Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Yfir sex þúsund boða komu sína í „byltingu“ á Austurvelli

Boða „bylt­ingu“ og „upp­reisn“ á Aust­ur­velli í dag.

Yfir sex þúsund boða komu sína í „byltingu“ á Austurvelli
Mótmæli Frá fyrri mótmælum á Austurvelli. Mynd: Pressphotos

Yfir 6.400 manns hafa boðað komu sína á mótmælafund undir yfirskriftinni  „Bylting! Uppreisn!“ á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur í dag klukkan fimm. 

Tilefni mótmælanna er margvíslegt en þau beinast gegn ríkisstjórn landsins. Í kynningu mótmælanna eru tilvonandi mótmælendur beðnir um að deila ástæðum andstöðu sinnar:

„Almenningur sér sig nú knúinn til að koma núverandi ríkisstjórn frá störfum, hún er að valda varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina. Við erum reið. Við líðum þetta ekki lengur. Mótmælendur komið endilega með lykla með ykkur til að búa til hávaða og koma skilaboðunum á framfæri að þeir lyklar sem ríkisstjórnin hefur að framtíð landsins hafa þeir ekki umboð fyrir lengur, og skulu skila. Nú stendur þjóðin saman og lætur heyra í sér! Endilega póstið á vegginn hér þau atriði sem ykkur finnst vera helst á baugi og þau atriði sem fá ykkur til að vilja uppreisn, núna!“

Flestir mótmæla spillingu

Ástæður mótmælanna
Ástæður mótmælanna Þeir sem boða þátttöku í mótmælunum, eða „byltingunni“, tilgreina mismunandi ástæður fyrir henni.

Af þeim 6.400 sem boðað hafa komu sína nefna 1.800 að tilefni mótmæla þeirra sé „spilling“. Rúmlega 1.300 nefna makrílfrumvarpið. Aðrar helst tilgreindu ástæðurnar eru: „Siðblinda“, launaójöfnuður, virðingarleysi gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslum, virðingarleysi gagnvart kosningaloforðum, niðurbrotið sjúkrakerfi, tengslaleysi við almenning, umhverfismál, bein hagsmunatengsl þingmanna og ráðherra við fyrirtæki, meint yfirvofandi einkavæðing Landsvirkjunar, „Sigmundur Davíð“, að mál aldraðra og öryrkja séu ekki löguð, að ósk um nýja stjórnarskrá sé ekki virt, húsnæðisverð og -skortur, hækkun á matarskatti, slit ESB-viðræðna, „Bjarni Ben“, leiguverð, ill meðferð á auðlindum, vanvirðing við verkamenn, vopnavæðing lögreglunnar, „rán á auðlindum“, auðræði, leiðrétting á húsnæðislánum, „nýfasismi og útlendingahatur“ og margt fleira.

Sagði skynjun þjóðarinnar rofna frá raunveruleikanum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali á Eyjunni í gær að hann teldi að þjóðin, eða sá hluti þjóðarinnar sem misst hefði trú á stjórnmálamönnum og ríkisstjórninni, hefðu orðið fyrir „rofi á milli raunveruleika og skynjunar“.

Í könnun fyrirtækisins MMR í lok síðasta mánaðar kom fram það viðhorf að þjóðin telur vera rof á milli leiðtoga ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar. Einungis 5 prósent svarenda töldu Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson vera „í tengslum við almenning“. Þá töldu um tíu prósent svarenda að þeir væru „heiðarlegir“.

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur farið hratt minnkandi. Í könnun MMR í byrjun mánaðarins mældist fylgi ríkisstjórnarinnar minna en fylgi flokks Pírata, eða 30,7 prósent á móti 32 prósent fylgi Pírata.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár