Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aftur birtast fréttir á vef Morgunblaðsins þrátt fyrir verkfall

Frétt­ir halda áfram að birt­ast á Mbl.is þó að verk­fall blaða­manna sé haf­ið og standi til kl. 18 í kvöld. Það sama gerð­ist í síð­asta verk­falli og var kall­að verk­falls­brot af for­manni Blaða­manna­fé­lags­ins.

Aftur birtast fréttir á vef Morgunblaðsins þrátt fyrir verkfall
Morgunblaðið Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem meðlimir Blaðamannafélagsins leggja niður störf. Mynd: Pressphotos.biz

Mbl.is, vefur Morgunblaðsins, heldur áfram að birta nýjar fréttir þrátt fyrir að fréttamenn á vefmiðlum hafi lagt niður störf klukkan tíu í morgun.

Þetta er í annað verkfallið vegna kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins, en síðasta föstudag lögðu meðlimir einnig niður störf. Kjarasamningslaust hefur verið á milli félaganna í tíu mánuði. Vinnustöðvunin nær til Fréttablaðsins, Morgunblaðsins, Sýnar og RÚV. Starfsmennirnir sem leggja niður störf eru ljósmyndarar, myndatökumenn og fréttamenn á vefmiðlum og mun verkfallið standa til klukkan 18 í kvöld.

Þrátt fyrir þetta hafa að minnsta kosti fimm fréttir birst eða verið uppfærðar á Mbl.is frá því klukkan tíu. Það sama gerðist síðasta föstudag á meðan verkfallið stóð yfir. „Það eru auðvitað bara blaðamenn sem vinna á vefmiðlum sem eiga að skrifa þessar fréttir og þeir lögðu niður störf þannig að þetta er hreint og klárt verkfallsbrot,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, við það tilefni. „Ef hver sem er gæti gengið inn í þau störf sem eru lögð niður yrði verkfallsrétturinn einskis virði. Hann hefur hingað til verið virtur á Íslandi.

Stundin, Kjarninn og Birtingur hafa þegar náð samningum við Blaðamannafélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár