Tæplega 50 þúsund reikningar borgarbúa hafa farið í innheimtuferli til Momentum frá byrjun árs 2018. Tæplega fjögur þúsund reikningar fóru í löginnheimtu hjá Gjaldheimtunni á tímabilinu, sem er skuldaferlið sem tekur við þegar viðkomandi nær ekki að greiða í milliinnheimtu.
Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem birt var í borgarráði á fimmtudag. „Margir eru í skuldastöðu því þeir eiga ekki pening til að greiða reikninga og hér er Reykjavíkurborg að leyfa innheimtufyrirtækjum að hagnast á skuldavanda borgarbúa,“ segir hún.
Alls voru 1,3 milljónir reikninga gefnir út af Reykjavíkurborg á tímabilinu og því fóru 3,7 prósent allra reikninga í milliinnheimtu á tímabilinu. Momentum sendi tæplega 68 þúsund bréf á sama tímabili. Flest vörðuðu þau kröfur á bilinu 3.000 til 84.900 krónur. Einingaverð bréfanna fer eftir því hversu há skuldin er.
Í svarinu kemur einnig fram að heildarfjöldi gjaldfærðra símtala hjá Momentum vegna milliinnheimtu fyrir …
Athugasemdir