Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjármálafyrirtæki greiddu laun dagskrárgerðarmanna RÚV

Þætt­ir fyr­ir ungt fólk um fjár­mál á RÚV Núll voru unn­ir í sam­starfi við sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja og líf­eyr­is­sjóða. Banka­starfs­menn voru við­mæl­end­ur, en ekki titl­að­ir sem slík­ir. Ekki var um kost­un að ræða, að sögn RÚV, og for­ræði og ábyrgð RÚV á efnis­tök­um al­gert.

Fjármálafyrirtæki greiddu laun dagskrárgerðarmanna RÚV
KLINK Þættirnir voru sýndir í október og nóvember á síðasta ári.

Fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir greiddu laun tveggja dagskrárgerðarmanna hjá RÚV Núll vegna þátta fyrir ungt fólk um fjármál. Þá voru starfsmenn banka viðmælendur um lánveitingar og aðra bankaþjónustu án þess að vera titlaðir sem slíkir.

Þættirnir KLINK í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur voru sýndir í október og nóvember á síðasta ári. Markmið þáttanna var að efla vitund ungs fólks um fjármálareglur.

KLINK var unnið í samstarfi við Fjármálavit, sem er fræðsla í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða. Kostnaður við gerð þáttanna voru laun dagskrárgerðarmannanna tveggja og framleiðanda sem vann verkefnið yfir tveggja mánaða tímabil samhliða öðrum verkefnum. Framlag Fjármálavits nam launum dagskrárgerðarmannanna.

„Verkefnið var unnið með sambærilegum hætti og tíðkast hefur með gerð fræðsluefnis í samstarfi við opinbera aðila og félagasamtök,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV Núll. „Forræði RÚV og ábyrgð á efnistökum var algert. Ekki var um að ræða kostun á þáttunum og auglýsingadeild RÚV …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár