Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Þjóð­garð­ur á Mið­há­lend­inu fer fyr­ir Al­þingi næsta vor. Al­menn­ing­ur fær tæki­færi til að veita um­sögn við áformin, áð­ur en frum­varp verð­ur lagt fram.

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
Þjóðgarðurinn og friðlýst land Um 40% Miðhálendisins hefur þegar verið friðlýst. Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands

Eitt stærsta samfellda svæðið í Evrópu þar sem ekki er föst búseta færðist í dag enn nær því að vera gert að þjóðgarði, þegar umhverfisráðuneytið kynnti áform sín um lagafrumvarp um Hálendisþjóðgarð á miðhálendi Íslands.

Sem stendur eru aðeins þrír þjóðgarðar á Íslandi: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Vatnajökulsþjóðgarður. Þess utan eru önnur friðlýst svæði alls 111 talsins. 

Í fyrirhuguðu lagafrumvarpi er almenningur flokkaður undir helstu hagsmunaaðila. Leitað er eftir mati á áhrifum lagasetningar í samráðsgátt stjórnvalda.

Þverpólitísk nefnd hefur verið að störfum frá vorinu 2018, með fulltrúum allra flokka á Alþingi, tveimur fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og svo sitt hvorum fulltrúanum frá forsætisráðuneytinu og umverfis- og auðlindaráðuneytinu. Nefndin komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að mörk Hálendisþjóðgarðsins miðuðust við þjóðlendur í eigu ríkisins og svo þegar friðlýst landsvæði á miðhálendinu, en næði ekki inn á eignalönd. Þá er meðal annars gert ráð fyrir bílastæðagjöldum við þjóðgarðamiðstöðvar.

Í lýsingu á áformum um frumvarp um Hálendisþjóðgarð er vísað til þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans í desmber síðastliðnum hefði haft þá niðurstöðu að friðlýsing hefði góð efnahagsleg áhrif.

40% af miðhálendinu er nú þegar friðað, einna helst innan Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjórsárvera, Guðlaugstungna og Friðlands að Fjallabaki. Fyrirhugað lagafrumvarp beinist að því að friðlýsa þann hluta miðhálendisins sem er þjóðlenda og sem er í eigu íslenska ríkisins. Því var ákveðið að undanskilja þann hluta miðhálendisins sem ekki er í ríkiseigu, nema ef eigendur jarðanna kjósi sjálfir að vera hluti þjóðgarðs.

„Þá skapast tækifæri til að ráðstafa fjármunum í auknum mæli til innviðauppbyggingar á svæðinu sem m.a. er nauðsynleg til að fyrirbyggja að verðmæt svæði verði fyrir skemmdum af völdum ágangs vegna aukinnar aðsóknar ferðamanna. Ef vel er á málum haldið getur stofnun þjóðgarðs haft jákvæð áhrif á byggðaþróun og verið tekjuöflun fyrir atvinnustarfsemi í nærumhverfinu og á landsvísu,“ segir í lýsingu á áformunum um lagafrumvarp.

Áformað er að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggi fram lagafrumvarpið á Alþingi næsta vor. Frestur til að skila inn athugasemdum við áformin er til 4. desember næstkomandi, en drög að frumvarpinu verður einnig kynnt í samráðsgátt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hálendisþjóðgarður

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár