Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bandaríkin breytast: Ríkisstofnanir í samskiptabann og veggur reistur við landamærin

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir frá því á Twitter­síðu sinni að hann muni í dag kynna áætlan­ir sín­ar um bygg­ingu landa­mæra­veggs við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó.

Bandaríkin breytast: Ríkisstofnanir í samskiptabann og veggur reistur við landamærin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag kynna áætlun sína um byggingu landamæraveggs við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump skrifaði á Twittersíðu sína í gærkvöldi að stór dagur væri í vændum fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Meðal margs annars, þá munum við byggja vegginn!“ skrifaði hann, en Trump mun í dag skrifa undir tilskipun um byggingu veggsins í heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Landamæraveggurinn var eitt þekktasta kosningaloforð Trumps en hann hefur sagt vegginn nauðsynlegan til að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda frá Suður Ameríku. 

Samkvæmt frétt New York Times verður þetta það fyrsta í röð aðgerða Trumps til að herða að innflytjendum í nafni þjóðaröryggis, en hann hefur einnig sagst ætla að koma í veg fyrir að Sýrlendingar og aðrir frá „hryðjuverkahneigðum“ löndum geti sest að í Bandaríkjunum. Þá hefur blaðið einnig undir höndum uppköst af reglugerðum innan úr ríkisstjórn Trumps þar sem meðal annars er lagt til að tekið verði til athugunar hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna ætti að enduropna svokölluð „svört svæði“ - leynileg fangelsi og yfirheyrslustaði leyniþjónustunnar í öðrum löndum. Þess má geta að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lokaði þessum svæðum í fyrstu viku sinni sem forseti árið 2009. Þá er einnig til skoðunar hvort bandaríski herinn eigi að taka upp harðari yfirheyrsluaðferðir og hvort Múslimska bræðralagið ætti að vera flokkað sem hryðjuverkasamtök. Þá mun flóttamannastefna Trumps, sem nú er í smíðum, nánast koma í veg fyrir að flóttamenn Sýrlandi geti fengið vernd í Bandaríkjunum, sem og flóttamenn frá öðrum múslimalöndum á borð við Afganistan, Írak og Sómalíu. 

Ríkisstofnanir í samskiptabann

Ríkisstjórn Trumps setti í vikunni nokkrar ríkisstofnanir í tímabundið samskiptabann. Starfsmenn umhverfisverndarráðs Bandaríkjanna, EPA, og landbúnaðarráðuneytisins mega til að mynda ekki ræða við neina fjölmiðla, ekki senda út fréttatilkynningar, ekki setja inn færslur á bloggsíður og ekki skrifa á samskiptamiðla. Í tölvupósti til starfsmanna segir meðal annars að ráðinn verði sérfræðingur sem muni hafa yfirumsjón með öllum samskiptamiðlum stofnananna. Þá hefur einnig verið sett tímabundið bann á fjárútlát til nýrra verkefna.

Trump hefur einnig skrifað undir tilskipun sem kemur í veg fyrir nýráðningar hjá ríkisstofnunum, fyrir utan þær sem snúa að hernaði, heimavörnum og almannaöryggi. 

Skapbráður forseti

Töluvert hefur verið skrifað um skapgerð nýja forsetans í bandarískum fjölmiðlum. Hann er sagður skapbráður, eiga erfitt með að stjórna tilfinningum sínum og að hann verði móðgaður auðveldlega móðgaður. Í umfjöllun Politico kemur meðal annars fram að einn af nánum ráðgjöfum Trumps hefur beðið starfsfólk Hvíta hússins að halda frá honum „upplýsingum sem gætu æst hann upp“. Verkefni sem gæti reynst erfitt þar sem forsetanum leiðist auðveldlega og hefur gaman að því að horfa á sjónvarpið. 

Í ítarlegri umfjöllun The Washington Post á fyrstu sólarhringum Trumps í Hvíta húsinu kemur fram að forsetinn hafi fengið bræðiskast síðastliðið laugardagskvöld þegar hann kveikti á sjónvarpinu og sá umfjöllun fjölmiðla um kvennamótmælin, sem voru sögð fjölmennari en innsetningarathöfn forsetans. Þá á hann að hafa reiðst mjög ráðgjöfum sínum hvöttu hann til að einbeita sér að stefnumálum sínum og markmiðum og staldra ekki of lengi við þessa umfjöllun. Trump var ekki sammála. Hann vildi hörð viðbrögð og hann vildi að þau kæmu frá fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. 

Eins og þekkt er orðið notaði fjölmiðlafulltrúinn, Sean Spicer, fyrsta blaðamannafundinn sinn í að taka fjölmiðla á teppið. Hann sakaði fjölmiðla meðal annars um að hafa vísvitandi valið myndir sem sýndu fjöldann á innsetningarathöfninni minni en hann var í raun og sagði að aldrei hefði meiri fjöldi fylgst með innsetningu forseta. Þetta var strax hrakið.  

Í umfjöllun The Washington Post kemur fram að Trump hafi ekki verið ánægður með ræðu Spicers, hún hafi ekki verið nógu kraftmikil.

Á sama tíma og forsetaembætti Trumps kvartar undan fjölmiðlum og heimildir stofnana til að tjá sig við fjölmiðla eru þrengdar, berast fréttir af því að fréttamenn hafi verið handteknir á mótmælum, sem haldin voru vegna innvígslu Trumps í forsetaembættið. Þeir eru sakaðir um að hafa verið þátttakendur í mótmælum, en segjast sjálfir hafa verið að fylgjast með þeim sem fréttamenn. Þeirra gæti beðið allt að tíu ára fangelsi, samkvæmt refsirammanum, eða hátt í 30 milljóna króna sekt, fyrir að taka þátt í eða hvetja til uppþota.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár