Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Svandís ávítti lækna: „Töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala“

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra sagði lækna Land­spít­al­ans „tala spít­al­ann nið­ur“ með yf­ir­lýs­ing­um um neyð­ar­ástand á bráða­mót­töku. Þetta sagði hún á lok­uð­um fundi með lækna­ráði. Þá sagð­ist hún vilja fleiri „hauka í horni“ úr röð­um lækna.

Svandís Svavarsdóttir Fundur ráðherra með læknaráði snérist mikið til um bráðamóttökuna.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það sé „töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi sem tala um það að þessi stofnun sé nánast hætt við“. Þetta sagði hún á lokuðum fundi með læknaráði í gær.

Undir lok erindis síns svaraði Svandís spurningum lækna úr sal. Ragnar Freyr Ingvarsson læknir gerði málefni bráðamóttöku Landspítalans að umfjöllunarefni. „Það blasir við neyðarástand á bráðamóttöku sem við höfum öll ávarpað liðnar tvær vikur. Okkur langar mikið til að heyra hvað ráðherra leggur til, bæði af fjármagni og af góðum ráðum til að greiða úr þessari skelfingar flækju sem blasir við hér á hverjum degi og hefur blasað við liðið ár.“

„Það er töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi“

Svandís svaraði því til að mikið hefði nú þegar verið gert til að vinna á vandanum. „En af því að Ragnar nefnir neyðarástand og „skelfingarflækja“ var orðið sem hann notaði þá er orðinn býsna langur listi af orðum og hugtökum sem hafa verið notaðar um ástandið á bráðamóttökunni,“ sagði hún. „Raunar hefur það gengið svo langt að það er talað um ástandið á spítalanum almennt. Og ég verð bara að nota tækifærið til að segja það við Læknaráð að það er töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi sem tala um það að þessi stofnun sé nánast hætt við. Það er það. Vegna þess að á sama tíma og við erum að reyna að kalla eftir ungu fólki til starfa og við erum að reyna að tala um að það sé spennandi starfsvettvangur og mikilvægt að taka þátt í uppbyggingu og framþróun heilbrigðisþjónustunnar að þá er spurning hversu mikið gagn er í því að leggja áherslu á hversu mikill skelfingarvettvangur er hér.“

Svandís bar umræðuna saman við það ef einstaka deildir Háskóla Íslands væru sífellt að álykta um að það væri óráðlegt að stunda nám við skólann. „Orð eru til alls fyrst og þess vegna hef ég sagt að ég mundi vilja eiga fleiri hauka í horni þar sem eru læknar,“ sagði hún. „Vegna þess að læknar eru best menntaða stéttin á Íslandi. Leiðtogar í sínu fagi. Leiðtogar í því að byggja upp heilbrigðisþjónustu til lengri tíma og ég mundi vilja sjá að læknar tækju það hlutverk alvarlega og horfðu til lengri framtíðar í því að vera með í því að byggja upp þjónustu, að vera með í því að tala um það sem eru áskoranir og hvernig við getum snúið bökum saman í að bæta þjónustu.“

Vilja að hlustað sé á lækna

Að lokum sagði Svandís að hún vildi skilja það eftir að það fælist ábyrgð í því hvernig er talað. „Ábyrgð Læknaráðs er líka mikil þegar kemur að því að vera leiðtogar í því að þróa heilbrigðisþjónustuna inn í framtíðina. Og ég vil biðla til Læknaráðs að leggja fleiri lóð á þær vogaskálar og færri á þær að tala spítalann niður eins og oft er gert. Þetta varð ég að segja.“

„Það væri eiginlega brot á læknaeiðnum sem ég sór þegar ég varð læknir að ekki benda á það ástand sem blasir við“

Ragnar kom þá í pontu aftur. „Það væri eiginlega brot á læknaeiðnum sem ég sór þegar ég varð læknir að ekki benda á það ástand sem blasir við,“ sagði hann. „Nú var ég á vaktinni um helgina, Svandís, og það var 31 innlagður sjúklingur á bráðamóttöku og það var yfirlagt á allar deildir. Ég væri ekki að veita neina almennilega þjónustu ef ég mundi ekki benda fyrst á að ástandið sé svona. Ég get ekkert gert af því að það sé svekkjandi að heyra að ástandið sé slæmt, en það er þannig. Varðandi það að þú viljir eiga hauka í horni, þá eru starfandi um 400 læknar á Landspítalanum og þú þarft bara að kalla á okkur ef þú vilt heyra okkur veita gott ráð. En það væri líka gott ef að einstaka sinnum væri á okkur hlustað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár