Sá armi ræfill Andrés prins og hertogi af Jórvík hefur nú enn og aftur beint athygli umheimsins að því gjörsamlega úrelta og í raun hlægilega fyrirbæri sem er breska konungdæmið. Spurningin er hversu lengi breskir skattgreiðendur láta sér lynda að hafa þessa útvötnuðu þýsku fjölskyldu á ofurlaunum við að opna blómasýningar.

En hvernig stendur annars á því að breska konungsfjölskyldan er í rauninni þýsk?
Til að skoða það verður að fara nokkrar aldir aftur í tímann en í þá daga var þessi fjölskylda ekki orðin alveg jafn daufgerð og illa gefin og nú, þó alltaf hafi brugðið til beggja vona með siðferðiskenndina.
Í örstuttu máli gengu hlutir svo fyrir sig á 17. öld:
Elísabet I drottning dó barnlaus 1603. Frændi hennar, Jakob Skotakóngur, þótti þá standa næstur ríkiserfðum og var krýndur konungur Englands. Þannig varð hið sameinaða konungsríki …
Athugasemdir