Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Virðist hafa setið heima hjá mömmu sinni meðan hann átti að hafa barið Geirfinn með spýtu

Stund­in birt­ir kafla úr bók Jóns Daní­els­son­ar, Sá sem flýr und­an dýri: „Þetta papp­írs­blað, sem enn er varð­veitt í Út­varps­hús­inu við Efsta­leiti, verð­ur þar með hin end­an­lega fjar­vist­ar­sönn­un.“

Virðist hafa setið heima hjá mömmu sinni meðan hann átti að hafa barið Geirfinn með spýtu

Bók blaðamannsins Jóns Daníelssonar um Guðmundar- og Geirfinnsmál kemur út eftir helgi. Þar er nýju ljósi varpað á ýmis atriði sakamálanna og settar fram upplýsingar sem hvergi hafa birst áður.

Stundin fékk leyfi Jóns til að birta kafla úr bókinni en forsölu hennar á Karolina Fund lýkur á sunnudagskvöld.

Kaflinn sem hér birtist heitir „France‘s Winegate“ og fjallar um pappírsblað sem höfundur telur að sanni endanlega sakleysi Sævars Ciesielski.

Undir þetta sjónarmið hefur Ragnar Aðalsteinsson, einn af verjendum sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, tekið og eru upplýsingarnar komnar á borð endurupptökunefndar.

 

France‘s Winegate


Eins og áður greinir eru meðal málsgagnanna handskrifuð blöð sem Sævar skrifaði í byrjun september 1977. Þetta er nokkuð ítarlegur listi yfir það sem hann taldi sig geta munað frá dögunum kringum 19. nóvember 1974 en auðvitað er óvarlegt að ætla að allt sé nákvæmt sem hann taldi sig muna nærri þremur árum síðar.

Í rauninni er þessi greinargerð Sævars óþarflega löng og nær yfir of marga daga. Það er alla vega sennilegasta skýringin á því að verjandi hans skyldi ekki reka augun í það atriði sem mestu skiptir. Sævar segir nefnilega frá því að hann hafi horft á sjónvarp dálitla stund seint að kvöldi 19. nóvember og lýsir erlendri fréttamynd:

„það var frétakvikmynd frá Fraklandi ef ekki erlend málefni í umsjá Soniu Dijékó ég held að það hfi verið sami fréta maður sem talaði vikuna áður um Chile og Alendes, Haraldur ólafsson, sagt var frá rauðvín svindli hjá stóru vín fyritæki í Fraklandi. Sýnd var af hvítum tank bílum sem var verið að dæla vín í. Belgar og þjóðverjar sem hofðu keipt stora vin farma færu í storlegt skaðabóta mál. Svikið var að mig minnir að rauðvínið var ekki látið gerjast og var blandað með alkahóli upp í vissan stirkleika. Aðrir vin framleiðendur voru hrædir að missa sína samninga við erlend ríki sökum þess máls og var spáð að vin framleiðsla minndi dragast saman í Fraklandi. Það má vera að Árni Bergman hafi verið þulur í þætinum einig.“

Viðbrögð dómaranna við þessum handskrifuðu blöðum voru þau, að spyrja Sævar um þau og benda honum á, að þarna segðist hann hafa farið frá Kjarvalsstöðum um kl. 22.00 og það væri ekki í samræmi við framburð hans fyrir dómi. Að athuga hvort þessi fréttamynd hefði raunverulega verið sýnd í sjónvarpinu þetta kvöld, hvarflaði ekki að þeim.

Sonja Diego staðfesti í símtali þann 31. mars 2016, að aldrei hefði verið haft samband við sig í tengslum við þetta atriði og hún taldi líka óhætt að fullyrða, að slík fyrirspurn hefði varðveist í minningunni.

Fjórum áratugum síðar er vandalaust að fletta því upp, að þátturinn Heimshorn í umsjón Sonju Diego var vissulega sýndur þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974 kl. 22.25-23.00 samkvæmt auglýstri dagskrá. Þessi þáttur hafði áður einmitt heitið Erlend málefni en þegar hér var komið sögu kallaðist hann Heimshorn. Þátturinn var næstur á eftir bresk-kanadísku fræðslumyndinni Sumar á norðurslóðum, Íþróttamenn við ysta haf sem Einari Bollasyni var sýnt úr, þegar hann var í gæsluvarðhaldi 1976. Sjónvarpsefnið virðist sem sagt hafa verið varðveitt og haustið 1977 hefði sennilega mátt fá það alveg á hreint í eitt skipti fyrir öll, að Sævar hefði ekki farið til Keflavíkur.

En þetta virðist sem sagt aldrei hafa verið athugað. Ekki fyrr en þann 8. apríl 2016, þegar vinnsla þessarar bókar var komin á lokastig. Þótt nánast virtist útilokað að enn væru varðveittar nokkrar heimildir um þennan síðasta dagskrárlið sjónvarpsins þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974, var óafsakanlegt að ganga ekki endanlega úr skugga um það.

Það tók safnvörð í geymslu Útvarpshússins við Efstaleiti ekki langa stund að finna líklega einu ummerkin sem varðveist hafa eftir þennan 35 mínútna langa fréttaskýringaþátt. Þetta er einfaldur listi yfir þær filmur úr þættinum sem settar voru í geymslu. Á blaðinu eru tilgreindar sex filmur. Sú sem síðast er talin ber heitið FRANCE‘S „WINEGATE“ og hefur verið tæpar sjö mínútur að lengd.

Þótt filman sjálf sé ekki lengur til hjá RÚV, dugar nafnið eitt og sér nokkuð langt. Watergate-hneykslið hafði skekið Bandaríkin undanfarin ár með þeim afleiðingum að Richard Nixon neyddist til að segja af sér forsetaembættinu þann 9. ágúst 1974. Um þetta leyti og reyndar lengi síðan, var hneykslismálum gjarnan gefið heiti sem endaði á „-gate“ og þannig gefin til kynna einhvers konar samlíking við „Watergate“. Heiti þessarar stuttu fréttamyndar þýðir sem sagt beinlínis „Franska vínhneykslið“ eða „Vínhneykslið í Frakklandi“.

Og þetta kemur heim og saman við þá fréttamynd sem Sævar lýsti í „skýrslu“ sinni til Sakadóms Reykjavíkur í byrjun september 1977 en dómurunum þótti ekki einu sinni ástæða til að athuga. Svo vill til að einmitt þetta myndband var gert aðgengilegt á YouTube árið 2015 undir heitinu „RR7445B FRANCE‘S WINEGATE SCANDAL“. Upphafsnúmerinu ber saman við blaðið í Efstaleitinu „ROVER REPORT 7445B“.

Lýsingu Sævars ber hins vegar að mörgu leyti fremur illa saman við myndina. Þar er ekki að sjá hvíta tankbíla, heldur aðeins hvíta vínkassa. Það voru heldur ekki Þjóðverjar eða Belgar sem hugðu á skaðabótamál, heldur frönsk stjórnvöld sjálf sem töldu ímynd Frakklands hafa skaðast og gerðu háar skaðabótakröfur á hendur þeim vínframleiðendum sem voru ákærðir. Og ekki virðist það hafa verið alkóhól sem bætt var í rauðvínið heldur einhver ótilgreind efni samkvæmt frásögn enska þularins sem talar um „chemicals“.

En Sævar hefur rétt fyrir sér þegar hann nefnir „rauðvín“ og „svindl“. Hann nefnir líka stórfyrirtæki og þótt hann noti orðið í eintölu en ekki fleirtölu, fer hann engu að síður rétt með það atriði. Í dálitlum ramma neðan við sjónvarpsdagskrána í Morgunblaðinu á bls. 33, er fjallað um þáttinn Heimshorn og þar kemur fram að Haraldur Ólafsson og Árni Bergmann muni meðal annarra fjalla um tiltekin atriði. Sævar fer því líka rétt með þessi nöfn.

Minni manna er brigðult og til að fara rétt með efni fréttamyndar svo löngu síðar, jafnvel bara í stórum dráttum, þarf nánast afbrigðilega gott minni. Að geta tilgreint rétt einungis fáein atriði, eins og Sævar gerir í þessum texta, ætti að mega teljast nokkuð ákveðin vísbending um að hann hafi í raun og veru séð myndina.

Í þessu tilviki vill reyndar svo til, að við höfum samanburð. Þann 9. mars 1976 létu Eggert og Sigurbjörn Víðir sýna Einari Bollasyni 5 mínútna kafla úr íþróttamynd sem Einar taldi sig hafa séð að kvöldi 19. nóvember 1974. Áður höfðu Eggert og Sigurbjörn Víðir skoðað alla myndina. Eggert lýsir þessu á minnisblaði og segir þar:

„Í dag ræddum við svo við Einar og gat hann að nokkru lýst efni myndarinnar. Hann nefndi þar nokkur atriði, sem sýnd voru í myndinni, en tald[i], að nokkur önnur hefðu verið í myndinni, sem ekki voru þar sýnd.“

Eggert virðist hafa talið það rýra trúverðugleika Einars að hann skyldi nefna atriði sem ekki voru í myndinni og það má sem best kalla eðlileg viðbrögð. Í rauninni er hér lýst nákvæmlega sömu ágöllum og eru svo áberandi í frásögn Sævars. Hugurinn virðist í báðum tilvikum hafa skáldað í eyðurnar. En það er ekkert óeðlilegt. Einar var að rifja upp sjónvarpsefni sem hann hafði séð fyrir tæplega einu og hálfu ári. Minningar Sævars voru nærri þriggja ára gamlar.

Um það þarf ekki lengur að deila, að Einar sá þessa íþróttamynd. Hann lýsir atvikinu sjálfur í bók þeirra Heimis Karlssonar og minnist þess sérstaklega hversu ánægður hann var með frammistöðu sína:

„Mér tókst vel upp niðri í Sjónvarpi og var sérstaklega ánægður með eigin frammistöðu, því ég sá myndbrot sem ég þekkti vel. … Ég varð spenntur og eftirvæningafullur eins og smástrákur. … Um kvöldið sofnaði ég glaður og ánægður í fangaklefanum, er ég hafði tekið saman bækurnar mínar og búið mig til heimferðar, viss um að mér yrði sleppt daginn eftir.“

Bókin kom út 1994, átján árum eftir þá atburði sem hér er lýst. Sjálfur hefur Einar greinilega aldrei efast um að hafa séð myndina og að hann hafi í raun og veru séð hana er auðvitað hafið yfir allan vafa.

Sú spurning sem nú þarf að svara er sú, hvort hægt sé að draga í efa að Sævar hafi séð myndina um rauðvínshneykslið í Frakklandi. Og það er í rauninni ekki gerlegt. Að hugurinn skáldi í eyðurnar er ekkert einsdæmi eins og dæmið af Einari sýnir. Fyrirbrigðið er að auki vel þekkt meðal sálfræðinga en það mun fyrst hafa sannast í tilraun sem gerð var árið 1902.

Og þetta skiptir auðvitað meginmáli. Sævar hefur greinilega séð þessa mynd. Að minni hans sé talsvert götótt og hugurinn skáldi í eyðurnar, þegar hann er að berjast við að rifja þetta upp nærri þremur árum síðar, dæmist afar léttvægt í samhenginu.

Þetta pappírsblað, sem enn er varðveitt í Útvarpshúsinu við Efstaleiti, verður þar með hin endanlega fjarvistarsönnun. Á milli hálf ellefu og ellefu að kvöldi 19. nóvember 1974, sat Sævar heima hjá mömmu sinni á Grýtubakkanum og horfði á sjónvarpið. Nákvæmlega á sama hálftímanum og hann átti að hafa verið að berja Geirfinn Einarsson með spýtu í Dráttarbrautinni í Keflavík.

Fjarvistarsönnun „höfuðpaursins“ Sævars er auðvitað sjálfkrafa líka fjarvistarsönnun Erlu, Guðjóns og Kristjáns Viðars. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Hef­ur unn­ið að sátt­um fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins en hafn­ar því að lög­regla hafi beitt harð­ræði

Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, ein­um hinna sýkn­uðu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um, er sjálf­um kennt um rang­an dóm Hæsta­rétt­ar yf­ir sér í grein­ar­gerð setts rík­is­lög­manns, Andra Árna­son­ar, sem hafn­ar því að rann­sak­end­ur hafi brot­ið með refsi­verð­um hætti gegn Guð­jóni. Andri hafði sam­band við að­stand­end­ur í vor „til að skoða til­tekna sátta­mögu­leika fyr­ir ráðu­neyt­ið“.
Henry Kissinger um Sævar Ciesielski:  „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Henry Kissin­ger um Sæv­ar Ciesi­elski: „Hvað er svona póli­tískt við­kvæmt?“

Ný­fram­kom­in gögn sýna að banda­rísk yf­ir­völd höfðu áhyggj­ur af með­ferð­inni á Sæv­ari Ciesi­elski og töldu fram­göng­una gagn­vart hon­um geta orð­ið Ís­landi til skamm­ar á al­þjóða­vett­vangi. Henry Kissin­ger, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, spurð­ist fyr­ir um mál­ið og fylgd­ist grannt með. 

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
7
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Brosir gegnum sárin
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár