Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir innheimtu­fyrirtæki hagnast á skulda­vanda borgarbúa

3,7 pró­sent allra reikn­inga sem Reykja­vík­ur­borg sendi fór í inn­heimtu. Skuld­ari greið­ir all­an kostn­að­inn vegna inn­heimt­unn­ar, sem er mis­hár eft­ir upp­hæð skuld­ar.

Segir innheimtu­fyrirtæki hagnast á skulda­vanda borgarbúa
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins spurðist fyrir um innheimtuþjónustu. Mynd: Kristinn Magnússon

Tæplega 50 þúsund reikningar borgarbúa hafa farið í innheimtuferli til Momentum frá byrjun árs 2018. Tæplega fjögur þúsund reikningar fóru í löginnheimtu hjá Gjaldheimtunni á tímabilinu, sem er skuldaferlið sem tekur við þegar viðkomandi nær ekki að greiða í milliinnheimtu.

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem birt var í borgarráði á fimmtudag. „Margir eru í skuldastöðu því þeir eiga ekki pening til að greiða reikninga og hér er Reykjavíkurborg að leyfa innheimtufyrirtækjum að hagnast á skuldavanda borgarbúa,“ segir hún.

Alls voru 1,3 milljónir reikninga gefnir út af Reykjavíkurborg á tímabilinu og því fóru 3,7 prósent allra reikninga í milliinnheimtu á tímabilinu. Momentum sendi tæplega 68 þúsund bréf á sama tímabili. Flest vörðuðu þau kröfur á bilinu 3.000 til 84.900 krónur. Einingaverð bréfanna fer eftir því hversu há skuldin er.

Í svarinu kemur einnig fram að heildarfjöldi gjaldfærðra símtala hjá Momentum vegna milliinnheimtu fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ljósmæður, meðganga og hjátrú
Þjóðhættir#71

Ljós­mæð­ur, með­ganga og hjá­trú

Að þessu sinni verð­ur um­fjöll­un­ar­efni þátt­ar­ins spenn­andi ný­sköp­un­ar­verk­efni sem tveir nem­end­ur í þjóð­fræði, Birta Diljá Ög­mund­ar­dótt­ir og Kári Thayer, unnu síð­ast­lið­ið sum­ar í sam­starfi við Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safn Ís­lands, Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands og Evu Þór­dísi Ebenezer­dótt­ur, doktorsnema í þjóð­fræði. Verk­efn­ið var styrkt af Ný­sköp­un­ar­sjóði náms­manna. Kári og Birta segja okk­ur frá því hvernig þau nálg­uð­ust þetta verk­efni en það fólst í því að taka við­töl við ljós­mæð­ur um störf þeirra og reynslu og skoða hjá­trú sem fylg­ir því að starfa á þessu sviði. Rann­sókn­in er unn­in í beinu fram­haldi af spurn­inga­skrá sem að Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safns Ís­lands sendi ný­lega frá sér sem ber heit­ið: Með­ganga, fæð­ing og fyrstu mán­uð­ir barns­ins. Í ný­sköp­un­ar­verk­efn­inu var lögð áhersla að ná ut­an um reynslu ljós­mæðra, hvernig þær upp­lifa hjá­trú í tengsl­um við störf sín og reynslu en í við­töl­un­um kom margt áhuga­vert í ljós. Þjóð­hætt­ir er hlað­varp sem fjall­ar um nýj­ar rann­sókn­ir og fjöl­breytta miðl­un í þjóð­fræði. Um­sjón hafa dr. Dagrún Ósk Jóns­dótt­ir og Sig­ur­laug Dags­dótt­ir, kenn­ar­ar í þjóð­fræði við Há­skóla Ís­lands

Mest lesið undanfarið ár