Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lögmannstofan sem „rannsakar“ Samherja vinnur lögmannsstörf fyrir útgerðina í Namibíu

Norska lög­manns­stof­an Wik­borg Rein vinn­ur fyr­ir Sam­herja í deil­unni um tog­ar­ann Heina­ste. Sam­herji neit­aði því að lög­manns­stof­an ynni að öðru en rann­sókn­inni á Sam­herja. Tals­mað­ur lög­manns­stof­unn­ar seg­ir að vinna Wik­borg Rein í Heina­ste-deil­unni teng­ist „rann­sókn­inni“ á Sam­herja.

Lögmannstofan sem „rannsakar“ Samherja  vinnur lögmannsstörf fyrir útgerðina í Namibíu
Trúverðugleiki rannsóknarinnar Björgólfur Jóhannsson sagði við Stundina í síðustu viku að Wikborg Rein ynni ekki önnur störf fyrir Samherja en „rannsóknina“ á fyrirtækinu þar sem slíkt gæti grafið undan trúverðugleika rannsóknarinnar. Hann sést hér með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja sem er í leyfi. Mynd: Vísir/Sigurjón

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein sem Samherji hefur ráðið til að „rannsaka“ starfsemi útgerðarinnar í Namibíu og í öðrum löndum vinnur líka lögmannsstörf fyrir útgerðina í Namibíu samhliða þessari vinnu sinni. Þetta kemur fram í tölvubréfi frá einum meðeiganda á lögmannstofunni Wikborg Rein, Chris Grieveson sem starfar í London, til lögmannsstofu í Suður-Afríku. Í bréfaskiptunum er deilt um ætluð kaup rússnesks útgerðarfélags á togaranum Heinaste af Samherja, og namibískum meðfjárfestum íslensku útgerðarinnar, á 20 milljónir dollara.

Kaupin á togaranum eru komin í uppnám vegna mútumáls Samherja í Namibíu sem greint var frá í Kveik, Stundinni og Al Jazeera fyrir mánuði síðan á grundvelli gagna frá Wikileaks. 

Í bréfi segir Chris Grieveson að hann komi fram sem fulltrúi „eigenda togarans og Samherjasamstæðunnar vegna sölunnar á skipinu“.  Í bréfinu frá Wikborg Rein og Chris Grieveson er lögð áhersla á að fyrirliggjandi stofnsamningur (e. MOA) um kaup á Heinaste frá því í lok október eigi að halda þrátt fyrir fréttaflutning um Samherja sem Grieveson segir að séu „einfaldlega ásakanir“ á þessu stigi málsins. Samherji reynir því allt hvað félagið getur til að halda sölu á Heinaste til streitu. 

Í svörum við spurningum Stundarinnar neitar Samherji að afhenda verksamning sinn við norsku lögmannsstofuna:  „Verksamningur sem Samherji hefur við Wikborg Rein vegna rannsóknarinnar hefur verið afhentur hlutaðeigandi hagsmunaaðilum. Hann verður hins vegar ekki birtur opinberlega á þessu stigi,“ segir í svarinu sem Björgólfur Jóhannsson er titlaður fyrir sem málsvari Samherja.

Bréfið frá Wikborg ReinBréfið frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein til lögmannsstofu ætlaðs kaupanda togarans Heinaste sem dagsett er þann 9. desember síðastliðinn.

„Rannsókn“ Wikborg Rein

Upplýsingarnar sem koma fram í tölvubréfinu frá Wikborg Rein sýna því fram á það að norska lögmannsstofan er ekki eingöngu að vinna við svokallaða rannsókn á Samherja fyrir hönd Samherja heldur eru starfsmenn lögmannsstofunnar einnig að gæta hagsmuna Samherja í deilum í Namibíu sem teygja sig til annarra landa.

Samherji hefur haldið því fram að þessi rannsókn verði sjálfstæð og hlutlæg. Þegar Samherji greindi frá „rannsókn“ Wikborg Rein í aðdraganda fjölmiðlaumfjöllunar um mútugreiðslurnar í Namibíu í nóvember var það gert með þessum orðum: „Við tökum þessu mjög alvarlega og höfum ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni í Afríku. Þar til niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um einstakar ásakanir.“

 „Við tökum þessu mjög alvarlega og höfum ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn“

Í yfirlýsingu frá Samherja nokkrum dögum síðar sagði að viðbrögð Samherja við fréttunum af mútugreiðslunum myndi byggja á niðurstöðum Wikborg Rein, líkt og um væri að ræða niðurstöðu frá óháðri eftirlits- eða rannsóknarstofnun: „Yfirstandandi rannsókn, sem er í höndum alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein, mun halda áfram og mun Wikborg Rein heyra beint undir stjórn félagsins. […] Ekki er að vænta frekari umfjöllunar af hálfu Samherja fyrr en staðreyndir úr ofangreindri rannsókn taka á sig skýrari mynd.

Í viðtali við Viðskiptablaðið í nóvember sagði Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, að hann furðaði sig á gagnrýni á þá ákvörðun Samherja að fá Wikborg Rein til að rannsaka starfshætti Samherja „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ sagði Björgólfur.

Í þessu tilfelli er Samherji hins vegar bæði verkkaupi og rannsóknarefni „rannsóknar“ Wikborg Rein  en einnig viðskiptavinur lögmannsstofunnar á öðrum vígsstöðvum eins og í deilu um sölu á togara í Namibíu.

Neitaði að Wikborg Rein ynni önnur störf

Þegar Stundin spurði Samherja að því í síðustu viku, eftir að Stundin hafði fengið upplýsingar um að Wikborg Rein væri að vinna lögmannsstörf fyrir Samherja í Namibíu í máli sem fjallaði ekki rannsókninni á mútugreiðslum Samherja, hvort Wikborg Rein væri að vinna fyrir Samherja með öðrum hætti en að „rannsaka“ fyrirtækið neitaði útgerðin. Spurningum um þetta var beint til Margrétar Ólafsdóttur, ritara forstjóra Samherja. Svör Samherja koma frá eða eru eignuð Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra og talsmanns fyrirtækisins og stjórnar þess. 

Í svari fra Björgólfi kom fram að vinna Wikborg Rein fyrir Samherja afmarkaðist af „rannsókninni“ á fyrirtækinu: „Vinna Wikborg Rein afmarkast við rannsókn á þeim ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur Samherja vegna starfseminnar í Namibíu. Innifalið í þeirri vinnu er aðstoð við styrkingu á innra eftirliti hjá fyrirtækinu. Tilgangurinn með því er meðal annars að koma í veg fyrir að einstaklingar geti bakað fyrirtækinu bótaábyrgð í framtíðinni.“

Út frá tölvubréfinu frá starfsmanni Wikborg Rein um söluna á Heinaste, sem ekki flokkast sem hluti af rannsókninni á Samherja, er ljóst að þetta svar frá Samherja er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. 

Aðstoðar Samherja við rannsaka sjálfan sig

Í svari frá Geir Swiggum, lögfræðingi hjá Wikborg Rein og talsmanni fyrirtækisins, kemur fram að öll vinna lögmannsstofunnar tengist ásökununum á hendur Samherjasamstæðunni. „Öll sú vinna sem við innum að hendi tengist ásökununum á hendur Samherjasamstæðunni,“ segir í löngu svari frá Geir sem er birt í heild sinni fyrir neðan þessa frétt.

Stundin spurði Geir Swiggum beint út í vinnu lögmanns Wikborg Rein í Heinaste-deilunni og virðist Wikborg Rein því líta svo að deilan um söluna á Heinaste tengist „rannsókn“ Wikborg Rein á hendur Samherja. Hvernig þetta gengur upp liggur ekki fyrir þar sem sala á togara getur vart flokkast undir rannsóknarefni lögmannstofunnar. 

Annað sem er áhugavert í svari Geir Swiggum er að hann segir að Wikborg Rein sé fyrst og fremst að „aðstoða stjórnina við innri rannsókn“.

Út frá þessu svari er því ljóst að það er ekki norska lögmannsstofan sem er að rannsaka Samherja, eins og útgerðin hefur sagt, heldur er Wikborg Rein að aðstoða Samherja við meinta eigin rannsókn á fyrirtækinu sjálfu. 

Trúverðugleiki „rannsóknarinnar“?

Björgólfur svaraði þeirri spurningu einnig neitandi hvort önnur vinna Wikborg Rein fyrir Samherja umrædd „rannsókn“ hefði ekki áhrif á trúverðugleika niðurstaðna hennar. Spurningin var því í reynd, samkvæmt svörum Samherja sem svo virðist ekki vera alveg rétt, byggð á röngum forsendum. Orðrétt sagði í svarinu: „Wikborg Rein veitir Samherja ekki þjónustu sem Wikborg Rein eða við teljum að hafi neikvæð á hrif á getu lögmannsstofunnar til að sinna þeirri rannsókn sem nú stendur yfir.“

Þetta er ekki alveg rétt en eftir stendur spurningin hvort önnur vinna Wikborg Rein fyrir Samherja hafi einhver áhrif á trúverðugleika „rannsóknarinnar“ á fyrirtækinu eða ekki. Ef bein vinna Wikborg Rein við lögfræðistörf fyrir Samherja hefur ekki áhrif á trúverðugleika rannsóknarinnar hvers konar störf Wikborg Rein fyrir Samherja geta þá haft áhrif á þennan trúverðugleika?

Stundin beindi annarri spurningu til Samherja í aðdraganda birtingar þessarar fréttar um misræmið í svörum Samherja og í gögnunum frá Namibíu um eðli vinnu Wikborg Rein fyrir Samherja.

Orðrétt var erindið ti Samherja : „Skjöl frá Namibíu sýna að Wikborg Rein hefur unnið fyrir Samherja í tengslum við söluferli á togaranum Heinaste í Namibíu. Þetta kemur fram í tölvubréfi starfsmanna Wikborg Rein, Chris Grieveson, frá 9. desember. Orðrétt segir í bréfinu: Wikborg Rein acts "for the owners of the vessel and the Samherji group in respect of the sale of the vessel". Spurning mín til Samherja er:  1. Hvernig útskýrir Samherji þessa staðreynd í ljósi þeirra svara sem bárust frá fyrirtækinu við spurningum Stundarinnar í síðustu viku? Þá sagði Samherji, í svörum frá þér Margrét: „Vinna Wikborg Rein afmarkast við rannsókn á þeim ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur Samherja vegna starfseminnar í Namibíu.““

Þegar fréttin um lögmannsvinnu Wikborg Rein fyrir Samherja var birt hafði þessari spurningu ekki verið svarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár