Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjármálafyrirtæki greiddu laun dagskrárgerðarmanna RÚV

Þætt­ir fyr­ir ungt fólk um fjár­mál á RÚV Núll voru unn­ir í sam­starfi við sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja og líf­eyr­is­sjóða. Banka­starfs­menn voru við­mæl­end­ur, en ekki titl­að­ir sem slík­ir. Ekki var um kost­un að ræða, að sögn RÚV, og for­ræði og ábyrgð RÚV á efnis­tök­um al­gert.

Fjármálafyrirtæki greiddu laun dagskrárgerðarmanna RÚV
KLINK Þættirnir voru sýndir í október og nóvember á síðasta ári.

Fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir greiddu laun tveggja dagskrárgerðarmanna hjá RÚV Núll vegna þátta fyrir ungt fólk um fjármál. Þá voru starfsmenn banka viðmælendur um lánveitingar og aðra bankaþjónustu án þess að vera titlaðir sem slíkir.

Þættirnir KLINK í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur voru sýndir í október og nóvember á síðasta ári. Markmið þáttanna var að efla vitund ungs fólks um fjármálareglur.

KLINK var unnið í samstarfi við Fjármálavit, sem er fræðsla í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða. Kostnaður við gerð þáttanna voru laun dagskrárgerðarmannanna tveggja og framleiðanda sem vann verkefnið yfir tveggja mánaða tímabil samhliða öðrum verkefnum. Framlag Fjármálavits nam launum dagskrárgerðarmannanna.

„Verkefnið var unnið með sambærilegum hætti og tíðkast hefur með gerð fræðsluefnis í samstarfi við opinbera aðila og félagasamtök,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV Núll. „Forræði RÚV og ábyrgð á efnistökum var algert. Ekki var um að ræða kostun á þáttunum og auglýsingadeild RÚV …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár