Bára Halldórsdóttir afhjúpaði í fyrra alþingismenn sem ræddu um hrossakaup á embættisstöðum og töluðu með vanvirðandi hætti um hinsegin fólk, konur og fatlaða. Bára, sem er sjálf fötluð hinsegin kona, þurfti að gjalda fyrir uppljóstrunina með heilsu sinni og fjárhag. Sótt hefur verið hart að henni og hún þurft að verjast í dómsal.
Drag-Súgur er stærsti draghópur Íslands. Bjarni Óskarsson er meðeigandi og viðskiptastjóri hópsins. Hann segir að Bára hafi haft samband þegar hópfjármögnun hófst fyrir málsvarnarsjóði í gegnum Karolina Fund, til að athuga hvort hópurinn gæti lagt henni lið. Bjarni svaraði því samstundis játandi. „Við elskum Báru og eigum henni mikið að þakka. Við veltum því fyrir okkur og ákváðum að halda sýningu henni til heiðurs. Hún á allt gott skilið fyrir það sem hún gerði, en hún hefur orðið fyrir fjárhags- og heilsutjóni vegna málsins. …
Athugasemdir