Uppljóstrarinn í mútumáli Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, er einn af mörgum uppljóstrurum í löndum Afríku sem leitað hefur eftir aðstoð sérstakra samtaka uppljóstrara í Afríku, PPLAAF. Samtökin veita Jóhannesi nú lögfræðilega aðstoð, rétt eins og fleiri samtök gera einnig, meðal annars Wikileaks.
Samtökin PPLAAF voru stofnuð árið 2017 og er tilgangur þeirra að veita uppljóstrurum sem stíga fram og greina frá spillingu eða lögbrotum í rekstri ríkja eða fyrirtækja í Afríkuríkjum stuðning og aðstoð í kjölfar þess. Samtökin hafa hjálpað mögum uppljóstrurum í Afríku á síðustu árum, meðal annars einum þeim allra þekktasta, John Githongo, sem kom upp um spillingarmál í Kenía fyrir 15 árum.
Staða uppljóstrara í heiminum hefur verið mikið til umræðu í fjölmiðlum síðastliðinn áratug í kjölfarið á þekktum lekum frá uppljóstrurum, eins og Chelsea Manning, fyrrverandi hermanni í Bandaríkjunum sem lak afhjúpandi gögnum, meðal annars myndbandi af þyrluárás Bandaríkjahers á óbreytta borgara í Írak, til …
Athugasemdir