Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aftur birtast fréttir á vef Morgunblaðsins þrátt fyrir verkfall

Frétt­ir halda áfram að birt­ast á Mbl.is þó að verk­fall blaða­manna sé haf­ið og standi til kl. 18 í kvöld. Það sama gerð­ist í síð­asta verk­falli og var kall­að verk­falls­brot af for­manni Blaða­manna­fé­lags­ins.

Aftur birtast fréttir á vef Morgunblaðsins þrátt fyrir verkfall
Morgunblaðið Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem meðlimir Blaðamannafélagsins leggja niður störf. Mynd: Pressphotos.biz

Mbl.is, vefur Morgunblaðsins, heldur áfram að birta nýjar fréttir þrátt fyrir að fréttamenn á vefmiðlum hafi lagt niður störf klukkan tíu í morgun.

Þetta er í annað verkfallið vegna kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins, en síðasta föstudag lögðu meðlimir einnig niður störf. Kjarasamningslaust hefur verið á milli félaganna í tíu mánuði. Vinnustöðvunin nær til Fréttablaðsins, Morgunblaðsins, Sýnar og RÚV. Starfsmennirnir sem leggja niður störf eru ljósmyndarar, myndatökumenn og fréttamenn á vefmiðlum og mun verkfallið standa til klukkan 18 í kvöld.

Þrátt fyrir þetta hafa að minnsta kosti fimm fréttir birst eða verið uppfærðar á Mbl.is frá því klukkan tíu. Það sama gerðist síðasta föstudag á meðan verkfallið stóð yfir. „Það eru auðvitað bara blaðamenn sem vinna á vefmiðlum sem eiga að skrifa þessar fréttir og þeir lögðu niður störf þannig að þetta er hreint og klárt verkfallsbrot,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, við það tilefni. „Ef hver sem er gæti gengið inn í þau störf sem eru lögð niður yrði verkfallsrétturinn einskis virði. Hann hefur hingað til verið virtur á Íslandi.

Stundin, Kjarninn og Birtingur hafa þegar náð samningum við Blaðamannafélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár