Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gestafyrirlesarar um foreldraútilokun gagnrýndir fyrir „forneskjulegar hugmyndir“

Stíga­mót vara við fyr­ir­hug­uðu nám­skeiði fyr­ir fag­fólk á veg­um Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti. Fyr­ir­les­ar­arn­ir eru bresk hjón sem hafa skrif­að um hefð­bund­in kynja­hlut­verk og gagn­rýnt femín­isma og kvenna­sam­tök. Skipu­leggj­andi seg­ir hópa hafa hag af því að berj­ast gegn um­ræð­unni.

Gestafyrirlesarar um foreldraútilokun gagnrýndir fyrir „forneskjulegar hugmyndir“
Karen Woodall Verkefnastýra hjá Stígamótum segir Woodall hjónin sýna hugsunarhátt þar sem þolendum er ekki trúað. Mynd: YouTube

Stígamót segja breska fyrirlesara sem væntanlegir eru til landsins til að fjalla um foreldraútilokun breiða út hugmyndafræði þar sem konum og börnum er ekki trúað þegar sagt er frá heimilis- og kynferðisofbeldi. Formaður Félags um foreldrajafnrétti, sem stendur fyrir námskeiðinu, segir hins vegar óþarfi að færa umræðuna niður í „skotgrafir kynjastríðs“.

Hjónin Karen og Nick Woodall munu halda heilsdags námskeið í lok janúar um börn og fjölskyldur sem kljást við foreldraútilokun. Hugtakið er umdeilt bæði á sviði sálfræði og lögfræði, en það skilgreinist sem það athæfi þegar annað foreldri snýr barni gegn hinu foreldrinu með innrætingu og hefur því verið lýst sem heilaþvotti foreldris á barni. Félag um foreldrajafnrétti sendi tölvupóst um viðburðinn á um 500 aðila nýverið og þar á meðal fagaðila í málaflokknum.

„Við setjum stórt spurningarmerki við að þetta fólk sé að fara að kenna íslensku fagfólki eitthvað um barnavernd og fjölskyldurétt,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra á Stígamótum, um Woodall-hjónin. „Skrif þeirra eru lituð af hugmyndum um að börn ljúgi til um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi snúist fyrst og fremst um að mæður beiti börnunum fyrir sig til að útiloka feður og þau virðast ekki taka neitt tillit til þess að mæður reyni að vernda börn sín og sig sjálfar gagnvart heimilisofbeldi. Þetta er hugsunarháttur þar sem þolendum er ekki trúað.“

„Þetta er hugsunarháttur þar sem þolendum er ekki trúað“
Steinunn Gyðu- og GuðjónsdóttirVerkefnastýra á Stígamótum segir annað fagfólk betur til þess fallið að fjalla um málaflokkinn.

Steinunn segir hjónin einnig vera með aðrar „forneskjulegar hugmyndir“ um jafnrétti, sem eigi ekki við í íslensku samfélagi. „Þarna eru hugmyndir um að mæður eigi að vera heima með börnin og feður útivinnandi, skýr og klár verkaskipting byggð á gömlum staðalhugmyndum. Það er mjög skrítið að Félag um foreldrajafnrétti, sem kennir sig við jafnrétti, bjóði okkur upp á þessa fyrirlesara, sem standa alls ekki fyrir jafnrétti.“

Hún segir heimsmyndina sem Woodall-hjónin vinna út frá ekki vera til þess fallna að leiðbeina fagfólki. „Þau tala um að börnin séu uppfull af ranghugmyndum og að þau ljúgi fyrir hönd mæðra sinna og að baki þeim standi feminísk samtök,“ segir Steinunn. „Sjálfsagt eru til dæmi þess að börnum sé beitt á ósanngjarnan hátt þegar kemur að skilnaði foreldra, en þetta er ekki fagfólkið sem ætti að vera að fræða okkur um það.“

Flókin og erfið mál

Dofri Hermannsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir Woodall-hjónin halda námskeiðið með milligöngu félagsins og að þau séu sérfræðingar á þessu sviði. Hvetur hann alla sem áhuga hafa að sækja sér fræðslu um málið.

Dofri HermannssonFormaður Félags um foreldrajafnrétti segir fyrirlesarana vera sérfræðinga í málaflokknum.

„Foreldraútilokun er þegar annað foreldrið beitir þekktum aðferðum til að slíta sambandi barnsins við hitt foreldrið,“ segir hann. „Þetta er tækni sem er ekkert síður notuð af feðrum en mæðrum og til okkar leituðu á síðasta ári fleiri mæður en feður. Þeim mæðrum er lítill greiði gerður með að taka þetta niður í nafni femínisma þar sem þetta er útmálað sem hugtak sem ofbeldisfullir feður nota til að halda áfram að ofsækja börn sín og fyrrverandi eiginkonur.“

Woodall-hjónin halda tvö námskeið á vegum félagsins. Annað er fyrir foreldra og aðra útilokaða aðstandendur eða börn sem telja sig hafa verið beitt tilfinningamisnotkun. Hitt er ætlað barnaverndarstarfsmönnum, sáttamönnum, sálfræðingum, félagsfræðingum, félagsráðgjöfum, lögmönnum, dómurum og öðrum sérfræðingum.

Dofri segir deilur um hugtakið „foreldraútilokun“ hafa í raun verið fagmannadeilu, en á tímabili var reynt að skilgreina „foreldrafirringarheilkenni“ sem sérstakan kvilla í sálfræði. „Karen og Nick Woodall eru tvímælalaust meðal færasta fólksins á þessu sviði og hiklaust gott fagfólk,“ segir Dofri. „Við viljum ekki taka þátt í leðjuslagnum, heldur fá færasta fólk heimsins hingað til að tala milliliðalaust við þá sem eru að reyna að leysa úr þessum hrikalega flóknu og erfiðu málum.“

Hann segir foreldraútilokun vera andlegt ofbeldi gagnvart börnum þar sem þeim er innrættur ótti og jafnvel fyrirlitning gagnvart öðru foreldrinu. Mikilvægt sé þó í þessum málum að útiloka fyrst að raunverulegt heimilis- eða kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, en að skýr greinarmunur sé á einkennum barna eftir því um hvort sé að ræða. „Það eru mjög margir og sterkir hópar, sérstaklega hópar í nafni femínisma, sem vilja taka umræðu um foreldraútilokun niður í skotgrafir kynjastríðs,“ segir hann. „En það er misskilningur, sem þær virðast hafa hag af að halda uppi.“

Gagnrýnir femínista ítrekað á bloggi sínu

Karen og Nick Woodall stýra Family Separation Clinic, sem er stofnun sem sérhæfir sig í skilnaðarmálum þar sem börn hafna samskiptum við annað foreldrið. Karen skilgreinir sig sem „uppgjafarfemínista“ á bloggsíðu sinni, hafnar hugtökum á borð við feðraveldi og er gagnrýnin á feminísk samtök og viðburði eins og Milljarður rís á vegum UN Women þar sem sjónum er beitt að kynferðislegu ofbeldi.

Milljarður rísViðburður UN Women hefur verið haldinn víða um heim til að mótmæla kynbundnu ofbeldi.

„Kvenréttindaþrýstihópar vilja ekki að umræða um heimilisofbeldi fari að snúast um geðheilbrigðismál því það mundi taka okkur út úr pólitísku nálguninni á feðraveldi sem er tilbúningurinn sem femínistar nota til þess að öðlast og viðhalda stjórn í kynjastríðunum sem þetta skapar,“ skrifaði hún á síðu sína nýverið.

„Sú hugmynd að allir karlmenn séu hættulegir börnum sínum þar til annað er sannað [...] er afurð kynjastríðsins“

„Er feðraveldið til? Eru allir menn í grunninn með forréttindi umfram konur? Ég geng um götur London og sé heimilislausa, nær alfarið karlmenn, og ég veit að þessi tilbúningur byggir ekki á raunveruleikanum. Lífið er ekki eins auðvelt að greina og kynjastríðsmennirnir vilja að við trúum. Sambönd barna við foreldra eftir skilnað eru ekki hluti af kynjastríðinu og sú hugmynd að allir karlmenn sé hættulegir börnum sínum þar til annað er sannað [...] er afurð kynjastríðsins sem við þurfum að komast yfir.“

Þá var Karen ávítt af samtökum breskra sálfræðinga árið 2015 með einróma ákvörðun nefndar þess efnis að hún hefði framið brot í starfi með kæruleysi og ófullnægjandi faglegri þjónustu sem hafi verið langt undir viðmiðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindi feðra

Dofri segir frá heimilisofbeldi: „Þess vegna vil ég stíga fram“
FréttirRéttindi feðra

Dof­ri seg­ir frá heim­il­isof­beldi: „Þess vegna vil ég stíga fram“

Dof­ri Her­manns­son rýf­ur þögn­ina og lýs­ir því að hann hafi ver­ið beitt­ur of­beldi af fyrr­ver­andi konu sinni. Hann seg­ir að of­beld­ið hafi hald­ið áfram eft­ir skiln­að­inn, með þeim hætti að börn­in hans hafi ver­ið sett í holl­ustuklemmu, þar sem fyrr­ver­andi maki hans vinni mark­visst að því að slíta tengsl barn­anna við hann.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár