Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bandaríkin breytast: Ríkisstofnanir í samskiptabann og veggur reistur við landamærin

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir frá því á Twitter­síðu sinni að hann muni í dag kynna áætlan­ir sín­ar um bygg­ingu landa­mæra­veggs við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó.

Bandaríkin breytast: Ríkisstofnanir í samskiptabann og veggur reistur við landamærin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag kynna áætlun sína um byggingu landamæraveggs við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump skrifaði á Twittersíðu sína í gærkvöldi að stór dagur væri í vændum fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Meðal margs annars, þá munum við byggja vegginn!“ skrifaði hann, en Trump mun í dag skrifa undir tilskipun um byggingu veggsins í heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Landamæraveggurinn var eitt þekktasta kosningaloforð Trumps en hann hefur sagt vegginn nauðsynlegan til að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda frá Suður Ameríku. 

Samkvæmt frétt New York Times verður þetta það fyrsta í röð aðgerða Trumps til að herða að innflytjendum í nafni þjóðaröryggis, en hann hefur einnig sagst ætla að koma í veg fyrir að Sýrlendingar og aðrir frá „hryðjuverkahneigðum“ löndum geti sest að í Bandaríkjunum. Þá hefur blaðið einnig undir höndum uppköst af reglugerðum innan úr ríkisstjórn Trumps þar sem meðal annars er lagt til að tekið verði til athugunar hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna ætti að enduropna svokölluð „svört svæði“ - leynileg fangelsi og yfirheyrslustaði leyniþjónustunnar í öðrum löndum. Þess má geta að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lokaði þessum svæðum í fyrstu viku sinni sem forseti árið 2009. Þá er einnig til skoðunar hvort bandaríski herinn eigi að taka upp harðari yfirheyrsluaðferðir og hvort Múslimska bræðralagið ætti að vera flokkað sem hryðjuverkasamtök. Þá mun flóttamannastefna Trumps, sem nú er í smíðum, nánast koma í veg fyrir að flóttamenn Sýrlandi geti fengið vernd í Bandaríkjunum, sem og flóttamenn frá öðrum múslimalöndum á borð við Afganistan, Írak og Sómalíu. 

Ríkisstofnanir í samskiptabann

Ríkisstjórn Trumps setti í vikunni nokkrar ríkisstofnanir í tímabundið samskiptabann. Starfsmenn umhverfisverndarráðs Bandaríkjanna, EPA, og landbúnaðarráðuneytisins mega til að mynda ekki ræða við neina fjölmiðla, ekki senda út fréttatilkynningar, ekki setja inn færslur á bloggsíður og ekki skrifa á samskiptamiðla. Í tölvupósti til starfsmanna segir meðal annars að ráðinn verði sérfræðingur sem muni hafa yfirumsjón með öllum samskiptamiðlum stofnananna. Þá hefur einnig verið sett tímabundið bann á fjárútlát til nýrra verkefna.

Trump hefur einnig skrifað undir tilskipun sem kemur í veg fyrir nýráðningar hjá ríkisstofnunum, fyrir utan þær sem snúa að hernaði, heimavörnum og almannaöryggi. 

Skapbráður forseti

Töluvert hefur verið skrifað um skapgerð nýja forsetans í bandarískum fjölmiðlum. Hann er sagður skapbráður, eiga erfitt með að stjórna tilfinningum sínum og að hann verði móðgaður auðveldlega móðgaður. Í umfjöllun Politico kemur meðal annars fram að einn af nánum ráðgjöfum Trumps hefur beðið starfsfólk Hvíta hússins að halda frá honum „upplýsingum sem gætu æst hann upp“. Verkefni sem gæti reynst erfitt þar sem forsetanum leiðist auðveldlega og hefur gaman að því að horfa á sjónvarpið. 

Í ítarlegri umfjöllun The Washington Post á fyrstu sólarhringum Trumps í Hvíta húsinu kemur fram að forsetinn hafi fengið bræðiskast síðastliðið laugardagskvöld þegar hann kveikti á sjónvarpinu og sá umfjöllun fjölmiðla um kvennamótmælin, sem voru sögð fjölmennari en innsetningarathöfn forsetans. Þá á hann að hafa reiðst mjög ráðgjöfum sínum hvöttu hann til að einbeita sér að stefnumálum sínum og markmiðum og staldra ekki of lengi við þessa umfjöllun. Trump var ekki sammála. Hann vildi hörð viðbrögð og hann vildi að þau kæmu frá fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. 

Eins og þekkt er orðið notaði fjölmiðlafulltrúinn, Sean Spicer, fyrsta blaðamannafundinn sinn í að taka fjölmiðla á teppið. Hann sakaði fjölmiðla meðal annars um að hafa vísvitandi valið myndir sem sýndu fjöldann á innsetningarathöfninni minni en hann var í raun og sagði að aldrei hefði meiri fjöldi fylgst með innsetningu forseta. Þetta var strax hrakið.  

Í umfjöllun The Washington Post kemur fram að Trump hafi ekki verið ánægður með ræðu Spicers, hún hafi ekki verið nógu kraftmikil.

Á sama tíma og forsetaembætti Trumps kvartar undan fjölmiðlum og heimildir stofnana til að tjá sig við fjölmiðla eru þrengdar, berast fréttir af því að fréttamenn hafi verið handteknir á mótmælum, sem haldin voru vegna innvígslu Trumps í forsetaembættið. Þeir eru sakaðir um að hafa verið þátttakendur í mótmælum, en segjast sjálfir hafa verið að fylgjast með þeim sem fréttamenn. Þeirra gæti beðið allt að tíu ára fangelsi, samkvæmt refsirammanum, eða hátt í 30 milljóna króna sekt, fyrir að taka þátt í eða hvetja til uppþota.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi
ÚttektBandaríki Trumps

Trump gref­ur und­an eft­ir­liti, and­ófi og að­haldi

Eft­ir­lits­stofn­an­ir, fjöl­miðl­ar og grasrót­ar­hóp­ar hafa set­ið und­ir stans­laus­um árás­um á fyrsta ári Don­ald Trumps í embætti. For­set­inn hef­ur sett sér­stak­an and­stæð­ing Um­hverf­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna yf­ir stofn­un­ina og aft­ur­kall­að fleiri reglu­gerð­ir en nokk­ur fyr­ir­renn­ara hans gerði á fyrstu mán­uð­un­um í embætti. Hátt í 200 manns sem mót­mæltu við setn­ing­ar­at­höfn Trumps gætu átt yf­ir höfði sér ára­tuga­langt fang­elsi. Þá hef­ur árás­um hans á fjöl­miðla ver­ið líkt við stalín­isma.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár