Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Valdi Ísland sem sinn heimastað um andvökunótt

Írski tón­list­ar­skipu­leggj­and­inn Colm O'Her­li­hy ákvað að gera Ís­land að sínu heim­ili eft­ir ör­laga­ríkt tón­leika­ferða­lag og tón­list­ar­há­tíð­ina All Tomorrow’s Parties. Áð­ur en hann fann sinn stað bak við tjöld­in spil­aði hann í hljóm­sveit­inni Remma, en Morriss­ey úr The Smiths gaf út plöt­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar á sín­um tíma.

Fyrir um sex árum var ég nýbúinn með tónleikaferðalag með listamanni sem heitir Grant Hart úr hljómsveitinni Hüsker Dü. Við höfðum verið á ferðalaginu í tvö ár, en það var í senn mjög átakanlegt og ótrúlegt og hafði víðtæk áhrif á líf mitt.

Ég man eftir því að þegar því ævintýri lauk þá sagði góður vinur minn: „Við ættum að fara til Íslands og kíkja á ATP-hátíðina.“ Mig hafði alltaf langað til þess að koma hingað, en hafði ekki haft ástæðu til þess. Þannig að við komum hingað og skemmtum okkur augljóslega mjög mikið, en ég man að nóttina áður en við fórum heim þá fór vinur minn að hrjóta þannig að ég vaknaði um fjögur um morguninn og ég fór að vatnsbakkanum. Ég var þar um stundarsakir og hugsaði með mér: „Ókei, ég held að þetta sé staðurinn þar sem ég mun festa rætur.“

Ég fór aftur heim til Írlands og ég man að ég breytti lykilorðinu á tölvunni minni í „Ísland“, sem er ekki sérstaklega gott lykilorð. Svo í janúar bauðst mér starf á landinu þannig að ég flutti hingað. Og frá þeim tíma hefur þetta verið mitt heimili, þar sem ég á mér mitt samfélag og stunda viðskipti, en ég hugsa mjög oft um þessa stund. Þetta örlagaríka tónleikaferðalag setti allt í samhengi.

Fyrir mér voru þetta þrjú mismunandi ferli af tónlistarþátttöku. Til að byrja með var ég í hljómsveit mjög lengi þar sem þú ert að einbeita þér rosalega mikið að sjálfum þér og hvert þú ert að fara. Það getur verið ansi sjálfselskt.

En síðan leiddi það til þess að ég fór að spila með öðru fólki, og mér fannst það mun skemmtilegra. Mér leið vel yfir því að leggja eitthvað af mörkum. En eftir ákveðinn tíma kemstu að því að þú hefur bara ákveðið mikla skapandi orku, sem að leiðir að síðustu árum þar sem ég hef þurft að spyrja mig: „Hvað vil ég gera? Hver er tilgangur minn?“

Þetta fer allt á sinn hátt í hring og ég held að öll þessi reynsla spili inn í það sem ég er að gera í dag. Þannig að já, þetta eru þrjú mismunandi ferli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár