Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yfir sex þúsund boða komu sína í „byltingu“ á Austurvelli

Boða „bylt­ingu“ og „upp­reisn“ á Aust­ur­velli í dag.

Yfir sex þúsund boða komu sína í „byltingu“ á Austurvelli
Mótmæli Frá fyrri mótmælum á Austurvelli. Mynd: Pressphotos

Yfir 6.400 manns hafa boðað komu sína á mótmælafund undir yfirskriftinni  „Bylting! Uppreisn!“ á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur í dag klukkan fimm. 

Tilefni mótmælanna er margvíslegt en þau beinast gegn ríkisstjórn landsins. Í kynningu mótmælanna eru tilvonandi mótmælendur beðnir um að deila ástæðum andstöðu sinnar:

„Almenningur sér sig nú knúinn til að koma núverandi ríkisstjórn frá störfum, hún er að valda varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina. Við erum reið. Við líðum þetta ekki lengur. Mótmælendur komið endilega með lykla með ykkur til að búa til hávaða og koma skilaboðunum á framfæri að þeir lyklar sem ríkisstjórnin hefur að framtíð landsins hafa þeir ekki umboð fyrir lengur, og skulu skila. Nú stendur þjóðin saman og lætur heyra í sér! Endilega póstið á vegginn hér þau atriði sem ykkur finnst vera helst á baugi og þau atriði sem fá ykkur til að vilja uppreisn, núna!“

Flestir mótmæla spillingu

Ástæður mótmælanna
Ástæður mótmælanna Þeir sem boða þátttöku í mótmælunum, eða „byltingunni“, tilgreina mismunandi ástæður fyrir henni.

Af þeim 6.400 sem boðað hafa komu sína nefna 1.800 að tilefni mótmæla þeirra sé „spilling“. Rúmlega 1.300 nefna makrílfrumvarpið. Aðrar helst tilgreindu ástæðurnar eru: „Siðblinda“, launaójöfnuður, virðingarleysi gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslum, virðingarleysi gagnvart kosningaloforðum, niðurbrotið sjúkrakerfi, tengslaleysi við almenning, umhverfismál, bein hagsmunatengsl þingmanna og ráðherra við fyrirtæki, meint yfirvofandi einkavæðing Landsvirkjunar, „Sigmundur Davíð“, að mál aldraðra og öryrkja séu ekki löguð, að ósk um nýja stjórnarskrá sé ekki virt, húsnæðisverð og -skortur, hækkun á matarskatti, slit ESB-viðræðna, „Bjarni Ben“, leiguverð, ill meðferð á auðlindum, vanvirðing við verkamenn, vopnavæðing lögreglunnar, „rán á auðlindum“, auðræði, leiðrétting á húsnæðislánum, „nýfasismi og útlendingahatur“ og margt fleira.

Sagði skynjun þjóðarinnar rofna frá raunveruleikanum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali á Eyjunni í gær að hann teldi að þjóðin, eða sá hluti þjóðarinnar sem misst hefði trú á stjórnmálamönnum og ríkisstjórninni, hefðu orðið fyrir „rofi á milli raunveruleika og skynjunar“.

Í könnun fyrirtækisins MMR í lok síðasta mánaðar kom fram það viðhorf að þjóðin telur vera rof á milli leiðtoga ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar. Einungis 5 prósent svarenda töldu Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson vera „í tengslum við almenning“. Þá töldu um tíu prósent svarenda að þeir væru „heiðarlegir“.

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur farið hratt minnkandi. Í könnun MMR í byrjun mánaðarins mældist fylgi ríkisstjórnarinnar minna en fylgi flokks Pírata, eða 30,7 prósent á móti 32 prósent fylgi Pírata.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár