Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Valdi Ísland sem sinn heimastað um andvökunótt

Írski tón­list­ar­skipu­leggj­and­inn Colm O'Her­li­hy ákvað að gera Ís­land að sínu heim­ili eft­ir ör­laga­ríkt tón­leika­ferða­lag og tón­list­ar­há­tíð­ina All Tomorrow’s Parties. Áð­ur en hann fann sinn stað bak við tjöld­in spil­aði hann í hljóm­sveit­inni Remma, en Morriss­ey úr The Smiths gaf út plöt­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar á sín­um tíma.

Fyrir um sex árum var ég nýbúinn með tónleikaferðalag með listamanni sem heitir Grant Hart úr hljómsveitinni Hüsker Dü. Við höfðum verið á ferðalaginu í tvö ár, en það var í senn mjög átakanlegt og ótrúlegt og hafði víðtæk áhrif á líf mitt.

Ég man eftir því að þegar því ævintýri lauk þá sagði góður vinur minn: „Við ættum að fara til Íslands og kíkja á ATP-hátíðina.“ Mig hafði alltaf langað til þess að koma hingað, en hafði ekki haft ástæðu til þess. Þannig að við komum hingað og skemmtum okkur augljóslega mjög mikið, en ég man að nóttina áður en við fórum heim þá fór vinur minn að hrjóta þannig að ég vaknaði um fjögur um morguninn og ég fór að vatnsbakkanum. Ég var þar um stundarsakir og hugsaði með mér: „Ókei, ég held að þetta sé staðurinn þar sem ég mun festa rætur.“

Ég fór aftur heim til Írlands og ég man að ég breytti lykilorðinu á tölvunni minni í „Ísland“, sem er ekki sérstaklega gott lykilorð. Svo í janúar bauðst mér starf á landinu þannig að ég flutti hingað. Og frá þeim tíma hefur þetta verið mitt heimili, þar sem ég á mér mitt samfélag og stunda viðskipti, en ég hugsa mjög oft um þessa stund. Þetta örlagaríka tónleikaferðalag setti allt í samhengi.

Fyrir mér voru þetta þrjú mismunandi ferli af tónlistarþátttöku. Til að byrja með var ég í hljómsveit mjög lengi þar sem þú ert að einbeita þér rosalega mikið að sjálfum þér og hvert þú ert að fara. Það getur verið ansi sjálfselskt.

En síðan leiddi það til þess að ég fór að spila með öðru fólki, og mér fannst það mun skemmtilegra. Mér leið vel yfir því að leggja eitthvað af mörkum. En eftir ákveðinn tíma kemstu að því að þú hefur bara ákveðið mikla skapandi orku, sem að leiðir að síðustu árum þar sem ég hef þurft að spyrja mig: „Hvað vil ég gera? Hver er tilgangur minn?“

Þetta fer allt á sinn hátt í hring og ég held að öll þessi reynsla spili inn í það sem ég er að gera í dag. Þannig að já, þetta eru þrjú mismunandi ferli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár