„Ég var týpan sem var dálítið stolt af því að þurfa aldrei að leita sér hjálpar og bíta bara á jaxlinn,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Sara hefur opnað sig fyrir landi og þjóð í bókinni Óstöðvandi, sem er væntanleg í bókabúðir í lok mánaðarins.
Sífellt áreiti
„Maður er auðvitað ekkert alltaf hamingjusamur,“ segir Sara Björk. „Eins og samfélagið er í dag þá eru sífelldar truflanir og áreiti sem gera það að verkum að maður missir sjónar á því hvað það er sem gerir mann hamingjusaman. Þess vegna er svo mikilvægt að minna sjálfan sig á það. Fyrir mér eru það ýmsir litlir og stórir hlutir sem auka hamingjuna, að spila fótbolta er þar ofarlega á lista. Ég hef einnig gaman af því að elda góðan mat og eiga gott kvöld með kærastanum. Kíkja í kaffi með vinum eða heyra í fjölskyldunni.“
Þá skiptir miklu máli að hugsa …
Athugasemdir