Um helgina gekk vopnaður lögreglumaður inn á veitingastaðinn Lemon á Laugavegi og keypti sér samloku. Eyþóri Inga Eyþórssyni, starfsmanni á staðnum, var eðlilega mjög brugðið. „Þessi sami lögreglumaður kemur reglulega inn á staðinn, en að þessu sinni tók ég eftir að hann var með skammbyssu í beltinu. Mér fannst það frekar scary,“ segir hann í samtali við Stundina. Eyþór ákvað að senda Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn um málið. Daginn eftir fékk hann eftirfarandi svar: „Þetta er eitthvað sem LRH kemur ekki að. Tel sennilegt að þetta hafi verið lögreglumaður frá ríkislögreglustjóra og þá hefur vopnaburðurinn verið tengdur einhverju tilfallandi verkefni.“
Stundin hafði samband við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra sem sagði lögreglumenn ríkislögreglustjóra vera sérsveitarmenn og þeir væru alla jafna vopnaðir við sín störf. Hins vegar séu í gildi skýrar
Athugasemdir