Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bandaríkin breytast: Ríkisstofnanir í samskiptabann og veggur reistur við landamærin

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir frá því á Twitter­síðu sinni að hann muni í dag kynna áætlan­ir sín­ar um bygg­ingu landa­mæra­veggs við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó.

Bandaríkin breytast: Ríkisstofnanir í samskiptabann og veggur reistur við landamærin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag kynna áætlun sína um byggingu landamæraveggs við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump skrifaði á Twittersíðu sína í gærkvöldi að stór dagur væri í vændum fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Meðal margs annars, þá munum við byggja vegginn!“ skrifaði hann, en Trump mun í dag skrifa undir tilskipun um byggingu veggsins í heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Landamæraveggurinn var eitt þekktasta kosningaloforð Trumps en hann hefur sagt vegginn nauðsynlegan til að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda frá Suður Ameríku. 

Samkvæmt frétt New York Times verður þetta það fyrsta í röð aðgerða Trumps til að herða að innflytjendum í nafni þjóðaröryggis, en hann hefur einnig sagst ætla að koma í veg fyrir að Sýrlendingar og aðrir frá „hryðjuverkahneigðum“ löndum geti sest að í Bandaríkjunum. Þá hefur blaðið einnig undir höndum uppköst af reglugerðum innan úr ríkisstjórn Trumps þar sem meðal annars er lagt til að tekið verði til athugunar hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna ætti að enduropna svokölluð „svört svæði“ - leynileg fangelsi og yfirheyrslustaði leyniþjónustunnar í öðrum löndum. Þess má geta að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lokaði þessum svæðum í fyrstu viku sinni sem forseti árið 2009. Þá er einnig til skoðunar hvort bandaríski herinn eigi að taka upp harðari yfirheyrsluaðferðir og hvort Múslimska bræðralagið ætti að vera flokkað sem hryðjuverkasamtök. Þá mun flóttamannastefna Trumps, sem nú er í smíðum, nánast koma í veg fyrir að flóttamenn Sýrlandi geti fengið vernd í Bandaríkjunum, sem og flóttamenn frá öðrum múslimalöndum á borð við Afganistan, Írak og Sómalíu. 

Ríkisstofnanir í samskiptabann

Ríkisstjórn Trumps setti í vikunni nokkrar ríkisstofnanir í tímabundið samskiptabann. Starfsmenn umhverfisverndarráðs Bandaríkjanna, EPA, og landbúnaðarráðuneytisins mega til að mynda ekki ræða við neina fjölmiðla, ekki senda út fréttatilkynningar, ekki setja inn færslur á bloggsíður og ekki skrifa á samskiptamiðla. Í tölvupósti til starfsmanna segir meðal annars að ráðinn verði sérfræðingur sem muni hafa yfirumsjón með öllum samskiptamiðlum stofnananna. Þá hefur einnig verið sett tímabundið bann á fjárútlát til nýrra verkefna.

Trump hefur einnig skrifað undir tilskipun sem kemur í veg fyrir nýráðningar hjá ríkisstofnunum, fyrir utan þær sem snúa að hernaði, heimavörnum og almannaöryggi. 

Skapbráður forseti

Töluvert hefur verið skrifað um skapgerð nýja forsetans í bandarískum fjölmiðlum. Hann er sagður skapbráður, eiga erfitt með að stjórna tilfinningum sínum og að hann verði móðgaður auðveldlega móðgaður. Í umfjöllun Politico kemur meðal annars fram að einn af nánum ráðgjöfum Trumps hefur beðið starfsfólk Hvíta hússins að halda frá honum „upplýsingum sem gætu æst hann upp“. Verkefni sem gæti reynst erfitt þar sem forsetanum leiðist auðveldlega og hefur gaman að því að horfa á sjónvarpið. 

Í ítarlegri umfjöllun The Washington Post á fyrstu sólarhringum Trumps í Hvíta húsinu kemur fram að forsetinn hafi fengið bræðiskast síðastliðið laugardagskvöld þegar hann kveikti á sjónvarpinu og sá umfjöllun fjölmiðla um kvennamótmælin, sem voru sögð fjölmennari en innsetningarathöfn forsetans. Þá á hann að hafa reiðst mjög ráðgjöfum sínum hvöttu hann til að einbeita sér að stefnumálum sínum og markmiðum og staldra ekki of lengi við þessa umfjöllun. Trump var ekki sammála. Hann vildi hörð viðbrögð og hann vildi að þau kæmu frá fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. 

Eins og þekkt er orðið notaði fjölmiðlafulltrúinn, Sean Spicer, fyrsta blaðamannafundinn sinn í að taka fjölmiðla á teppið. Hann sakaði fjölmiðla meðal annars um að hafa vísvitandi valið myndir sem sýndu fjöldann á innsetningarathöfninni minni en hann var í raun og sagði að aldrei hefði meiri fjöldi fylgst með innsetningu forseta. Þetta var strax hrakið.  

Í umfjöllun The Washington Post kemur fram að Trump hafi ekki verið ánægður með ræðu Spicers, hún hafi ekki verið nógu kraftmikil.

Á sama tíma og forsetaembætti Trumps kvartar undan fjölmiðlum og heimildir stofnana til að tjá sig við fjölmiðla eru þrengdar, berast fréttir af því að fréttamenn hafi verið handteknir á mótmælum, sem haldin voru vegna innvígslu Trumps í forsetaembættið. Þeir eru sakaðir um að hafa verið þátttakendur í mótmælum, en segjast sjálfir hafa verið að fylgjast með þeim sem fréttamenn. Þeirra gæti beðið allt að tíu ára fangelsi, samkvæmt refsirammanum, eða hátt í 30 milljóna króna sekt, fyrir að taka þátt í eða hvetja til uppþota.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi
ÚttektBandaríki Trumps

Trump gref­ur und­an eft­ir­liti, and­ófi og að­haldi

Eft­ir­lits­stofn­an­ir, fjöl­miðl­ar og grasrót­ar­hóp­ar hafa set­ið und­ir stans­laus­um árás­um á fyrsta ári Don­ald Trumps í embætti. For­set­inn hef­ur sett sér­stak­an and­stæð­ing Um­hverf­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna yf­ir stofn­un­ina og aft­ur­kall­að fleiri reglu­gerð­ir en nokk­ur fyr­ir­renn­ara hans gerði á fyrstu mán­uð­un­um í embætti. Hátt í 200 manns sem mót­mæltu við setn­ing­ar­at­höfn Trumps gætu átt yf­ir höfði sér ára­tuga­langt fang­elsi. Þá hef­ur árás­um hans á fjöl­miðla ver­ið líkt við stalín­isma.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár