Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gestafyrirlesarar um foreldraútilokun gagnrýndir fyrir „forneskjulegar hugmyndir“

Stíga­mót vara við fyr­ir­hug­uðu nám­skeiði fyr­ir fag­fólk á veg­um Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti. Fyr­ir­les­ar­arn­ir eru bresk hjón sem hafa skrif­að um hefð­bund­in kynja­hlut­verk og gagn­rýnt femín­isma og kvenna­sam­tök. Skipu­leggj­andi seg­ir hópa hafa hag af því að berj­ast gegn um­ræð­unni.

Gestafyrirlesarar um foreldraútilokun gagnrýndir fyrir „forneskjulegar hugmyndir“
Karen Woodall Verkefnastýra hjá Stígamótum segir Woodall hjónin sýna hugsunarhátt þar sem þolendum er ekki trúað. Mynd: YouTube

Stígamót segja breska fyrirlesara sem væntanlegir eru til landsins til að fjalla um foreldraútilokun breiða út hugmyndafræði þar sem konum og börnum er ekki trúað þegar sagt er frá heimilis- og kynferðisofbeldi. Formaður Félags um foreldrajafnrétti, sem stendur fyrir námskeiðinu, segir hins vegar óþarfi að færa umræðuna niður í „skotgrafir kynjastríðs“.

Hjónin Karen og Nick Woodall munu halda heilsdags námskeið í lok janúar um börn og fjölskyldur sem kljást við foreldraútilokun. Hugtakið er umdeilt bæði á sviði sálfræði og lögfræði, en það skilgreinist sem það athæfi þegar annað foreldri snýr barni gegn hinu foreldrinu með innrætingu og hefur því verið lýst sem heilaþvotti foreldris á barni. Félag um foreldrajafnrétti sendi tölvupóst um viðburðinn á um 500 aðila nýverið og þar á meðal fagaðila í málaflokknum.

„Við setjum stórt spurningarmerki við að þetta fólk sé að fara að kenna íslensku fagfólki eitthvað um barnavernd og fjölskyldurétt,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra á Stígamótum, um Woodall-hjónin. „Skrif þeirra eru lituð af hugmyndum um að börn ljúgi til um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi snúist fyrst og fremst um að mæður beiti börnunum fyrir sig til að útiloka feður og þau virðast ekki taka neitt tillit til þess að mæður reyni að vernda börn sín og sig sjálfar gagnvart heimilisofbeldi. Þetta er hugsunarháttur þar sem þolendum er ekki trúað.“

„Þetta er hugsunarháttur þar sem þolendum er ekki trúað“
Steinunn Gyðu- og GuðjónsdóttirVerkefnastýra á Stígamótum segir annað fagfólk betur til þess fallið að fjalla um málaflokkinn.

Steinunn segir hjónin einnig vera með aðrar „forneskjulegar hugmyndir“ um jafnrétti, sem eigi ekki við í íslensku samfélagi. „Þarna eru hugmyndir um að mæður eigi að vera heima með börnin og feður útivinnandi, skýr og klár verkaskipting byggð á gömlum staðalhugmyndum. Það er mjög skrítið að Félag um foreldrajafnrétti, sem kennir sig við jafnrétti, bjóði okkur upp á þessa fyrirlesara, sem standa alls ekki fyrir jafnrétti.“

Hún segir heimsmyndina sem Woodall-hjónin vinna út frá ekki vera til þess fallna að leiðbeina fagfólki. „Þau tala um að börnin séu uppfull af ranghugmyndum og að þau ljúgi fyrir hönd mæðra sinna og að baki þeim standi feminísk samtök,“ segir Steinunn. „Sjálfsagt eru til dæmi þess að börnum sé beitt á ósanngjarnan hátt þegar kemur að skilnaði foreldra, en þetta er ekki fagfólkið sem ætti að vera að fræða okkur um það.“

Flókin og erfið mál

Dofri Hermannsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir Woodall-hjónin halda námskeiðið með milligöngu félagsins og að þau séu sérfræðingar á þessu sviði. Hvetur hann alla sem áhuga hafa að sækja sér fræðslu um málið.

Dofri HermannssonFormaður Félags um foreldrajafnrétti segir fyrirlesarana vera sérfræðinga í málaflokknum.

„Foreldraútilokun er þegar annað foreldrið beitir þekktum aðferðum til að slíta sambandi barnsins við hitt foreldrið,“ segir hann. „Þetta er tækni sem er ekkert síður notuð af feðrum en mæðrum og til okkar leituðu á síðasta ári fleiri mæður en feður. Þeim mæðrum er lítill greiði gerður með að taka þetta niður í nafni femínisma þar sem þetta er útmálað sem hugtak sem ofbeldisfullir feður nota til að halda áfram að ofsækja börn sín og fyrrverandi eiginkonur.“

Woodall-hjónin halda tvö námskeið á vegum félagsins. Annað er fyrir foreldra og aðra útilokaða aðstandendur eða börn sem telja sig hafa verið beitt tilfinningamisnotkun. Hitt er ætlað barnaverndarstarfsmönnum, sáttamönnum, sálfræðingum, félagsfræðingum, félagsráðgjöfum, lögmönnum, dómurum og öðrum sérfræðingum.

Dofri segir deilur um hugtakið „foreldraútilokun“ hafa í raun verið fagmannadeilu, en á tímabili var reynt að skilgreina „foreldrafirringarheilkenni“ sem sérstakan kvilla í sálfræði. „Karen og Nick Woodall eru tvímælalaust meðal færasta fólksins á þessu sviði og hiklaust gott fagfólk,“ segir Dofri. „Við viljum ekki taka þátt í leðjuslagnum, heldur fá færasta fólk heimsins hingað til að tala milliliðalaust við þá sem eru að reyna að leysa úr þessum hrikalega flóknu og erfiðu málum.“

Hann segir foreldraútilokun vera andlegt ofbeldi gagnvart börnum þar sem þeim er innrættur ótti og jafnvel fyrirlitning gagnvart öðru foreldrinu. Mikilvægt sé þó í þessum málum að útiloka fyrst að raunverulegt heimilis- eða kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, en að skýr greinarmunur sé á einkennum barna eftir því um hvort sé að ræða. „Það eru mjög margir og sterkir hópar, sérstaklega hópar í nafni femínisma, sem vilja taka umræðu um foreldraútilokun niður í skotgrafir kynjastríðs,“ segir hann. „En það er misskilningur, sem þær virðast hafa hag af að halda uppi.“

Gagnrýnir femínista ítrekað á bloggi sínu

Karen og Nick Woodall stýra Family Separation Clinic, sem er stofnun sem sérhæfir sig í skilnaðarmálum þar sem börn hafna samskiptum við annað foreldrið. Karen skilgreinir sig sem „uppgjafarfemínista“ á bloggsíðu sinni, hafnar hugtökum á borð við feðraveldi og er gagnrýnin á feminísk samtök og viðburði eins og Milljarður rís á vegum UN Women þar sem sjónum er beitt að kynferðislegu ofbeldi.

Milljarður rísViðburður UN Women hefur verið haldinn víða um heim til að mótmæla kynbundnu ofbeldi.

„Kvenréttindaþrýstihópar vilja ekki að umræða um heimilisofbeldi fari að snúast um geðheilbrigðismál því það mundi taka okkur út úr pólitísku nálguninni á feðraveldi sem er tilbúningurinn sem femínistar nota til þess að öðlast og viðhalda stjórn í kynjastríðunum sem þetta skapar,“ skrifaði hún á síðu sína nýverið.

„Sú hugmynd að allir karlmenn séu hættulegir börnum sínum þar til annað er sannað [...] er afurð kynjastríðsins“

„Er feðraveldið til? Eru allir menn í grunninn með forréttindi umfram konur? Ég geng um götur London og sé heimilislausa, nær alfarið karlmenn, og ég veit að þessi tilbúningur byggir ekki á raunveruleikanum. Lífið er ekki eins auðvelt að greina og kynjastríðsmennirnir vilja að við trúum. Sambönd barna við foreldra eftir skilnað eru ekki hluti af kynjastríðinu og sú hugmynd að allir karlmenn sé hættulegir börnum sínum þar til annað er sannað [...] er afurð kynjastríðsins sem við þurfum að komast yfir.“

Þá var Karen ávítt af samtökum breskra sálfræðinga árið 2015 með einróma ákvörðun nefndar þess efnis að hún hefði framið brot í starfi með kæruleysi og ófullnægjandi faglegri þjónustu sem hafi verið langt undir viðmiðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindi feðra

Dofri segir frá heimilisofbeldi: „Þess vegna vil ég stíga fram“
FréttirRéttindi feðra

Dof­ri seg­ir frá heim­il­isof­beldi: „Þess vegna vil ég stíga fram“

Dof­ri Her­manns­son rýf­ur þögn­ina og lýs­ir því að hann hafi ver­ið beitt­ur of­beldi af fyrr­ver­andi konu sinni. Hann seg­ir að of­beld­ið hafi hald­ið áfram eft­ir skiln­að­inn, með þeim hætti að börn­in hans hafi ver­ið sett í holl­ustuklemmu, þar sem fyrr­ver­andi maki hans vinni mark­visst að því að slíta tengsl barn­anna við hann.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár