Vísar ásökunum Brynjars til föðurhúsanna: „Er þá mannúð bönnuð?“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sak­ar presta Þjóð­kirkj­unn­ar um að hafa reynt að koma í veg fyr­ir að lög­regla gæti fram­fylgt lög­um með því að hýsa hæl­is­leit­end­ur.

Vísar ásökunum Brynjars til föðurhúsanna: „Er þá mannúð bönnuð?“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakar „presta Laugarneskirkju“ um að hafa reynt að koma í veg fyrir að lögregla gæti framfylgt lögum í landinu. Vísar hann til atviks í síðustu viku þar sem tveir hælisleitendur frá Írak, sem vísa átti úr landi, fengu að bíða eftir lögreglu uppi við altari Laugarneskirkju ásamt vinum sínum og Kristínu Þórunni Tómasdóttur, sóknarpresti í Laugarneskirkju og Toshiki Toma, presti innflytjenda, sem veittu þeim andlegan stuðning. Aðeins einn prestur starfar í Laugarneskirkju samkvæmt vef kirkjunnar en Kristín og Toshiki stóðu saman að því að opna dyr kirkjunnar fyrir hælisleitendunum með vilyrði Biskupsstofu. Vildu þau þannig láta reyna á hvort fornar venjur um kirkjugrið yrðu virtar.

Refsivert að hindra lögregluaðgerðir

Samkvæmt almennum hegningarlögum varðar þar sektum eða fangelsi að tálma því að handhafi lögregluvalds gegni skyldustörfum sínum. Eins og sjá má á myndbandi sem tekið var upp af lögregluaðgerðinni í Laugarneskirkju höfðu prestarnir engin afskipti af lögreglumönnunum sem framkvæmdu aðgerðina. Hins vegar ræddi starfsmaður Útlendingastofnunar við sóknarprest Laugarneskirkju á vinsamlegum nótum áður en lögregluaðgerðin átti sér stað. Sagðist hann telja framtak kirkjunnar virðingarvert.

„Jæja, nú er evrópukeppninni lokið og þá getur maður tekið upp með góðri samvisku fyrri iðju í leiðindum og neikvæðni. Sem mikill stuðningsmaður Þjóðkirkjunnar varð ég fyrir miklum vonbrigðum þegar prestar Laugarneskirkju, að því virðist með stuðningi yfirstjórnar þjóðkirkjunnar, skyldu hafa frumkvæði að því að reyna að koma í veg fyrir að lögregla gæti framfylgt lögum í landinu með því að hýsa hælisleitendur sem vísað hafði verið frá landinu,“ skrifar Brynjar Níelsson

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamálin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­mál­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár