Ég var atvinnulaus meira og minna í níu mánuði eftir að ég féll af þingi. Það var eiginlega full vinna að leita að vinnu,“ segir Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sem starfar nú sem stýrimaður á Rem Vision, skipi sem þjónustar olíuborpalla við strendur Noregs.
„Ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að komast í þetta pláss. Ég varð að endurnýja öll skírteini, bæta við skipstjórnarréttindin mín og sækja ýmiss námskeið þessu tengdu,“ segir hann.
Athugasemdir