreinustu í heiminum er spilling engu að síður til staðar, sér í lagi í málefnum eins og peningaþvætti og annarri spillingu í einkageiranum.“

Spillingarvísitalan er árleg samanburðarkönnun á því hversu vel lönd eru varin gegn spillingu. Í tilkynningu frá Gagnsæi, íslenskum samtökum gegn spillingu, segir að vísitalan sýni að þessu sinni hversu erfitt sé að uppræta kerfislæga spillingu, þar sem litla breytingu sé að finna á milli ára. „Ísland færist upp um þrjú sæti frá því í fyrra, í 11. sætið af 180 mældum löndum, en of snemmt er að fullyrða um hvort það sé merki um að landið hafi tekið sig á í málaflokknum og hert löggjöf og aukið eftirlit með þáttum eins og hagsmunaárekstrum, vina- og frændhygli, fjárstyrkjum til stjórnmálaflokka, mútugreiðslum íslenskra fyrirtækja erlendis, o.s.frv., eða hvort önnur lönd hafi einfaldlega færst til og Ísland því hlutfallslega einnig. Sem fyrr verma enn hin Norðurlöndin efstu sætin, með Danmörku, Noreg, Finnland og Svíþjóð meðal þeirra 10 efstu,“ segir í tilkynningunni.

Að mati Gagnsæis hefur orðið markverð breyting á viðhorfi fólks til spillingar á Íslandi frá því á árunum fyrir bankahrun. „Á árunum 2005 og 2006 var Ísland í 1. sæti CPI listans, með 95-97 stig. Á árinu 2008 féll Ísland niður í 7. sætið og niður fyrir 90 stiga múrinn. En síðastliðin 10 ár hefur leiðin legið niður á við. Árið 2018 féll Ísland niður í 14. sæti, með aðeins 76 stig.“

Úr skýrslu Transparency InternationalSérstaklega er fjallað í skýrslunni um hvernig Samherji greiddi mútur til að komast yfir fiskveiðiheimildir.

Í fréttatilkynningu Transparency International segir formaður samtakanna, Delia Ferreira Rubio: “Til að berjast gegn spillingu þurfa stjórnvöld að sporna við áhrifum fjársterkra aðila, sem í krafti fjármagns síns hafa of mikil mótandi áhrif á stjórnmálakerfið í heild sinni, og í staðinn leitast við að draga fram og fara eftir vilja umbjóðenda sinna, almennings, í stefnumörkun sinni.”

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár