Lilja Mósesdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, segir að hún hafi orðið fyrir persónuárásum innan þingflokksins og þurft að flytja af landi brott eftir þingsetu til að eiga möguleika á að vera metin að verðleikum.
Þetta kemur fram í nýrri bók sem kemur út í tilefni af tuttugu ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Bókin ber titilinn „Hreyfing rauð og græn“ og er eftir Pétur Hrafn Árnason sagnfræðing. Í henni er saga VG rakin frá upphafsárum flokksins til núverandi stöðu sem leiðandi flokks í ríkisstjórn.
Í bókinni eru ýmsar frásagnir frá áhrifafólki úr flokknum í gegnum tíðina. Lilja sat á þingi frá 2009 til 2013, en hún og Atli Gíslason sögðu sig bæði úr þingflokki VG þegar kjörtímabilið var hálfnað. „Ég kem af miklu sjálfstæðisfólki en var sjálf alltaf vinstrisinnuð,“ er haft eftir Lilju í bókinni. „Áður en ég gekk til liðs við VG hafði ég aðeins tekið þátt í starfi …
Athugasemdir