Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dragdrottningar leggja Báru lið

Allt frá því að Bára Hall­dórs­dótt­ir af­hjúp­aði al­þing­is­menn­ina á Klaustri hef­ur hún stað­ið í ströngu. Drag­hóp­ur­inn Drag-súg­ur hef­ur því ákveð­ið að efna til fjár­öfl­un­ar henni til stuðn­ings sem fram fer þann 28. nóv­em­ber.

Dragdrottningar leggja Báru lið

Bára Halldórsdóttir afhjúpaði í fyrra alþingismenn sem ræddu um hrossakaup á embættisstöðum og töluðu með vanvirðandi hætti um hinsegin fólk, konur og fatlaða. Bára, sem er sjálf fötluð hinsegin kona, þurfti að gjalda fyrir uppljóstrunina með heilsu sinni og fjárhag. Sótt hefur verið hart að henni og hún þurft að verjast í dómsal. 

Drag-Súgur er stærsti draghópur Íslands. Bjarni Óskarsson er meðeigandi og viðskiptastjóri hópsins. Hann segir að Bára hafi haft samband þegar hópfjármögnun hófst fyrir málsvarnarsjóði í gegnum Karolina Fund, til að athuga hvort hópurinn gæti lagt henni lið. Bjarni svaraði því samstundis játandi. „Við elskum Báru og eigum henni mikið að þakka. Við veltum því fyrir okkur og ákváðum að halda sýningu henni til heiðurs. Hún á allt gott skilið fyrir það sem hún gerði, en hún hefur orðið fyrir fjárhags- og heilsutjóni vegna málsins. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár