Þórunn Sandholt, 67 ára gömul kona, hefur misst samband við flestar sínar vinkonur. Hún greip til þess ráðs að lýsa eftir vinum á samfélagsmiðlum á dögunum.
Þórunn veiktist fyrir 20 árum af heilabólgu. Í kjölfarið flosnaði upp úr vinskap hennar við aðra. „Við vorum nokkrar sem vorum alltaf í sambandi og þær hringdu mikið í mig. En síðan hættu þær að hafa samband.“
Hún hefur aldrei náð sér af veikindunum að fullu. „Ég lamaðist vinstra megin og veikindin hafa orðið til þess að ég er ennþá veik. Það er málið.“
En nú vill hún eignast vinkonur á ný.
Einangruð
Þórunn á stóra fjölskyldu – systkini, börn og barnabörn, en hluti barna hennar og barnabarna býr erlendis – en hún segir að hún sakni þess að eiga vinkonu.
Hún segir að það sé hræðilegt að vera einangruð að því leyti.
„Ég sit oft ein heima og tala við sjálfa mig. …
Athugasemdir