Fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir greiddu laun tveggja dagskrárgerðarmanna hjá RÚV Núll vegna þátta fyrir ungt fólk um fjármál. Þá voru starfsmenn banka viðmælendur um lánveitingar og aðra bankaþjónustu án þess að vera titlaðir sem slíkir.
Þættirnir KLINK í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur voru sýndir í október og nóvember á síðasta ári. Markmið þáttanna var að efla vitund ungs fólks um fjármálareglur.
KLINK var unnið í samstarfi við Fjármálavit, sem er fræðsla í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða. Kostnaður við gerð þáttanna voru laun dagskrárgerðarmannanna tveggja og framleiðanda sem vann verkefnið yfir tveggja mánaða tímabil samhliða öðrum verkefnum. Framlag Fjármálavits nam launum dagskrárgerðarmannanna.
„Verkefnið var unnið með sambærilegum hætti og tíðkast hefur með gerð fræðsluefnis í samstarfi við opinbera aðila og félagasamtök,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV Núll. „Forræði RÚV og ábyrgð á efnistökum var algert. Ekki var um að ræða kostun á þáttunum og auglýsingadeild RÚV …
Athugasemdir