Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gestafyrirlesarar um foreldraútilokun gagnrýndir fyrir „forneskjulegar hugmyndir“

Stíga­mót vara við fyr­ir­hug­uðu nám­skeiði fyr­ir fag­fólk á veg­um Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti. Fyr­ir­les­ar­arn­ir eru bresk hjón sem hafa skrif­að um hefð­bund­in kynja­hlut­verk og gagn­rýnt femín­isma og kvenna­sam­tök. Skipu­leggj­andi seg­ir hópa hafa hag af því að berj­ast gegn um­ræð­unni.

Gestafyrirlesarar um foreldraútilokun gagnrýndir fyrir „forneskjulegar hugmyndir“
Karen Woodall Verkefnastýra hjá Stígamótum segir Woodall hjónin sýna hugsunarhátt þar sem þolendum er ekki trúað. Mynd: YouTube

Stígamót segja breska fyrirlesara sem væntanlegir eru til landsins til að fjalla um foreldraútilokun breiða út hugmyndafræði þar sem konum og börnum er ekki trúað þegar sagt er frá heimilis- og kynferðisofbeldi. Formaður Félags um foreldrajafnrétti, sem stendur fyrir námskeiðinu, segir hins vegar óþarfi að færa umræðuna niður í „skotgrafir kynjastríðs“.

Hjónin Karen og Nick Woodall munu halda heilsdags námskeið í lok janúar um börn og fjölskyldur sem kljást við foreldraútilokun. Hugtakið er umdeilt bæði á sviði sálfræði og lögfræði, en það skilgreinist sem það athæfi þegar annað foreldri snýr barni gegn hinu foreldrinu með innrætingu og hefur því verið lýst sem heilaþvotti foreldris á barni. Félag um foreldrajafnrétti sendi tölvupóst um viðburðinn á um 500 aðila nýverið og þar á meðal fagaðila í málaflokknum.

„Við setjum stórt spurningarmerki við að þetta fólk sé að fara að kenna íslensku fagfólki eitthvað um barnavernd og fjölskyldurétt,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra á Stígamótum, um Woodall-hjónin. „Skrif þeirra eru lituð af hugmyndum um að börn ljúgi til um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi snúist fyrst og fremst um að mæður beiti börnunum fyrir sig til að útiloka feður og þau virðast ekki taka neitt tillit til þess að mæður reyni að vernda börn sín og sig sjálfar gagnvart heimilisofbeldi. Þetta er hugsunarháttur þar sem þolendum er ekki trúað.“

„Þetta er hugsunarháttur þar sem þolendum er ekki trúað“
Steinunn Gyðu- og GuðjónsdóttirVerkefnastýra á Stígamótum segir annað fagfólk betur til þess fallið að fjalla um málaflokkinn.

Steinunn segir hjónin einnig vera með aðrar „forneskjulegar hugmyndir“ um jafnrétti, sem eigi ekki við í íslensku samfélagi. „Þarna eru hugmyndir um að mæður eigi að vera heima með börnin og feður útivinnandi, skýr og klár verkaskipting byggð á gömlum staðalhugmyndum. Það er mjög skrítið að Félag um foreldrajafnrétti, sem kennir sig við jafnrétti, bjóði okkur upp á þessa fyrirlesara, sem standa alls ekki fyrir jafnrétti.“

Hún segir heimsmyndina sem Woodall-hjónin vinna út frá ekki vera til þess fallna að leiðbeina fagfólki. „Þau tala um að börnin séu uppfull af ranghugmyndum og að þau ljúgi fyrir hönd mæðra sinna og að baki þeim standi feminísk samtök,“ segir Steinunn. „Sjálfsagt eru til dæmi þess að börnum sé beitt á ósanngjarnan hátt þegar kemur að skilnaði foreldra, en þetta er ekki fagfólkið sem ætti að vera að fræða okkur um það.“

Flókin og erfið mál

Dofri Hermannsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir Woodall-hjónin halda námskeiðið með milligöngu félagsins og að þau séu sérfræðingar á þessu sviði. Hvetur hann alla sem áhuga hafa að sækja sér fræðslu um málið.

Dofri HermannssonFormaður Félags um foreldrajafnrétti segir fyrirlesarana vera sérfræðinga í málaflokknum.

„Foreldraútilokun er þegar annað foreldrið beitir þekktum aðferðum til að slíta sambandi barnsins við hitt foreldrið,“ segir hann. „Þetta er tækni sem er ekkert síður notuð af feðrum en mæðrum og til okkar leituðu á síðasta ári fleiri mæður en feður. Þeim mæðrum er lítill greiði gerður með að taka þetta niður í nafni femínisma þar sem þetta er útmálað sem hugtak sem ofbeldisfullir feður nota til að halda áfram að ofsækja börn sín og fyrrverandi eiginkonur.“

Woodall-hjónin halda tvö námskeið á vegum félagsins. Annað er fyrir foreldra og aðra útilokaða aðstandendur eða börn sem telja sig hafa verið beitt tilfinningamisnotkun. Hitt er ætlað barnaverndarstarfsmönnum, sáttamönnum, sálfræðingum, félagsfræðingum, félagsráðgjöfum, lögmönnum, dómurum og öðrum sérfræðingum.

Dofri segir deilur um hugtakið „foreldraútilokun“ hafa í raun verið fagmannadeilu, en á tímabili var reynt að skilgreina „foreldrafirringarheilkenni“ sem sérstakan kvilla í sálfræði. „Karen og Nick Woodall eru tvímælalaust meðal færasta fólksins á þessu sviði og hiklaust gott fagfólk,“ segir Dofri. „Við viljum ekki taka þátt í leðjuslagnum, heldur fá færasta fólk heimsins hingað til að tala milliliðalaust við þá sem eru að reyna að leysa úr þessum hrikalega flóknu og erfiðu málum.“

Hann segir foreldraútilokun vera andlegt ofbeldi gagnvart börnum þar sem þeim er innrættur ótti og jafnvel fyrirlitning gagnvart öðru foreldrinu. Mikilvægt sé þó í þessum málum að útiloka fyrst að raunverulegt heimilis- eða kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, en að skýr greinarmunur sé á einkennum barna eftir því um hvort sé að ræða. „Það eru mjög margir og sterkir hópar, sérstaklega hópar í nafni femínisma, sem vilja taka umræðu um foreldraútilokun niður í skotgrafir kynjastríðs,“ segir hann. „En það er misskilningur, sem þær virðast hafa hag af að halda uppi.“

Gagnrýnir femínista ítrekað á bloggi sínu

Karen og Nick Woodall stýra Family Separation Clinic, sem er stofnun sem sérhæfir sig í skilnaðarmálum þar sem börn hafna samskiptum við annað foreldrið. Karen skilgreinir sig sem „uppgjafarfemínista“ á bloggsíðu sinni, hafnar hugtökum á borð við feðraveldi og er gagnrýnin á feminísk samtök og viðburði eins og Milljarður rís á vegum UN Women þar sem sjónum er beitt að kynferðislegu ofbeldi.

Milljarður rísViðburður UN Women hefur verið haldinn víða um heim til að mótmæla kynbundnu ofbeldi.

„Kvenréttindaþrýstihópar vilja ekki að umræða um heimilisofbeldi fari að snúast um geðheilbrigðismál því það mundi taka okkur út úr pólitísku nálguninni á feðraveldi sem er tilbúningurinn sem femínistar nota til þess að öðlast og viðhalda stjórn í kynjastríðunum sem þetta skapar,“ skrifaði hún á síðu sína nýverið.

„Sú hugmynd að allir karlmenn séu hættulegir börnum sínum þar til annað er sannað [...] er afurð kynjastríðsins“

„Er feðraveldið til? Eru allir menn í grunninn með forréttindi umfram konur? Ég geng um götur London og sé heimilislausa, nær alfarið karlmenn, og ég veit að þessi tilbúningur byggir ekki á raunveruleikanum. Lífið er ekki eins auðvelt að greina og kynjastríðsmennirnir vilja að við trúum. Sambönd barna við foreldra eftir skilnað eru ekki hluti af kynjastríðinu og sú hugmynd að allir karlmenn sé hættulegir börnum sínum þar til annað er sannað [...] er afurð kynjastríðsins sem við þurfum að komast yfir.“

Þá var Karen ávítt af samtökum breskra sálfræðinga árið 2015 með einróma ákvörðun nefndar þess efnis að hún hefði framið brot í starfi með kæruleysi og ófullnægjandi faglegri þjónustu sem hafi verið langt undir viðmiðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindi feðra

Dofri segir frá heimilisofbeldi: „Þess vegna vil ég stíga fram“
FréttirRéttindi feðra

Dof­ri seg­ir frá heim­il­isof­beldi: „Þess vegna vil ég stíga fram“

Dof­ri Her­manns­son rýf­ur þögn­ina og lýs­ir því að hann hafi ver­ið beitt­ur of­beldi af fyrr­ver­andi konu sinni. Hann seg­ir að of­beld­ið hafi hald­ið áfram eft­ir skiln­að­inn, með þeim hætti að börn­in hans hafi ver­ið sett í holl­ustuklemmu, þar sem fyrr­ver­andi maki hans vinni mark­visst að því að slíta tengsl barn­anna við hann.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár