Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

VG og Sjálfstæðisflokkur vinna að myndun ríkisstjórnar

Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son vinna form­lega að mynd­un rík­is­stjórn­ar, en þurfa þriðja flokk­inn til.

VG og Sjálfstæðisflokkur vinna að myndun ríkisstjórnar
Katrín og Bjarni Formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins ræddu saman í Alþingishúsinu þegar Katrín hafði stjórnarmyndunarumboðið. Mynd: Pressphotos

Forseti Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, hyggist reyna að mynda ríkisstjórn.

„Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa tjáð forseta Íslands að samkomulag hafi náðst um að kannaður verði möguleiki á samstarfi þessara flokka í ríkisstjórn. Fari svo að sátt náist um þá niðurstöðu verður í beinu framhaldi leitað viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um aðild að þeirri stjórn. 

Forseti fylgist náið með þróun þessara viðræðna og væntir þess að komist verði að niðustöðu um myndun nýrrar ríkisstjórnar innan skamms.“

Þurfa þriðja flokkinn með

Til þess að meirihluti náist í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna þurfa flokkarnir þriðja flokkinn með. Saman eru flokkarnir með 31 þingmann og gætu náð 34 þingmanna meirihluta með Samfylkingunni, sem hefur 3 þingmenn, eða 35 þingmanna meirihluta með Bjartri framtíð, sem hefur fjóra þingmenn. Auk þess gæti myndast ríkisstjórn með 38 þingmanna meirihluta með Viðreisn, 39 þingmanna meirihluta með Framsóknarflokki eða 41 þingmanns meirihluta með Pírötum, sem útilokuðu reyndar samstarf með Sjálfstæðisflokki fyrir kosningarnar.

Tveir fremur íhaldssinnaðir flokkar

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn teljast á sitt hvorum endanum í kvarða íslenskra stjórnmála. VG er félagshyggjuflokkur, sem trúir á mikla skattlagningu til að auka jöfnuð og tryggja ríkisrekna þjónustu fyrir borganana, en Sjálfstæðisflokkurinn er að mestu markaðshyggjusinnaður flokkur sem gerir út á lækkun skatta og takmörkun ríkisumsvifa. 

Flokkarnir tveir mætast hins vegar báðir í íhaldssemi. Báðir flokkar teljast meira fylgjandi ríkjandi ástandi í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, heldur en til dæmis Viðreisn, Píratar og Björt framtíð. Síðastnefndu flokkarnir leggja áherslu á breytingu sjávarútvegskerfisins með markaðsleið, þar sem bókfærð óefnisleg eign sjávarútvegsfyrirtækja - fiskveiðiheimildir við Ísland - eru boðnar upp á markaði og ágóðinn af sölu á nýtingarheimild auðlindarinnar nýttur í þágu almennings.

Hvorugur flokkurinn vill sækja um aðild að Evrópusambandinu og báðir fylgja því að halda krónunni sem gjaldmiðli Íslands. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst nær Vinstri grænum í umhverfismálum að undanförnu og leggur ekki sömu áherslu á stóriðju og áður. Báðir flokkarnir kynntu þá stefnu fyrir kosningar að þeir vildu styrkja heilbrigðiskerfið. 

Helsti áreksturinn í stefnu flokkanna tveggja liggur í kjarnamáli stjórnmálanna: Hvernig og hversu mikið eigi að innheimta skatta. Í fráfarandi ríkisstjórn afnam Bjarni Benediktsson og þingmeirihluti hans sérstakan raforkuskatt ætlaðan stóriðju og lagði einnig af 1,25 prósent auðlegðarskatt á eignir umfram 90 milljónir króna.

Mismunandi stefna í skattamálum

Meðal stefnumála Vinstri grænna fyrir kosningar var að leggja skatt á viðskipti með gjaldmiðla, meðal annars til að hindra vaxtamunaviðskipti: 

„Ísland skipi sér í framvarðarsveit ríkja þar sem brask með gjaldmiðla og skammtímagróða fjármagnshreyfingar verði skattlagt.“

„Við viljum halda sköttum í lágmarki og að fólk haldi sem mestu af því sem það aflar,“ segir hins vegar í skattastefnu Sjálfstæðisflokksins.

Vinstri grænir leggja hins vegar áherslu á misskiptingaráhrif skattalækkana á tekjuháa. „Á Íslandi er sama þróun og annars staðar í hinum vestræna heimi hvað það varðar að æ meiri auður safnast á æ færri hendur en um tíu prósent landsmanna eiga þrjá fjórðu alls auðs í landinu. Þessi þróun eykur ójöfnuð og byggist meðal annars á því að skatta- og fjármálakerfi hafa þróast með þeim hætti að hinum ríku er gert auðveldara að verða ríkari en aðrir hópar hafa setið eftir. Þessu er hægt að breyta annars vegar með skattkerfisbreytingum sem miða að því að jafna kjörin og hins vegar með uppbyggingu velferðarkerfisins.“

Aðrar leiðir eru opnar til tekjuöflunar en skattur á tekjur einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn „fækka undanþágum í virðisaukaskattkerfinu“. Því er líklegt að ný ríkisstjórn afli nýrra tekna með því að afnema undanþágu ferðaþjónustunnar frá virðisaukaskatti, en til dæmis er sala veiðileyfa í ám án virðisaukaskatts. Að auki fellur sala á gistiþjónustu hótela og annarra undir lægra þrep virðisaukaskattsins, eða 11 prósent.

Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn „almenningsvæða banka“. Vinstri grænir vilja hins vegar „skoða“ samfélagsbanka og „gera áætlun um hvað skal selja stóra hluti í þeim bönkum sem nú eru í eigu ríkisins“. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár