Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Femínísk kvikmyndahátíð skapar nýjar fyrirmyndir

Að­stand­end­ur nýrr­ar fem­in­ískr­ar kvik­mynda­há­tíð­ar syrgja hand­rit­in sem aldrei urðu kvik­mynd­ir vegna þess að höf­und­arn­ir voru kon­ur.

Femínísk kvikmyndahátíð skapar nýjar fyrirmyndir
Trúar á kraft kvenna Lea Ævars, stjórnandi RFFF, er fullviss um að til séu mörg æðisleg handrit að kvikmyndum eftir íslenskar konur sem safna ryki. Hún vill valdefla konur til að koma hugmyndum sínum og sjónarhornum að. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ný feminísk kvikmyndahátíð hefur göngu sína í janúar, en hún berst fyrir auknu jafnrétti í kvikmyndageiranum. Stjórnandi hátíðarinnar segist syrgja allar góðu kvikmyndirnar sem urðu aldrei til því hugmyndin að þeim kom frá konu.

Konur á uppleið

Í byrjun árs kepptust íslenskir fjölmiðlar við að fagna sigri Hildar Guðnadóttur á Gullhnattarverðlaunahátíðinni, en hún varð fyrsta kvenkyns tónskáldið til að hljóta verðlaunin ein síns liðs. Hún var önnur konan í 77 ára sögu þessa verðlauna til að vinna verðlaunin, en hún sigraði aðra jötna á borð við frændurna Thomas og Randy Newman sem voru einnig tilnefndir í ár.

Í sögu Gullhnattanna hefur aðeins einn kvenkyns leikstjóri sigrað, Barbara Streisand fyrir Yentl árið 1984. Sömuleiðis hefur aðeins einn kvenkyns leikstjóri unnið Óskarsverðlaunin, Kathryn Bigelow fyrir The Hurt Locker 2010.

Þrátt fyrir skort á viðurkenningu fer kvenkyns leikstjórum fjölgandi; samkvæmt grein New York Times var rúmlega tíu prósent af topp 100 myndum 2019 …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár