Ný feminísk kvikmyndahátíð hefur göngu sína í janúar, en hún berst fyrir auknu jafnrétti í kvikmyndageiranum. Stjórnandi hátíðarinnar segist syrgja allar góðu kvikmyndirnar sem urðu aldrei til því hugmyndin að þeim kom frá konu.
Konur á uppleið
Í byrjun árs kepptust íslenskir fjölmiðlar við að fagna sigri Hildar Guðnadóttur á Gullhnattarverðlaunahátíðinni, en hún varð fyrsta kvenkyns tónskáldið til að hljóta verðlaunin ein síns liðs. Hún var önnur konan í 77 ára sögu þessa verðlauna til að vinna verðlaunin, en hún sigraði aðra jötna á borð við frændurna Thomas og Randy Newman sem voru einnig tilnefndir í ár.
Í sögu Gullhnattanna hefur aðeins einn kvenkyns leikstjóri sigrað, Barbara Streisand fyrir Yentl árið 1984. Sömuleiðis hefur aðeins einn kvenkyns leikstjóri unnið Óskarsverðlaunin, Kathryn Bigelow fyrir The Hurt Locker 2010.
Þrátt fyrir skort á viðurkenningu fer kvenkyns leikstjórum fjölgandi; samkvæmt grein New York Times var rúmlega tíu prósent af topp 100 myndum 2019 …
Athugasemdir