Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in ÓFEIG fengu vís­inda­menn frá há­skól­an­um í Leeds til að meta áhrif virkj­un­ar.

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming
Framkvæmdir Vinna hófst við undirbúning Hvalárvirkjunar í sumar. Mynd: Elías Svavar Kristinsson

Mannvirki Hvalárvirkjunar myndu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um 45 til 48,5 prósent, að mati vísindamanna við háskólann í Leeds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum ÓFEIG, sem barist hafa gegn virkjuninni.

Samtökin fengu rannsóknarsetrið Wildland Research Institute (WRi) við háskólann í Leeds til að kortleggja víðernin síðastliðið sumar. Að sögn þeirra notar setrið nákvæmar stafrænar aðferðir til að kortleggja og skilgreina víðerndi.

„Niðurstaða greiningarinnar tekur af öll tvímæli um að áform um Hvalárvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á heildstæða víðernaupplifun Ófeigsfjarðarheiðar og næsta nágrennis,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Fram kemur að skerðingin fælist í aðkomuvegum fyrir þungavinnuvélar, öðrum nýjum vegum, stíflum, yfirföllum, lónstæðum, skurðum, raflínum og stöðvarhúsi. Þá kæmi einnig til minnkandi rennsli í Rjúkandi, Hvalá og Eyvindarfjarðará ásamt samsvarandi áhrifum á fossa á svæðinu. Áhrifin á fossana eru hins vegar ekki tekin með í mælingum WRi. 

„Þeir dr. Stephen Carver og Oliver Kenyon hjá WRi kynntu niðurstöðu rannsóknarinnar á fundi ÓFEIGAR náttúruverndar í dag,“ segir í tilkynningunni. „Í máli þeirra kom fram að kortlagning víðernanna byggist á greiningu á stafrænum þrívíðum landupplýsingagögnum, landnotkun, fjarlægð frá mannvirkjum og aðgangsstöðum vélknúinna farartækja. Gögnin eru notuð til að greina með mikilli nákvæmni sýnileika mannvirkja sem geta haft áhrif á víðernaupplifun. WRi hefur þróað forrit til þessarar greiningar sem byggir á svipuðum aðferðum og forrit tölvuleikja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár