Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt

Stjórn­völd vilja veita víð­tæk­ar und­an­þág­ur frá hert­um regl­um um verð­tryggð lán sem verka­lýðs­hreyf­ing­in kall­aði eft­ir. Stytt­ing há­marks­láns­tíma verð­tryggðra lána gæti þyngt greiðslu­byrð­ina um tæp 29 pró­sent, en ASÍ tel­ur und­an­þág­urn­ar óþarf­ar.

ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt
Of víðtækar undanþágur „Alþýðusambandið ítrekar því að þær undanþágur sem felast í frumvarpinu eru of miklar,“ segir í umsögn ASÍ sem undirrituð er af **Drífu Snædal** forseta. Mynd: Heiða Helgadóttir

Alþýðusamband Íslands er á móti því að ungt og tekjulágt fólk fái undanþágu frá fyrirhuguðu banni við verðtryggðum jafngreiðslulánum til lengri tíma en 25 ára. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins við frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra.

Um er að ræða eitt þeirra þingmála sem er ætlað að uppfylla loforð stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, en VR og Verkalýðsfélag Akraness lögðu mikla áherslu á að tekin yrðu markviss skref til afnáms verðtryggingar. 

Verðtryggð lán eru almennt með lægri greiðslubyrði en óverðtryggð og því vinsæll kostur á íbúðalánamarkaði. Með víðtækum undanþágum frá banninu vilja stjórnvöld tryggja að ungt fólk og tekjulágir geti áfram notið þeirrar lágu greiðslubyrði sem er á lengri verðtryggðum lánum. 

ASÍ telur að ekki sé þörf á þessum undanþágum, enda hafi verið samið um annars konar úrræði fyrir fyrstu kaupendur að húsnæði, aðgerðir á borð við styrkingu leigumarkaðarins sem brýnt sé að ráðist verði í sem fyrst. 

„Alþýðusambandið ítrekar því að þær undanþágur sem felast í frumvarpinu eru of miklar og krefst þess að þær verði allar felldar á brott sem lúta að húsnæðis- og neytendalánum til einstaklinga svo hægt sé að segja að stjórnvöld hafi staðið við sinn hluta Lífskjarasamningsins,“ segir í umsögn ASÍ.

Stytting hámarkslánstíma úr 40 í 25 mun hafa umtalsverð áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra jafngreiðslulána. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, bendir á að miðað við algeng vaxtakjör í dag, 3,6 prósent, þýðir stytting lánstímans að greiðslubyrðin þyngist um tæp 29 prósent; mánaðargreiðsla af 10 milljóna láni hækki úr kr. 39.342 kr. í 50.601 kr. Um sé að ræða algengasta lánsformið og lánstímann, og bann við því myndi hafa „verulega neikvæð áhrif á getu almennings til að fjármagna íbúðarkaup, sérstaklega ungs fólks og tekjulægri hópa“ ef undanþáganna nyti ekki við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár