Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mun gefa skýrslu um dánaraðstoð

Mik­ill stuðn­ing­ur er við lög­leið­ingu dán­ar­að­stoð­ar í könn­un­um. Svandís Svavars­dótt­ir mun flytja Al­þingi skýrslu um mál­ið.

Mun gefa skýrslu um dánaraðstoð
Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra mun flytja skýrslu um málið. Mynd: Pressphoto / Geiri

Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingu hafa óskað eftir því að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flytji Alþingi skýrslu um dánaraðstoð. Beiðnin var samþykkt með atkvæðagreiðslu í dag.

Flutningsmenn vísuðu í nýja könnun Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem sýnir yfirgnæfandi stuðning almennings við að dánaraðstoð verði heimiluð með lögum. „Dánaraðstoð er þýðing á gríska orðinu evþanasía (góður dauði/að deyja með reisn) sem merkir að binda enda á líf af ásetningi til þess að leysa viðkomandi undan óbærilegum sársauka eða þjáningum,“ segir í tillögunni. „Flutningsmenn þessarar tillögu telja að forsenda þess að umræðan geti þroskast og verið málefnaleg sé að fyrir liggi upplýsingar um stöðu þessara mála í öðrum löndum, svo og upplýsingar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks.“

Í skýrslunni verður fjallað um upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagaramma um hana þar sem hún er leyfð og tíðni, ástæður og skilyrði dánaraðstoðar þar sem hún er leyfð. Þá verður einnig fjallað um reynslu annarra landa af dánaraðstoð og opinbera umræðu og mögulegar lagabreytingar í þeim löndum þar sem hún er ekki leyfð, einkum Norðurlöndum, Þýskalandi og Kanada. Loks verður fjallað um hvort tækt sé að gera viðhorfskönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar, annars vegar hvort starfsmenn telji dánaraðstoð vera réttlætanlega í ákveðnum tilfellum og hins vegar hvort þeir væru tilbúnir að verða við slíkri ósk að uppfylltum skilyrðum og að því gefnu að það samræmdist íslenskum lögum.

Frumvarpið var flutt af þingmönnunum Bryndísi Haraldsdóttur, Hönnu Katrínu Friðriksson, Jóni Steindóri Valdimarssyni, Kolbeini Óttarssyni Proppé, Birni Leví Gunnarssyni, Guðjóni S. Brjánssyni, Hildi Sverrisdóttur, Páli Magnússyni og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár