Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yfirmenn öryggisdeildar Isavia voru ekki nógu „ungir og graðir“

Björn Óli Hauks­son gælir við einka­væð­ingu í við­tali við Við­skipta­blað­ið.

Yfirmenn öryggisdeildar Isavia voru ekki nógu „ungir og graðir“

Í viðtali við Viðskiptablaðið sem kom út í dag fer Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, yfir víðan völl og talar meðal annars um öll þau umdeildu mál ríkisfyrirtækisins sem nýverið hafa komið upp. „Ekkert fyrirtæki er fullkomið og öll rökrétt gagnrýni er okkur holl og hjálpar okkur við að halda einbeitingunni,“ segir Björn Óli í viðtalinu.

Viðskiptablaðið hefur enn fremur heimildir fyrir því að á fundi með öryggisdeild Isavia, þar sem þremur reyndum yfirmönnum var sagt upp störfum, hafi framkvæmdastjóri talað um að Isavia vildi „unga og graða“ starfsmenn því ákveðnir gallar fylgdu eldri starfsmönnum.

Allt í gríni

Stundin hefur fjallað um uppsögn yfirmannanna þriggja. „Það er spurning þegar fólk er að vinna sitt starf, því flugverndin er heilmikið regluverk. Í þessu regluverki er engin undankomuleið og þarf að fara eftir því. Það er kannski það sem fólk er að tala um, að við séum stífir í að vinna eftir regluverki,“ sagði Valgeir Ásgeirsson, fyrrum verkefnisstjóri hjá flugverndareftirliti, í samtali við Stundina þá.

Björn Óli neitar því ekki í viðtali við Viðskiptablaðið að orðin um gröðu og ungu mennina hafi verið sögð. Hann segir að það hafi verið grín. „Ég held hins vegar að þarna hafi orðið ákveðinn misskilningur á milli manna. Verið var að ráða nýjan, yngri yfirmann og ég held að sá sem þarna talaði hafi verið að tala um nýja yfirmanninn en ekki þá sem fundinn sátu og hafi meint þetta í gamni,“ segir Björn Óli.

Varar við erlendum eigendum

Björn Óli segir enn fremur í viðtalinu að ekkert sé því til fyrirstöðu að einkavæða rekstur fríhafnarinnar. Hann varar þó við því að þá gæti reksturinn farið til útlendinga. „Það er raun ekkert því til fyrirstöðu að rekstur fríhafnarinnar sé boðinn út og að einkaaðilar komi þar að. Hins vegar verður að hafa í huga að slíkt yrði að fara fram gegnum útboð og alls ekki er ólíklegt að erlendur aðili myndi þá verða hlutskarpastur. Viðbrögðin í forvalinu hvað varðar annan verslunarrekstur í Flugstöðinni, þar sem erlendir aðilar komu inn, sýna e.t.v. að ekki yrði vinsælt að erlent fyrirtæki kæmi í Fríhöfnina. Fríhöfnin er mjög sterkt fyrirtæki með mjög gott starfsfólk og við erum mjög ánægð með reksturinn. Það er eigandans að ákveða það hvort reksturinn verði áfram í okkar höndum eða boðinn út. Það myndi í raun ekki skipta öllu máli fyrir okkur, fjárhagslega séð,“ segir Björn Óli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár