Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Akstur Ásmundar hefur kostað tæpar 29 milljónir frá 2013

Ásmund­ur Frið­riks­son hef­ur á ár­inu feng­ið akst­urs­kostn­að end­ur­greidd­an fyr­ir rúm­lega 50 pró­sent hærri upp­hæð en þing­mað­ur­inn í öðru sæti.

Akstur Ásmundar hefur kostað tæpar 29 milljónir frá 2013
Ásmundur Friðriksson Enginn þingmaður kemst með tærnar þar sem Ásmundur hefur hælana hvað varðar endurgreiðslur á aksturskostnaði í ár. Mynd: Af Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Frá því Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, settist á þing árið 2013 hefur hann fengið 28.747.016 krónur endurgreiddar vegna aksturskostnaðar.

Ásmundur er sá þingmaður sem hefur fengið langmest endurgreitt vegna aksturskostnaðar það sem af er ári. Frá janúar til loka október hefur hann fengið endurgreiddar 2.834.790 króna fyrir ferðir á bílaleigubíl auk kostnaðar vegna eldsneytis upp á 628.159 krónur. Nemur upphæðin alls 3.462.949 krónum á árinu.

Á eftir Ásmundi kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, með endurgreiðslur upp á um 2,3 milljónir króna. Eru endurgreiðslur til Ásmundar 52 prósent hærri en til Vilhjálms. Í þriðja sæti er Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur fengið 1,6 milljónir króna endurgreiddar.

Ásmundur var kjörinn á þing árið 2013 fyrir suðurkjördæmi eftir að hafa verið bæjarstjóri í Garði. Frá upphafi þingsetu hefur hann fengið 23.447.944 krónur endurgreiddar fyrir ferðir á eigin bifreið. Þá hefur hann fengið samtals 4.000.840 krónur endurgreiddar í ár og í fyrra fyrir kostnað við bílaleigubíla. Ofan á það bætist kostnaður upp á 1.261.232 krónur í eldsneytiskostnað á þessum tæpu tveimur árum. Loks hefur hann fengið 37.000 krónur endurgreiddar vegna annars kostnaðar, en undir þann lið falla til dæmis gjöld í jarðgöng, leigubílar og fleira.

Þá er ótaldur fastur ferðakostnaður í kjördæmi sem hefur numið 4.666.494 krónum frá því Ásmundur settist á þing, auk greiðslna fyrir flugferðir og fargjöld innanlands, gisti- og fæðiskostnað innanlands, flugferðir utan lands, gisti- og fæðiskostnað erlendis, dagpeninga og annan ferðakostnað utan lands. Þingmenn fá einnig greiddan starfskostnað, síma- og netkostnað og fá þingmenn kjördæma utan höfuðborgarsvæðisins einnig greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað.

Ásmundur endurgreiddi þó 178 þúsund krónur vegna aksturs sem tengdist þætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN. „Ég leit þannig á að ég væri að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferð í þágu þingstarfa til að vinna að þáttagerðinni samhliða,“ sagði hann haustið 2018. „Slíkt orkar tvímælis. Vegna þess og að eigin frumkvæði, greiddi ég því skrifstofu Alþingis til baka þann 19. febrúar sl. 178.000 kr. vegna ferða sem mér höfðu verið endurgreiddar til þess að enginn vafi léki á því að rétt væri að staðið, enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“

Ásmundur sagði nýlega frá því að hann hefði tilkynnt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir, þingmann Pírata og varaformann Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, til Evrópuráðsþingsins vegna þess að hún hefði brotið siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna var fundin sek af siðanefnd Alþingis fyrir að brjóta siðareglurnar með því að segja „rökstuddan grun“ vera uppi um að Ásmundur hefði „dregið að sér fé“ með ofteknum endurgreiðslum vegna aksturs. Orðrétt sagði Þórhildur Sunna: „Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár