Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aftur birtast fréttir á vef Morgunblaðsins þrátt fyrir verkfall

Frétt­ir halda áfram að birt­ast á Mbl.is þó að verk­fall blaða­manna sé haf­ið og standi til kl. 18 í kvöld. Það sama gerð­ist í síð­asta verk­falli og var kall­að verk­falls­brot af for­manni Blaða­manna­fé­lags­ins.

Aftur birtast fréttir á vef Morgunblaðsins þrátt fyrir verkfall
Morgunblaðið Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem meðlimir Blaðamannafélagsins leggja niður störf. Mynd: Pressphotos.biz

Mbl.is, vefur Morgunblaðsins, heldur áfram að birta nýjar fréttir þrátt fyrir að fréttamenn á vefmiðlum hafi lagt niður störf klukkan tíu í morgun.

Þetta er í annað verkfallið vegna kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins, en síðasta föstudag lögðu meðlimir einnig niður störf. Kjarasamningslaust hefur verið á milli félaganna í tíu mánuði. Vinnustöðvunin nær til Fréttablaðsins, Morgunblaðsins, Sýnar og RÚV. Starfsmennirnir sem leggja niður störf eru ljósmyndarar, myndatökumenn og fréttamenn á vefmiðlum og mun verkfallið standa til klukkan 18 í kvöld.

Þrátt fyrir þetta hafa að minnsta kosti fimm fréttir birst eða verið uppfærðar á Mbl.is frá því klukkan tíu. Það sama gerðist síðasta föstudag á meðan verkfallið stóð yfir. „Það eru auðvitað bara blaðamenn sem vinna á vefmiðlum sem eiga að skrifa þessar fréttir og þeir lögðu niður störf þannig að þetta er hreint og klárt verkfallsbrot,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, við það tilefni. „Ef hver sem er gæti gengið inn í þau störf sem eru lögð niður yrði verkfallsrétturinn einskis virði. Hann hefur hingað til verið virtur á Íslandi.

Stundin, Kjarninn og Birtingur hafa þegar náð samningum við Blaðamannafélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár