Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in ÓFEIG fengu vís­inda­menn frá há­skól­an­um í Leeds til að meta áhrif virkj­un­ar.

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming
Framkvæmdir Vinna hófst við undirbúning Hvalárvirkjunar í sumar. Mynd: Elías Svavar Kristinsson

Mannvirki Hvalárvirkjunar myndu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um 45 til 48,5 prósent, að mati vísindamanna við háskólann í Leeds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum ÓFEIG, sem barist hafa gegn virkjuninni.

Samtökin fengu rannsóknarsetrið Wildland Research Institute (WRi) við háskólann í Leeds til að kortleggja víðernin síðastliðið sumar. Að sögn þeirra notar setrið nákvæmar stafrænar aðferðir til að kortleggja og skilgreina víðerndi.

„Niðurstaða greiningarinnar tekur af öll tvímæli um að áform um Hvalárvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á heildstæða víðernaupplifun Ófeigsfjarðarheiðar og næsta nágrennis,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Fram kemur að skerðingin fælist í aðkomuvegum fyrir þungavinnuvélar, öðrum nýjum vegum, stíflum, yfirföllum, lónstæðum, skurðum, raflínum og stöðvarhúsi. Þá kæmi einnig til minnkandi rennsli í Rjúkandi, Hvalá og Eyvindarfjarðará ásamt samsvarandi áhrifum á fossa á svæðinu. Áhrifin á fossana eru hins vegar ekki tekin með í mælingum WRi. 

„Þeir dr. Stephen Carver og Oliver Kenyon hjá WRi kynntu niðurstöðu rannsóknarinnar á fundi ÓFEIGAR náttúruverndar í dag,“ segir í tilkynningunni. „Í máli þeirra kom fram að kortlagning víðernanna byggist á greiningu á stafrænum þrívíðum landupplýsingagögnum, landnotkun, fjarlægð frá mannvirkjum og aðgangsstöðum vélknúinna farartækja. Gögnin eru notuð til að greina með mikilli nákvæmni sýnileika mannvirkja sem geta haft áhrif á víðernaupplifun. WRi hefur þróað forrit til þessarar greiningar sem byggir á svipuðum aðferðum og forrit tölvuleikja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár