Hvað gerir kona þegar að öryggi átján ára hjónabands trosnar og á einu sumarkvöldi verður ljóst að ekkert annað en skilnaður kemur til greina? Þegar í ofanálag bætist að sama kona á yfir höfði sér að verða mögulega dæmd fyrir meiðyrði, að hún þarf að flytjast milli landa og yfir hana hellast tilfinningar sem hún hafði bælt niður allt frá unglingsárum, svo úr verður einhvers konar óráðsástand. Auður Jónsdóttir skrifaði sig út úr aðstæðunum með því að skrifa skáldsögu upp úr raunverulegum atburðum og nota aðferðir skáldskaparins til að finna sögu sína og merkingu hennar. Þannig varð bók sem stefndi í að verða um skilnað að bók um áföll og afleiðingar þeirra en líka stúdía um höfnunarótta fullorðins fólks. Í bókinni rekur hún þeysireið síðustu tveggja ára og gerir tilraun til að greina líf sitt og hvað það var sem kom henni þangað sem hún að lokum lenti.
„Bókin heitir …
Athugasemdir