Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yfir sex þúsund boða komu sína í „byltingu“ á Austurvelli

Boða „bylt­ingu“ og „upp­reisn“ á Aust­ur­velli í dag.

Yfir sex þúsund boða komu sína í „byltingu“ á Austurvelli
Mótmæli Frá fyrri mótmælum á Austurvelli. Mynd: Pressphotos

Yfir 6.400 manns hafa boðað komu sína á mótmælafund undir yfirskriftinni  „Bylting! Uppreisn!“ á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur í dag klukkan fimm. 

Tilefni mótmælanna er margvíslegt en þau beinast gegn ríkisstjórn landsins. Í kynningu mótmælanna eru tilvonandi mótmælendur beðnir um að deila ástæðum andstöðu sinnar:

„Almenningur sér sig nú knúinn til að koma núverandi ríkisstjórn frá störfum, hún er að valda varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina. Við erum reið. Við líðum þetta ekki lengur. Mótmælendur komið endilega með lykla með ykkur til að búa til hávaða og koma skilaboðunum á framfæri að þeir lyklar sem ríkisstjórnin hefur að framtíð landsins hafa þeir ekki umboð fyrir lengur, og skulu skila. Nú stendur þjóðin saman og lætur heyra í sér! Endilega póstið á vegginn hér þau atriði sem ykkur finnst vera helst á baugi og þau atriði sem fá ykkur til að vilja uppreisn, núna!“

Flestir mótmæla spillingu

Ástæður mótmælanna
Ástæður mótmælanna Þeir sem boða þátttöku í mótmælunum, eða „byltingunni“, tilgreina mismunandi ástæður fyrir henni.

Af þeim 6.400 sem boðað hafa komu sína nefna 1.800 að tilefni mótmæla þeirra sé „spilling“. Rúmlega 1.300 nefna makrílfrumvarpið. Aðrar helst tilgreindu ástæðurnar eru: „Siðblinda“, launaójöfnuður, virðingarleysi gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslum, virðingarleysi gagnvart kosningaloforðum, niðurbrotið sjúkrakerfi, tengslaleysi við almenning, umhverfismál, bein hagsmunatengsl þingmanna og ráðherra við fyrirtæki, meint yfirvofandi einkavæðing Landsvirkjunar, „Sigmundur Davíð“, að mál aldraðra og öryrkja séu ekki löguð, að ósk um nýja stjórnarskrá sé ekki virt, húsnæðisverð og -skortur, hækkun á matarskatti, slit ESB-viðræðna, „Bjarni Ben“, leiguverð, ill meðferð á auðlindum, vanvirðing við verkamenn, vopnavæðing lögreglunnar, „rán á auðlindum“, auðræði, leiðrétting á húsnæðislánum, „nýfasismi og útlendingahatur“ og margt fleira.

Sagði skynjun þjóðarinnar rofna frá raunveruleikanum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali á Eyjunni í gær að hann teldi að þjóðin, eða sá hluti þjóðarinnar sem misst hefði trú á stjórnmálamönnum og ríkisstjórninni, hefðu orðið fyrir „rofi á milli raunveruleika og skynjunar“.

Í könnun fyrirtækisins MMR í lok síðasta mánaðar kom fram það viðhorf að þjóðin telur vera rof á milli leiðtoga ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar. Einungis 5 prósent svarenda töldu Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson vera „í tengslum við almenning“. Þá töldu um tíu prósent svarenda að þeir væru „heiðarlegir“.

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur farið hratt minnkandi. Í könnun MMR í byrjun mánaðarins mældist fylgi ríkisstjórnarinnar minna en fylgi flokks Pírata, eða 30,7 prósent á móti 32 prósent fylgi Pírata.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár