Aftur birtast fréttir á vef Morgunblaðsins þrátt fyrir verkfall

Frétt­ir halda áfram að birt­ast á Mbl.is þó að verk­fall blaða­manna sé haf­ið og standi til kl. 18 í kvöld. Það sama gerð­ist í síð­asta verk­falli og var kall­að verk­falls­brot af for­manni Blaða­manna­fé­lags­ins.

Aftur birtast fréttir á vef Morgunblaðsins þrátt fyrir verkfall
Morgunblaðið Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem meðlimir Blaðamannafélagsins leggja niður störf. Mynd: Pressphotos.biz

Mbl.is, vefur Morgunblaðsins, heldur áfram að birta nýjar fréttir þrátt fyrir að fréttamenn á vefmiðlum hafi lagt niður störf klukkan tíu í morgun.

Þetta er í annað verkfallið vegna kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins, en síðasta föstudag lögðu meðlimir einnig niður störf. Kjarasamningslaust hefur verið á milli félaganna í tíu mánuði. Vinnustöðvunin nær til Fréttablaðsins, Morgunblaðsins, Sýnar og RÚV. Starfsmennirnir sem leggja niður störf eru ljósmyndarar, myndatökumenn og fréttamenn á vefmiðlum og mun verkfallið standa til klukkan 18 í kvöld.

Þrátt fyrir þetta hafa að minnsta kosti fimm fréttir birst eða verið uppfærðar á Mbl.is frá því klukkan tíu. Það sama gerðist síðasta föstudag á meðan verkfallið stóð yfir. „Það eru auðvitað bara blaðamenn sem vinna á vefmiðlum sem eiga að skrifa þessar fréttir og þeir lögðu niður störf þannig að þetta er hreint og klárt verkfallsbrot,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, við það tilefni. „Ef hver sem er gæti gengið inn í þau störf sem eru lögð niður yrði verkfallsrétturinn einskis virði. Hann hefur hingað til verið virtur á Íslandi.

Stundin, Kjarninn og Birtingur hafa þegar náð samningum við Blaðamannafélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár